Eyðsluklóin í Harrods gengur laus að nýju Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. nóvember 2018 22:30 Zamira Hajiyeva árið 2015. EAST2WEST NEWS Konu að nafni Zamira Haiyeva, sem er fædd í Aserbaídsjan en býr nú á Bretlandseyjum, hefur verið sleppt úr haldi lögreglu gegn tryggingu eftir að hún var handtekin í Lundúnum í síðustu viku að beiðni yfirvalda í Azerbaídsjan. Haiyeva var á dögunum gert að greina frá því hvernig hún hafði efni á að kaupa rándýra íbúð í Lundúnum, golfvöll í Berkskíri og eyða háum fjárhæðum í lúxusverslunarmiðstöðinni Harrods. Um var að ræða fyrsta mál sinnar tegundar á Bretlandseyjum en löggæsluyfirvöldum þar í landi áskotnuðust nýlega valdheimildir sem gera þeim kleift að krefja útlenska auðkýfinga um að greina frá uppruna auðæfa sinna. Hajiyeva neitar því að peningarnir sem notaðir voru til að standa undir lúxuslífinu í Lundúnum hafi verið illa fengnir. Haiyeva var svo handtekin í síðustu viku að beiðni yfirvalda í Azerbaídsjan, sem vilja fá hana framselda til landsins þar sem hún er eftirlýst vegna gruns um fjárdrátt. Henni var hins vegar sleppt úr haldi í dag eftir að dómari hafnaði kröfu um gæsluvarðhald yfir henni fram að framsalsréttarhöldunum. Hajiyeva er því frjáls ferða sinna, en með takmörkunum þó. Hún má aðeins yfirgefa heimili sitt á milli 9 og 18 á daginn og þá ber henni að gefa sig fram við lögreglu á hverjum morgni. Eiginmaður Haiyeva, Jahangir Hajiyev, var eitt sinn bankastjóri Alþjóðabanka Aserbaídsjan. Hann var árið 2016 dæmdur í 15 ára fangelsi fyrir umfangsmikið fjármálamisferli, en tugir milljóna punda eru hreinlega sagðar hafa horfið úr hirslum bankans. Aserbaídsjan Bretland Tengdar fréttir Þarf að útskýra hvernig hún gat eytt 600 þúsund á dag í Harrods Konu að nafni Zamira Hajiyeva hefur verið gert að greina frá því hvernig hún hafði efni á því að kaupa rándýra íbúð í Lundúnum, golfvöll í Berkskíri og eyða háum fjárhæðum í lúxusverslunarmiðstöðinni Harrods. 10. október 2018 15:56 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira
Konu að nafni Zamira Haiyeva, sem er fædd í Aserbaídsjan en býr nú á Bretlandseyjum, hefur verið sleppt úr haldi lögreglu gegn tryggingu eftir að hún var handtekin í Lundúnum í síðustu viku að beiðni yfirvalda í Azerbaídsjan. Haiyeva var á dögunum gert að greina frá því hvernig hún hafði efni á að kaupa rándýra íbúð í Lundúnum, golfvöll í Berkskíri og eyða háum fjárhæðum í lúxusverslunarmiðstöðinni Harrods. Um var að ræða fyrsta mál sinnar tegundar á Bretlandseyjum en löggæsluyfirvöldum þar í landi áskotnuðust nýlega valdheimildir sem gera þeim kleift að krefja útlenska auðkýfinga um að greina frá uppruna auðæfa sinna. Hajiyeva neitar því að peningarnir sem notaðir voru til að standa undir lúxuslífinu í Lundúnum hafi verið illa fengnir. Haiyeva var svo handtekin í síðustu viku að beiðni yfirvalda í Azerbaídsjan, sem vilja fá hana framselda til landsins þar sem hún er eftirlýst vegna gruns um fjárdrátt. Henni var hins vegar sleppt úr haldi í dag eftir að dómari hafnaði kröfu um gæsluvarðhald yfir henni fram að framsalsréttarhöldunum. Hajiyeva er því frjáls ferða sinna, en með takmörkunum þó. Hún má aðeins yfirgefa heimili sitt á milli 9 og 18 á daginn og þá ber henni að gefa sig fram við lögreglu á hverjum morgni. Eiginmaður Haiyeva, Jahangir Hajiyev, var eitt sinn bankastjóri Alþjóðabanka Aserbaídsjan. Hann var árið 2016 dæmdur í 15 ára fangelsi fyrir umfangsmikið fjármálamisferli, en tugir milljóna punda eru hreinlega sagðar hafa horfið úr hirslum bankans.
Aserbaídsjan Bretland Tengdar fréttir Þarf að útskýra hvernig hún gat eytt 600 þúsund á dag í Harrods Konu að nafni Zamira Hajiyeva hefur verið gert að greina frá því hvernig hún hafði efni á því að kaupa rándýra íbúð í Lundúnum, golfvöll í Berkskíri og eyða háum fjárhæðum í lúxusverslunarmiðstöðinni Harrods. 10. október 2018 15:56 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira
Þarf að útskýra hvernig hún gat eytt 600 þúsund á dag í Harrods Konu að nafni Zamira Hajiyeva hefur verið gert að greina frá því hvernig hún hafði efni á því að kaupa rándýra íbúð í Lundúnum, golfvöll í Berkskíri og eyða háum fjárhæðum í lúxusverslunarmiðstöðinni Harrods. 10. október 2018 15:56