Sýklalyfjanotkun á Íslandi jókst í fyrra en ónæmi enn lágt 2. október 2018 17:50 Starfshópur heilbrigðisráðherra skilaði skýrslu um aðgerðir gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmis í fyrra. Notkun sýklalyfja jókst í fyrra miðað við árið á undan. Fréttablaðið/EYÞÓR Notkun á sýklalyfjum hjá mönnum jókst um 3,2% í fyrra og er notkunin á Íslandi áfram sú mesta á Norðurlöndunum. Engu að síður er sýklalyfjaónæmi fremur lágt á Íslandi miðað við nágrannaþjóðir og notkum sýklalyfja hjá dýrum ein sú minnsta í Evrópu. Í nýrri skýrslu um sýklalyfjanotkun og algengi sýklalyfjaónæmi baktería kemur fram að aukningin á milli ára skýrist að mestu leyti af aukinni notkun svonefndra tetracýklín lyfja og breiðvirkra sýklalyfja, einkum pensillíns og cefalóspórína. Notkunin á Íslandi er áfram sú mesta á Norðurlöndunum en í evrópskum samanburði er hún í meðallagi. Annars staðar á Norðurlöndunum dró úr notkun sýklalyfja hjá mönnum miðað við árið 2016. Á Íslandi var notkun sýklalyfja hlutfallslega mest hjá fólki 65 ára og eldra og því næst hjá börnum yngri en fimm ára. Nokkur breytileiki var í notkun sýklalyfja eftir landshlutum. Hlutfallslega er hún mest á höfuðborgarsvæðinu en notkunin fór vaxandi þar, á Austurlandi og Norðurlandi vestra. Heimilis- og heilsugæslulæknar ávísuðu mest af sýklalyfjum í fyrra en barnalæknar voru í öðru sæti í ávísunum til barna. Skýrsluhöfundar segja að á óvart komi hversu mikið af sýklalyfjum var ávísað af læknanemum.Komu með nær algerlega ónæmar bakteríur til landsins Áhyggjur af bakteríum sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum vegna ofnotkunar þeirra hafa farið vaxandi víða um heim undanfarin ár. Í frétt á vef Matvælastofnunar kemur fram að í ár hafi vinna með læknum hafist til þess að efla vitund þeirra um bættar ávísanavenjur sýklalyfja til að draga úr notkuninni. Þá hafi eftirlit með sýklalyfjaónæmum bakteríum í matvælum verið hert og rannsóknir á eðli dreifingar sýklalyfjaónæmis efldar. Skýrsluhöfundar lýsa áhyggjum af því að tveir einstaklingar sem komu erlendis frá hafi greinst með bakteríur sem vísbendingar séu um að séu ónæmar fyrir svo til öllum sýklalyfjum. Það veki ugg um að slíkar bakteríur séu að ná fótfestu á Íslandi eins og gerst hafi í öðrum löndum. Heilbrigðismál Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Sjá meira
Notkun á sýklalyfjum hjá mönnum jókst um 3,2% í fyrra og er notkunin á Íslandi áfram sú mesta á Norðurlöndunum. Engu að síður er sýklalyfjaónæmi fremur lágt á Íslandi miðað við nágrannaþjóðir og notkum sýklalyfja hjá dýrum ein sú minnsta í Evrópu. Í nýrri skýrslu um sýklalyfjanotkun og algengi sýklalyfjaónæmi baktería kemur fram að aukningin á milli ára skýrist að mestu leyti af aukinni notkun svonefndra tetracýklín lyfja og breiðvirkra sýklalyfja, einkum pensillíns og cefalóspórína. Notkunin á Íslandi er áfram sú mesta á Norðurlöndunum en í evrópskum samanburði er hún í meðallagi. Annars staðar á Norðurlöndunum dró úr notkun sýklalyfja hjá mönnum miðað við árið 2016. Á Íslandi var notkun sýklalyfja hlutfallslega mest hjá fólki 65 ára og eldra og því næst hjá börnum yngri en fimm ára. Nokkur breytileiki var í notkun sýklalyfja eftir landshlutum. Hlutfallslega er hún mest á höfuðborgarsvæðinu en notkunin fór vaxandi þar, á Austurlandi og Norðurlandi vestra. Heimilis- og heilsugæslulæknar ávísuðu mest af sýklalyfjum í fyrra en barnalæknar voru í öðru sæti í ávísunum til barna. Skýrsluhöfundar segja að á óvart komi hversu mikið af sýklalyfjum var ávísað af læknanemum.Komu með nær algerlega ónæmar bakteríur til landsins Áhyggjur af bakteríum sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum vegna ofnotkunar þeirra hafa farið vaxandi víða um heim undanfarin ár. Í frétt á vef Matvælastofnunar kemur fram að í ár hafi vinna með læknum hafist til þess að efla vitund þeirra um bættar ávísanavenjur sýklalyfja til að draga úr notkuninni. Þá hafi eftirlit með sýklalyfjaónæmum bakteríum í matvælum verið hert og rannsóknir á eðli dreifingar sýklalyfjaónæmis efldar. Skýrsluhöfundar lýsa áhyggjum af því að tveir einstaklingar sem komu erlendis frá hafi greinst með bakteríur sem vísbendingar séu um að séu ónæmar fyrir svo til öllum sýklalyfjum. Það veki ugg um að slíkar bakteríur séu að ná fótfestu á Íslandi eins og gerst hafi í öðrum löndum.
Heilbrigðismál Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Sjá meira