Yfirlýsing Cristiano Ronaldo: Gögn í nauðgunarmálinu bæði illa fengin og uppskálduð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. október 2018 19:00 Ronaldo hefur verið ein stærsta stjarna íþróttaheimsins undanfarin ár. Vísir/AP Gögn sem Kathryn Mayorga og lögmenn hennar búa yfir í málsókn hennar á hendur knattspyrnumanninum Cristiano Ronaldo vegna meintrar nauðgunar eru bæði illa fengin og uppskálduð að sögn lögfræðings Portúgalans sem gaf út yfirlýsingu fyrir hans hönd í dag. BBC greinir frá. Málið hefur vakið mikla athygli eftir að Maoyrga steig fram á dögunum í Der Spiegel þar sem hún ræddi í smáatriðum um ásakinar hennar á hendur Ronaldo. Hún segir að knattspyrnustjarnan hafi nauðgað henni í Las Vegas í júní árið 2009. Hefur hún höfðað einkamál á hendur Ronaldo þar sem hún krefst þess að samkomulag sem þau gerðu með sér um að hún myndi aldrei tjá sig um atburðina umrædda nótt verði dæmt ógilt.Sjá einnig:Með skjal í höndunum sem gæti komið Ronaldo illaRonaldo hefur sagt að ásakanir Mayorga séu ekkert nema falsfréttir og að það sem gerðist umrædda nótt hafi verið með samþykki beggja aðila. Der Spiegel birti þó gögn sem þykja koma sér illa fyrir Ronaldo en þar á meðal er spurningalisti sem Ronaldo á að hafa svarað er lögfræðingar hans og Mayorga voru í samningaviðræðum vegna samkomulagsins sem Mayorga vill ógilda.Ronaldo og Mayorga saman á næturklúbbi í júní árið 2009.Vísir/APÍ gögnunum má finna útgáfu af spurningalistanum sem dagsettur er í september 2009. Þar er spurt að því hvort að ungfrú C, sem er Mayorga, hafi á einhverjum tímapunkti hækkað róm sinn, öskrað eða kallað, er atburðir kvöldsins áttu sér stað.„Hún sagði nei og hættu margoft,“ er svar Ronaldo eða Hr. X í þessari útgáfu spurningalistans. Þessum svörum átti Ronaldo eftir að breyta ef marka má gögnin sem Mayorga hefur undir höndum. Í útgáfu listans frá desember árið 2009 segir hann að það sem gerðist hafi verið með samþykki beggja aðila.Segir að hakkari hafi stolið og breytt umræddum gögnum Virðast þessi gögn vera miðpunktur yfirlýsingar Ronaldo sem eins og áður segir var gefin út í dag. Þar er því haldið fram að málsókn Mayorga byggist á stafrænum gögnum sem hafi verið stolið sem þar að auki sé auðvelt að eiga við.„Skjölin sem eru sögð innihalda yfirlýsingar frá Ronaldo birt hafa verið í fjölmiðlum eru algjör tilbúningir,“ segir í yfirlýsingu Ronaldo. Þar segir einnig að árið 2015 hafi fjölmörg fyrirtæki og stofnanir orðið fyrir barðinu á tölvuárás þar sem miklu magni gagna var stolið. Í yfirlýsingunni er harmað að Der Spiegel hafi fallið í gildru tölvuþrjótanna.Lögfræðingur Mayorga á blaðamannafundi um málið fyrr í mánuðinum.Vísir/AP„Þessi hakkari reyndi að selja upplýsingarnar og fjölmiðill birti sum þessara gagna á óábyrgan hátt. Búið var að eiga við stóran hluta þessara gagna eða þau voru algjörlega uppskálduð,“ segir í yfirlýsingunni en Der Spiegel birti ítarlega umfjöllun um ásakanirnar á hendur Ronaldo árið 2017. Segir einnig í yfirlýsingunni að sú staðreynd að Ronaldo og Mayorga hafi gert með sér samkomulag þýði ekki að hann sé sekur, með því hafi Ronaldo aðeins verið að fylgja ráðum ráðgjafa sinna til þess