Allt nema lögin Ragnar Þór Pétursson skrifar 5. október 2018 07:00 Þegar þjóðin valdi bestu bók sem skrifuð hefði verið á íslensku valdi hún Njálu. Einn er sá kafli Njálu sem óhætt er að fullyrða að njóti ekki sömu almannahylli. Það er langi kaflinn um lögin í landinu. Líklega er enginn kafli íslensks bókmenntaverks oftar hraðlesinn eða einfaldlega sleppt með öllu. Rauði þráðurinn í Njálu er samband manna og laga. Færa má rök fyrir því að hún sé ein risastór dæmisaga um þörfina fyrir lög til að beisla hið hverfula manneðli. Njáll mælir hin frægu orð: „Með lögum skal land byggja.“ En lög eru ekki nóg. Þeim þarf að fylgja. Þegar Gunnar hætti við utanförina var eyðileggingin óumflýjanleg. Spakmælið um að lög einkenni gott samfélag var þekkt um Norðurlönd á ritunartíma Njálu. Höfundur Njálu var því talsmaður þekktra grundvallarviðhorfa. Upp á síðkastið hefur það orðið mér áleitin spurning hvort slík grundvallarviðhorf hafi varðveist verr hér á landi en annars staðar. Fyrir nokkrum vikum sögðu evrópskir kollegar mínir mér að í þeirra heimalöndum dytti stjórnvöldum ekki í hug að setja lög nema ætla sér að fylgja þeim. Nýleg skýrsla Evrópumiðstöðvar um skóla án aðgreiningar kemst að þeirri niðurstöðu að hér á landi hafi í raun og veru allt klikkað þegar íslenska ríkið tók að sér að tryggja öllum börnum menntun. Allt nema lögin. Þau eru býsna góð. Þeim hefur bara ekki verið fylgt – og lítið hefur verið gert í því. Síðustu daga höfum við heyrt af illri meðferð verkafólks á Íslandi. Við þekkjum jafnframt margvísleg dæmi þess að réttur sé brotinn á fötluðum, því þótt þeim séu tryggð réttindi með lögum þá virðist hinu opinbera ekki bera nein skylda til að fjármagna þau réttindi. Það segir kannski sitt að eftir að ég hafði, hálf niðurbrotinn, rætt þessi mál við erlenda kollega kom til mín fulltrúi, klappaði mér á öxlina og sagðist kannast við þetta allt. Það var fulltrúi Rússlands. Mér varð lítil huggun í því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ragnar Þór Pétursson Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Þegar þjóðin valdi bestu bók sem skrifuð hefði verið á íslensku valdi hún Njálu. Einn er sá kafli Njálu sem óhætt er að fullyrða að njóti ekki sömu almannahylli. Það er langi kaflinn um lögin í landinu. Líklega er enginn kafli íslensks bókmenntaverks oftar hraðlesinn eða einfaldlega sleppt með öllu. Rauði þráðurinn í Njálu er samband manna og laga. Færa má rök fyrir því að hún sé ein risastór dæmisaga um þörfina fyrir lög til að beisla hið hverfula manneðli. Njáll mælir hin frægu orð: „Með lögum skal land byggja.“ En lög eru ekki nóg. Þeim þarf að fylgja. Þegar Gunnar hætti við utanförina var eyðileggingin óumflýjanleg. Spakmælið um að lög einkenni gott samfélag var þekkt um Norðurlönd á ritunartíma Njálu. Höfundur Njálu var því talsmaður þekktra grundvallarviðhorfa. Upp á síðkastið hefur það orðið mér áleitin spurning hvort slík grundvallarviðhorf hafi varðveist verr hér á landi en annars staðar. Fyrir nokkrum vikum sögðu evrópskir kollegar mínir mér að í þeirra heimalöndum dytti stjórnvöldum ekki í hug að setja lög nema ætla sér að fylgja þeim. Nýleg skýrsla Evrópumiðstöðvar um skóla án aðgreiningar kemst að þeirri niðurstöðu að hér á landi hafi í raun og veru allt klikkað þegar íslenska ríkið tók að sér að tryggja öllum börnum menntun. Allt nema lögin. Þau eru býsna góð. Þeim hefur bara ekki verið fylgt – og lítið hefur verið gert í því. Síðustu daga höfum við heyrt af illri meðferð verkafólks á Íslandi. Við þekkjum jafnframt margvísleg dæmi þess að réttur sé brotinn á fötluðum, því þótt þeim séu tryggð réttindi með lögum þá virðist hinu opinbera ekki bera nein skylda til að fjármagna þau réttindi. Það segir kannski sitt að eftir að ég hafði, hálf niðurbrotinn, rætt þessi mál við erlenda kollega kom til mín fulltrúi, klappaði mér á öxlina og sagðist kannast við þetta allt. Það var fulltrúi Rússlands. Mér varð lítil huggun í því.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar