Merkel tekur undir ákall Macron eftir evrópskum her Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2018 17:00 Angela Merkel á fundi Evrópuþingsins í dag. AP/Jean-Francois Badias Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tók í dag undir ákall Emmanuel Macron, forseta Frakklands, eftir sameinuðum herafla Evrópusambandsins. Þetta sagði kanslari á fundi Evrópuþingsins í dag. Hún sagði að sameinaður evrópskur her myndi tryggja sameinaða Evrópu í sessi. Slíkur her myndi vera tákn út á við um að ríki Evrópu myndu aldrei aftur heyja stríð sín á milli. Hún sagði að her ESB ætti að starfa innan Atlantshafsbandalagsins og ætti ekki að grafa undan því. Í ræðu sinni fordæmdi Merkel þjóðernishyggju og popúlisma. Hún sagði gildi Evrópu eiga undir högg að sækja. „Við þurfum að taka örlögin í eigin hendur,“ sagði hún. Hún lagði einnig til að Evrópusambandið stofnaði eigin öryggisráð til að samræma varnarmál Evrópu. Forsæti ráðsins myndi færast á milli aðildarríkja. Macron stakk upp á stofnun ESB-hers í síðustu viku og rangtúlkuðu nokkrir miðlar orð forsetans á þann veg að slíkum her yrði ætlað að vernda Evrópu gegn Rússum, Kína og Bandaríkjunum. Það sagði Macron þó ekki. Hann var í útvarpsviðtali og sagði að Evrópa þyrfti að verjast tölvuárásum og njósnum frá Rússum, Kína og „jafnvel Bandaríkjunum“. Hins vegar sagði hann ekki að ESB-her ætti að verja Evrópu gagnvart Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, reiddist við þessi ummæli og gagnrýndi hann ummæli Macron. Hann gerði það aftur í dag þar sem hann benti á að Frakkar hefðu barist við Þjóðverja í báðum heimsstyrjöldum síðustu aldar. „Þeir voru að byrja að læra Þýsku í París áður en Bandaríkin komu að málum. Borgið fyrir NATO eða ekki!“ skrifaði forsetinn og vísaði hann þar til undarlegrar þráhyggju sinnar gagnvart því að aðildarríki Atlantshafsbandalagsins skuldi Bandaríkjunum háar fjárhæðir. Trump hefur lengi kvartað yfir því að aðildarríki NATO greiði ekki nóg fyrir aðilda að samkomulaginu. Stofnsáttmáli NATO segir til um að aðildarríki þurfi að verja tiltekinni upphæð af vergri landsframleiðslu til varnarmála. Það hafa flest ríki NATO ekki gert um árabil. Þeim er þó ekki ætlað að greiða þær upphæðir til Bandaríkjanna á nokkurn hátt.Ræðu Merkel má sjá hér að neðan.German chancellor Angela Merkel addresses European Parliament in Strasbourg in debate on the future of Europe: https://t.co/H0Jk5terQc— DW News (@dwnews) November 13, 2018 Evrópusambandið NATO Tengdar fréttir Alvöruþrungin athöfn í París Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók í gær þátt í athöfn í París þar sem þess var minnst að hundrað ár voru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 12. nóvember 2018 08:00 Hvatti aðra þjóðarleiðtoga til dáða á aldarafmæli stríðsloka Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hvatti þjóðarleiðtoga heimsins til þess að byggja upp vonir í stað þess að ala á ótta í garð annarra þjóða í ræðu í París þar sem þess var minnst að 100 ár eru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 11. nóvember 2018 14:00 Trump hótar bandalagsþjóðum eftir Evrópureisuna Frakklandsforseti virtist hafna stjórnmálasýn Trump forseta þegar þjóðarleiðtogar minntust lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar um helgina. 12. nóvember 2018 16:18 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tók í dag undir ákall Emmanuel Macron, forseta Frakklands, eftir sameinuðum herafla Evrópusambandsins. Þetta sagði kanslari á fundi Evrópuþingsins í dag. Hún sagði að sameinaður evrópskur her myndi tryggja sameinaða Evrópu í sessi. Slíkur her myndi vera tákn út á við um að ríki Evrópu myndu aldrei aftur heyja stríð sín á milli. Hún sagði að her ESB ætti að starfa innan Atlantshafsbandalagsins og ætti ekki að grafa undan því. Í ræðu sinni fordæmdi Merkel þjóðernishyggju og popúlisma. Hún sagði gildi Evrópu eiga undir högg að sækja. „Við þurfum að taka örlögin í eigin hendur,“ sagði hún. Hún lagði einnig til að Evrópusambandið stofnaði eigin öryggisráð til að samræma varnarmál Evrópu. Forsæti ráðsins myndi færast á milli aðildarríkja. Macron stakk upp á stofnun ESB-hers í síðustu viku og rangtúlkuðu nokkrir miðlar orð forsetans á þann veg að slíkum her yrði ætlað að vernda Evrópu gegn Rússum, Kína og Bandaríkjunum. Það sagði Macron þó ekki. Hann var í útvarpsviðtali og sagði að Evrópa þyrfti að verjast tölvuárásum og njósnum frá Rússum, Kína og „jafnvel Bandaríkjunum“. Hins vegar sagði hann ekki að ESB-her ætti að verja Evrópu gagnvart Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, reiddist við þessi ummæli og gagnrýndi hann ummæli Macron. Hann gerði það aftur í dag þar sem hann benti á að Frakkar hefðu barist við Þjóðverja í báðum heimsstyrjöldum síðustu aldar. „Þeir voru að byrja að læra Þýsku í París áður en Bandaríkin komu að málum. Borgið fyrir NATO eða ekki!“ skrifaði forsetinn og vísaði hann þar til undarlegrar þráhyggju sinnar gagnvart því að aðildarríki Atlantshafsbandalagsins skuldi Bandaríkjunum háar fjárhæðir. Trump hefur lengi kvartað yfir því að aðildarríki NATO greiði ekki nóg fyrir aðilda að samkomulaginu. Stofnsáttmáli NATO segir til um að aðildarríki þurfi að verja tiltekinni upphæð af vergri landsframleiðslu til varnarmála. Það hafa flest ríki NATO ekki gert um árabil. Þeim er þó ekki ætlað að greiða þær upphæðir til Bandaríkjanna á nokkurn hátt.Ræðu Merkel má sjá hér að neðan.German chancellor Angela Merkel addresses European Parliament in Strasbourg in debate on the future of Europe: https://t.co/H0Jk5terQc— DW News (@dwnews) November 13, 2018
Evrópusambandið NATO Tengdar fréttir Alvöruþrungin athöfn í París Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók í gær þátt í athöfn í París þar sem þess var minnst að hundrað ár voru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 12. nóvember 2018 08:00 Hvatti aðra þjóðarleiðtoga til dáða á aldarafmæli stríðsloka Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hvatti þjóðarleiðtoga heimsins til þess að byggja upp vonir í stað þess að ala á ótta í garð annarra þjóða í ræðu í París þar sem þess var minnst að 100 ár eru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 11. nóvember 2018 14:00 Trump hótar bandalagsþjóðum eftir Evrópureisuna Frakklandsforseti virtist hafna stjórnmálasýn Trump forseta þegar þjóðarleiðtogar minntust lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar um helgina. 12. nóvember 2018 16:18 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Alvöruþrungin athöfn í París Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók í gær þátt í athöfn í París þar sem þess var minnst að hundrað ár voru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 12. nóvember 2018 08:00
Hvatti aðra þjóðarleiðtoga til dáða á aldarafmæli stríðsloka Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hvatti þjóðarleiðtoga heimsins til þess að byggja upp vonir í stað þess að ala á ótta í garð annarra þjóða í ræðu í París þar sem þess var minnst að 100 ár eru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 11. nóvember 2018 14:00
Trump hótar bandalagsþjóðum eftir Evrópureisuna Frakklandsforseti virtist hafna stjórnmálasýn Trump forseta þegar þjóðarleiðtogar minntust lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar um helgina. 12. nóvember 2018 16:18