að losa hann undan ásökunum í eitt skipti fyrir öll. „Svo það sé á kristaltæru þá er það, og hefur alltaf verið, afstaða Cristiano Ronaldo, að það sem gerðist árið 2009 í Las Vegas hafi verið með samþykki beggja aðila“ Fótbolti MeToo Tengdar fréttir Með skjal í höndunum sem gæti komið Ronaldo illa: „Hún sagði nei og hættu margoft“ Kathryn Mayorga og lögfræðingar hennar búa yfir skjali sem lýsir því hvernig knattspyrnustjarnan Cristiano Ronaldo upplifði kvöldið örlagaríka er hann á að hafa nauðgað Mayorga í Las Vegas í júní árið 2009. Hún hefur höfðað einkamál á hendur Ronaldo 1. október 2018 12:00 Hlutabréf í Juventus taka dýfu í kjölfar ásakana á hendur Ronaldo Hlutabréf í ítalska knattspyrnuliðinu Juventus hafa lækkað hratt í verði síðan ásakanir á hendur knattspyrnumanninum Cristiano Ronaldo um nauðgun komust í hámæli á þriðjudag. Ronaldo er leikmaður félagsins. 5. október 2018 20:46 Forsætisráðherra Portúgals kemur Ronaldo til varnar vegna nauðgunarásakana Portúgalski forsætisráðherrann, Antonio Costa hefur komið landa sínum, Cristiano Ronaldo til varnar eftir ásakanir á hendur þess síðarnefnda um nauðgun í Las Vegas fyrir níu árum. 7. október 2018 11:30 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Gögn sem Kathryn Mayorga og lögmenn hennar búa yfir í málsókn hennar á hendur knattspyrnumanninum Cristiano Ronaldo vegna meintrar nauðgunar eru bæði illa fengin og uppskálduð að sögn lögfræðings Portúgalans sem gaf út yfirlýsingu fyrir hans hönd í dag. BBC greinir frá. Málið hefur vakið mikla athygli eftir að Maoyrga steig fram á dögunum í Der Spiegel þar sem hún ræddi í smáatriðum um ásakinar hennar á hendur Ronaldo. Hún segir að knattspyrnustjarnan hafi nauðgað henni í Las Vegas í júní árið 2009. Hefur hún höfðað einkamál á hendur Ronaldo þar sem hún krefst þess að samkomulag sem þau gerðu með sér um að hún myndi aldrei tjá sig um atburðina umrædda nótt verði dæmt ógilt.Sjá einnig:Með skjal í höndunum sem gæti komið Ronaldo illaRonaldo hefur sagt að ásakanir Mayorga séu ekkert nema falsfréttir og að það sem gerðist umrædda nótt hafi verið með samþykki beggja aðila. Der Spiegel birti þó gögn sem þykja koma sér illa fyrir Ronaldo en þar á meðal er spurningalisti sem Ronaldo á að hafa svarað er lögfræðingar hans og Mayorga voru í samningaviðræðum vegna samkomulagsins sem Mayorga vill ógilda.Ronaldo og Mayorga saman á næturklúbbi í júní árið 2009.Vísir/APÍ gögnunum má finna útgáfu af spurningalistanum sem dagsettur er í september 2009. Þar er spurt að því hvort að ungfrú C, sem er Mayorga, hafi á einhverjum tímapunkti hækkað róm sinn, öskrað eða kallað, er atburðir kvöldsins áttu sér stað.„Hún sagði nei og hættu margoft,“ er svar Ronaldo eða Hr. X í þessari útgáfu spurningalistans. Þessum svörum átti Ronaldo eftir að breyta ef marka má gögnin sem Mayorga hefur undir höndum. Í útgáfu listans frá desember árið 2009 segir hann að það sem gerðist hafi verið með samþykki beggja aðila.Segir að hakkari hafi stolið og breytt umræddum gögnum Virðast þessi gögn vera miðpunktur yfirlýsingar Ronaldo sem eins og áður segir var gefin út í dag. Þar er því haldið fram að málsókn Mayorga byggist á stafrænum gögnum sem hafi verið stolið sem þar að auki sé auðvelt að eiga við.