Sefcovic styður Timmermans í vali á Jafnaðarmanna á mögulegum arftaka Juncker Atli Ísleifsson skrifar 6. nóvember 2018 11:18 Frans Timmermans og Maros Sefcovic á góðri stund. EPA/OLIVIER HOSLET Slóvakinn Maros Sefcovic, einn varaforseta framkvæmdastjórnar ESB, hefur lýst því yfir að hann sækist ekki lengur eftir því að verða næsti forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Þess í stað hefur hann lýst yfir stuðningi við Hollendinginn Frans Timmermans, annan varaforseta framkvæmdastjórnarinnar, sem sækist eftir því að verða frambjóðandi fylkingar Jafnaðarmanna á Evrópuþinginu til forseta framkvæmdastjórnarinnar. Jean Claude Juncker lætur af störfum eftir kosningarnar til Evrópuþingsins á næsta ári.Á könnu Leiðtogaráðsins Sefcovic, sem farið hefur með málefni orkubandalagsins innan framkvæmdastjórnarinnar, lýsti yfir framboði sínu í september en hefur nú dregið það til baka. Hann segist þó reiðubúinn að starfa með Timmermans. Leiðtogaráð ESB mun tilnefna næsta forseta framkvæmdastjórnarinnar þar sem því er ætlað að taka tillit til niðurstöðu kosninganna til Evrópuþingsins. Evrópuþingið hefur talað fyrir því að forsetinn verði valinn úr hópi frambjóðenda fylkinganna á þinginu. Deildar meiningar eru þó um þá skoðun.Ræðst í desember Þinghópur Jafnaðarmanna á Evrópuþinginu munu að öllum líkindum fylkja sér að baki Timmermans á þingi sínu í Lissabon í næsta mánuði. Hópurinn er næststærsti þinghópurinn á Evrópuþinginu. Stærsti hópurinn, hægriflokkurinn Evrópski þjóðarflokkurinn (EPP), mun velja tilnefna sinn frambjóðanda á þingi í Helsinki á fimmtudaginn. Þar stendur valið milli bæverska þingflokksformanns EPP á Evrópuþinginu, Manfred Weber, og fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands, Alexander Stubb. Timmermans er fyrrverandi utanríkisráðherra Hollands og hefur átt sæti í framkvæmdastjórn ESB frá árinu 2014. Evrópusambandið Finnland Holland Norðurlönd Slóvakía Tengdar fréttir Merkel vill sjá Weber sem arftaka Juncker Þýski Evrópuþingmaðurinn Manfred Weber lýsti í dag yfir að hann sækist eftir því að taka við embætti forseta framkvæmdastjórnar ESB á næsta ári. 5. september 2018 23:22 Slóvakinn Sefcovic vill leiða ESB Einn varaforseta framkvæmdastjórnar ESB kveðst sækist eftir því að taka við embætti forseta framkvæmdastjórnarinnar þegar Jean Claude Juncker lætur af störfum á næsta ári. 17. september 2018 12:59 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Slóvakinn Maros Sefcovic, einn varaforseta framkvæmdastjórnar ESB, hefur lýst því yfir að hann sækist ekki lengur eftir því að verða næsti forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Þess í stað hefur hann lýst yfir stuðningi við Hollendinginn Frans Timmermans, annan varaforseta framkvæmdastjórnarinnar, sem sækist eftir því að verða frambjóðandi fylkingar Jafnaðarmanna á Evrópuþinginu til forseta framkvæmdastjórnarinnar. Jean Claude Juncker lætur af störfum eftir kosningarnar til Evrópuþingsins á næsta ári.Á könnu Leiðtogaráðsins Sefcovic, sem farið hefur með málefni orkubandalagsins innan framkvæmdastjórnarinnar, lýsti yfir framboði sínu í september en hefur nú dregið það til baka. Hann segist þó reiðubúinn að starfa með Timmermans. Leiðtogaráð ESB mun tilnefna næsta forseta framkvæmdastjórnarinnar þar sem því er ætlað að taka tillit til niðurstöðu kosninganna til Evrópuþingsins. Evrópuþingið hefur talað fyrir því að forsetinn verði valinn úr hópi frambjóðenda fylkinganna á þinginu. Deildar meiningar eru þó um þá skoðun.Ræðst í desember Þinghópur Jafnaðarmanna á Evrópuþinginu munu að öllum líkindum fylkja sér að baki Timmermans á þingi sínu í Lissabon í næsta mánuði. Hópurinn er næststærsti þinghópurinn á Evrópuþinginu. Stærsti hópurinn, hægriflokkurinn Evrópski þjóðarflokkurinn (EPP), mun velja tilnefna sinn frambjóðanda á þingi í Helsinki á fimmtudaginn. Þar stendur valið milli bæverska þingflokksformanns EPP á Evrópuþinginu, Manfred Weber, og fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands, Alexander Stubb. Timmermans er fyrrverandi utanríkisráðherra Hollands og hefur átt sæti í framkvæmdastjórn ESB frá árinu 2014.
Evrópusambandið Finnland Holland Norðurlönd Slóvakía Tengdar fréttir Merkel vill sjá Weber sem arftaka Juncker Þýski Evrópuþingmaðurinn Manfred Weber lýsti í dag yfir að hann sækist eftir því að taka við embætti forseta framkvæmdastjórnar ESB á næsta ári. 5. september 2018 23:22 Slóvakinn Sefcovic vill leiða ESB Einn varaforseta framkvæmdastjórnar ESB kveðst sækist eftir því að taka við embætti forseta framkvæmdastjórnarinnar þegar Jean Claude Juncker lætur af störfum á næsta ári. 17. september 2018 12:59 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Merkel vill sjá Weber sem arftaka Juncker Þýski Evrópuþingmaðurinn Manfred Weber lýsti í dag yfir að hann sækist eftir því að taka við embætti forseta framkvæmdastjórnar ESB á næsta ári. 5. september 2018 23:22
Slóvakinn Sefcovic vill leiða ESB Einn varaforseta framkvæmdastjórnar ESB kveðst sækist eftir því að taka við embætti forseta framkvæmdastjórnarinnar þegar Jean Claude Juncker lætur af störfum á næsta ári. 17. september 2018 12:59