Áhafnarmeðlimirnir á gólfinu látnir fjúka Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. nóvember 2018 23:14 Umrædd mynd sem reitti netverja til mikillar reiði á sínum tíma. Mynd/S Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur sagt sex áhafnarmeðlimum sínum upp störfum. Umræddir áhafnarmeðlimir þóttust sofa á flugvallargólfi á mynd sem Ryanair sagði sviðsetta. Myndin vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum fyrir nokkrum vikum. Myndin var birt um miðjan október en á henni mátti sjá flugþjóna- og freyjur Ryanair liggjandi á gólfinu á flugvelli í Malaga á Spáni. Áhöfnin var sögð föst á flugvellinum vegna veðurs og var Ryanair gagnrýnt fyrir að veita starfsfólki sínu ekki betri aðbúnað. Eftir að myndin fór í dreifingu birti Ryanair myndband úr öryggismyndavélum á flugvellinum, sem renndi stoðum undir fyrri fullyrðingar félagsins þess efnis að myndin væri sviðsett.Ryanair exposes fake photo of cabin crew sleeping in crew room. Watch video here: pic.twitter.com/tzTn6EHsKH— Ryanair (@Ryanair) October 17, 2018 Í myndskeiðinu má sjá áhafnarmeðlimina sex standa upp úr sætum sínum og leggjast á gólfið. Eftir að kollegi þeirra hefur dregið upp síma sinn og tekið mynd af þeim á gólfinu stendur fólkið upp aftur og gengur út eða aftur til sæta sinna. Breska ríkisútvarpið BBC hafði eftir talsmanni félagsins í dag að áhafnarmeðlimirnir hafi verið reknir fyrir vítavert misferli í starfi. Þá hafi myndin skaðað ímynd flugfélagsins verulega. Netverjar voru margir ekki tilbúnir að fyrirgefa flugfélaginu eftir að myndbandið úr öryggismyndavélum var birt. Jim Atkinsson, sá sem fyrstur birti umrædda ljósmynd á Twitter, var fljótur að svara tísti Ryanair. Í svari sínu sagði hann augljóst að áhafnarmeðlimirnir hefðu verið strandaglópar á flugvellinum yfir nóttina og að Ryanair hafi ekki reynt að létta þeim lífið. Enn aðrir sögðu að myndbandið sýndi fram á að Ryanair hefði brugðist enn fleiri starfsmönnum sínum en upphaflega var talið. Evrópa Fréttir af flugi Tengdar fréttir Mynd af áhöfn Ryanair reitir netverja til reiði Ryanair fullyrðir að myndin sé sviðsett. 16. október 2018 07:40 Ryanair birtir myndband sem það segir sanna sviðsetningu Lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur birt upptöku úr öryggismyndavél sem sýnir áhafnarmeðlimi félagsins sviðsetja ljósmynd sem vakti mikla athygli í netheimum í upphafi vikunnar. 18. október 2018 13:54 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur sagt sex áhafnarmeðlimum sínum upp störfum. Umræddir áhafnarmeðlimir þóttust sofa á flugvallargólfi á mynd sem Ryanair sagði sviðsetta. Myndin vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum fyrir nokkrum vikum. Myndin var birt um miðjan október en á henni mátti sjá flugþjóna- og freyjur Ryanair liggjandi á gólfinu á flugvelli í Malaga á Spáni. Áhöfnin var sögð föst á flugvellinum vegna veðurs og var Ryanair gagnrýnt fyrir að veita starfsfólki sínu ekki betri aðbúnað. Eftir að myndin fór í dreifingu birti Ryanair myndband úr öryggismyndavélum á flugvellinum, sem renndi stoðum undir fyrri fullyrðingar félagsins þess efnis að myndin væri sviðsett.Ryanair exposes fake photo of cabin crew sleeping in crew room. Watch video here: pic.twitter.com/tzTn6EHsKH— Ryanair (@Ryanair) October 17, 2018 Í myndskeiðinu má sjá áhafnarmeðlimina sex standa upp úr sætum sínum og leggjast á gólfið. Eftir að kollegi þeirra hefur dregið upp síma sinn og tekið mynd af þeim á gólfinu stendur fólkið upp aftur og gengur út eða aftur til sæta sinna. Breska ríkisútvarpið BBC hafði eftir talsmanni félagsins í dag að áhafnarmeðlimirnir hafi verið reknir fyrir vítavert misferli í starfi. Þá hafi myndin skaðað ímynd flugfélagsins verulega. Netverjar voru margir ekki tilbúnir að fyrirgefa flugfélaginu eftir að myndbandið úr öryggismyndavélum var birt. Jim Atkinsson, sá sem fyrstur birti umrædda ljósmynd á Twitter, var fljótur að svara tísti Ryanair. Í svari sínu sagði hann augljóst að áhafnarmeðlimirnir hefðu verið strandaglópar á flugvellinum yfir nóttina og að Ryanair hafi ekki reynt að létta þeim lífið. Enn aðrir sögðu að myndbandið sýndi fram á að Ryanair hefði brugðist enn fleiri starfsmönnum sínum en upphaflega var talið.
Evrópa Fréttir af flugi Tengdar fréttir Mynd af áhöfn Ryanair reitir netverja til reiði Ryanair fullyrðir að myndin sé sviðsett. 16. október 2018 07:40 Ryanair birtir myndband sem það segir sanna sviðsetningu Lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur birt upptöku úr öryggismyndavél sem sýnir áhafnarmeðlimi félagsins sviðsetja ljósmynd sem vakti mikla athygli í netheimum í upphafi vikunnar. 18. október 2018 13:54 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Mynd af áhöfn Ryanair reitir netverja til reiði Ryanair fullyrðir að myndin sé sviðsett. 16. október 2018 07:40
Ryanair birtir myndband sem það segir sanna sviðsetningu Lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur birt upptöku úr öryggismyndavél sem sýnir áhafnarmeðlimi félagsins sviðsetja ljósmynd sem vakti mikla athygli í netheimum í upphafi vikunnar. 18. október 2018 13:54