„Skjölin sem eru sögð innihalda yfirlýsingar frá Ronaldo birt hafa verið í fjölmiðlum eru algjör tilbúningir,“ segir í yfirlýsingu Ronaldo. Þar segir einnig að árið 2015 hafi fjölmörg fyrirtæki og stofnanir orðið fyrir barðinu á tölvuárás þar sem miklu magni gagna var stolið. Í yfirlýsingunni er harmað að Der Spiegel hafi fallið í gildru tölvuþrjótanna.Lögfræðingur Mayorga á blaðamannafundi um málið fyrr í mánuðinum.Vísir/AP„Þessi hakkari reyndi að selja upplýsingarnar og fjölmiðill birti sum þessara gagna á óábyrgan hátt. Búið var að eiga við stóran hluta þessara gagna eða þau voru algjörlega uppskálduð,“ segir í yfirlýsingunni en Der Spiegel birti ítarlega umfjöllun um ásakanirnar á hendur Ronaldo árið 2017. Segir einnig í yfirlýsingunni að sú staðreynd að Ronaldo og Mayorga hafi gert með sér samkomulag þýði ekki að hann sé sekur, með því hafi Ronaldo aðeins verið að fylgja ráðum ráðgjafa sinna til þess að losa hann undan ásökunum í eitt skipti fyrir öll. „Svo það sé á kristaltæru þá er það, og hefur alltaf verið, afstaða Cristiano Ronaldo, að það sem gerðist árið 2009 í Las Vegas hafi verið með samþykki beggja aðila“
Fótbolti MeToo Tengdar fréttir Með skjal í höndunum sem gæti komið Ronaldo illa: „Hún sagði nei og hættu margoft“ Kathryn Mayorga og lögfræðingar hennar búa yfir skjali sem lýsir því hvernig knattspyrnustjarnan Cristiano Ronaldo upplifði kvöldið örlagaríka er hann á að hafa nauðgað Mayorga í Las Vegas í júní árið 2009. Hún hefur höfðað einkamál á hendur Ronaldo 1. október 2018 12:00 Hlutabréf í Juventus taka dýfu í kjölfar ásakana á hendur Ronaldo Hlutabréf í ítalska knattspyrnuliðinu Juventus hafa lækkað hratt í verði síðan ásakanir á hendur knattspyrnumanninum Cristiano Ronaldo um nauðgun komust í hámæli á þriðjudag. Ronaldo er leikmaður félagsins. 5. október 2018 20:46 Forsætisráðherra Portúgals kemur Ronaldo til varnar vegna nauðgunarásakana Portúgalski forsætisráðherrann, Antonio Costa hefur komið landa sínum, Cristiano Ronaldo til varnar eftir ásakanir á hendur þess síðarnefnda um nauðgun í Las Vegas fyrir níu árum. 7. október 2018 11:30 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Með skjal í höndunum sem gæti komið Ronaldo illa: „Hún sagði nei og hættu margoft“ Kathryn Mayorga og lögfræðingar hennar búa yfir skjali sem lýsir því hvernig knattspyrnustjarnan Cristiano Ronaldo upplifði kvöldið örlagaríka er hann á að hafa nauðgað Mayorga í Las Vegas í júní árið 2009. Hún hefur höfðað einkamál á hendur Ronaldo 1. október 2018 12:00
Hlutabréf í Juventus taka dýfu í kjölfar ásakana á hendur Ronaldo Hlutabréf í ítalska knattspyrnuliðinu Juventus hafa lækkað hratt í verði síðan ásakanir á hendur knattspyrnumanninum Cristiano Ronaldo um nauðgun komust í hámæli á þriðjudag. Ronaldo er leikmaður félagsins. 5. október 2018 20:46
Forsætisráðherra Portúgals kemur Ronaldo til varnar vegna nauðgunarásakana Portúgalski forsætisráðherrann, Antonio Costa hefur komið landa sínum, Cristiano Ronaldo til varnar eftir ásakanir á hendur þess síðarnefnda um nauðgun í Las Vegas fyrir níu árum. 7. október 2018 11:30