Orðinn mannskæðasti eldsvoði í sögu ríkisins Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. nóvember 2018 08:22 Slökkviliðsmaður að störfum í norðurhluta Kaliforníu þann 9. nóvember síðastliðinn. AP/Noah Berger 42 eru nú látnir af völdum Camp-eldsins sem geisar í norðurhluta Kaliforníuríkis. Eldurinn er þar með orðinn sá mannskæðasti í sögu ríkisins. Kjarreldar í Kaliforníu hafa nú samtals dregið 44 til dauða síðustu daga. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi vegna hamfara í ríkinu. Camp-eldurinn hefur valdið gríðarlegri eyðileggingu en yfir sjö þúsund byggingar hafa orðið eldinum að bráð. Þá hefur bærinn Paradise brunnið til grunna og um 50 þúsund manns hafa neyðst til að flýja heimili sín þar sem eldurinn geisar. Þá logar Woolsey-eldurinn enn í grennd við Los Angeles og hafa tveir týnt lífi vegna hans. 57 þúsund mannvirki eru sögð í hættu vegna eldsvoðans. Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá því seint í gærkvöldi að hann hefði samþykkt að lýsa yfir neyðarástandi vegna hamfara í Kaliforníu. Ríkisstjóri Kaliforníu, Jerry Brown, lagði fram opinbera beiðni þess efnis en yfirlýsing neyðarástands tryggir frekari aðstoð frá alríkinu vegna eldanna. „[Ég] Vildi bregðast hratt við til að lina þær ótrúlegu þjáningar sem eru í gangi. Ég er með ykkur alla leið,“ skrifaði Trump.I just approved an expedited request for a Major Disaster Declaration for the State of California. Wanted to respond quickly in order to alleviate some of the incredible suffering going on. I am with you all the way. God Bless all of the victims and families affected.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 13, 2018 Trump hefur þó kennt yfirvöldum í Kaliforníu um umfang eldanna. Hann lýsti því yfir um helgina að stjórnun á skóglendinu væri ábótavant og því hefðu eldarnir breiðst svo hratt út. Þá hefur hann hótað að stöðva fjárútlát til ríkisins í baráttu við eldana. Bandaríkin Donald Trump Skógareldar Tengdar fréttir Fangar vinna að slökkvistarfi í Kaliforníu Fangar í Butte-sýslu í Kaliforníu hafa aðstoðað slökkvilið við slökkvistarf við Camp-eldinn sem brunnið hefur undanfarna daga. Fangarnir fá einn dal á tímann fyrir starfið. 12. nóvember 2018 22:53 „Paradís er horfin“ Rex Stewart, íbúi í Paradís-bæ í norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum var á kúpunni þegar hann flutti í bæinn fyrir 40 árum. Hann er í sömu stöðu núna eftir að miklir skógareldar gjöreyðilögðu bæinn þar sem um 27 þúsund manns búa. 11. nóvember 2018 08:00 Tala látinna hækkar og yfir 200 manns saknað í Kaliforníu Yfirvöld í Kaliforníu segja nú að samtals 31 hafi látist af völdum kjarreldanna sem geisað hafa í ríkinu undanfarna daga. Þá er yfir 200 manns saknað. 12. nóvember 2018 07:41 Heimili Gerard Butler og Neil Young urðu eldunum að bráð Leikarinn Gerard Butler og tónlistarmennirnir Neil Young og Robin Thicke eru á meðal þeirra sem misst hafa heimili sín í hinum gríðarmiklu kjarreldum sem nú geisa í Kaliforníu. 12. nóvember 2018 08:19 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
42 eru nú látnir af völdum Camp-eldsins sem geisar í norðurhluta Kaliforníuríkis. Eldurinn er þar með orðinn sá mannskæðasti í sögu ríkisins. Kjarreldar í Kaliforníu hafa nú samtals dregið 44 til dauða síðustu daga. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi vegna hamfara í ríkinu. Camp-eldurinn hefur valdið gríðarlegri eyðileggingu en yfir sjö þúsund byggingar hafa orðið eldinum að bráð. Þá hefur bærinn Paradise brunnið til grunna og um 50 þúsund manns hafa neyðst til að flýja heimili sín þar sem eldurinn geisar. Þá logar Woolsey-eldurinn enn í grennd við Los Angeles og hafa tveir týnt lífi vegna hans. 57 þúsund mannvirki eru sögð í hættu vegna eldsvoðans. Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá því seint í gærkvöldi að hann hefði samþykkt að lýsa yfir neyðarástandi vegna hamfara í Kaliforníu. Ríkisstjóri Kaliforníu, Jerry Brown, lagði fram opinbera beiðni þess efnis en yfirlýsing neyðarástands tryggir frekari aðstoð frá alríkinu vegna eldanna. „[Ég] Vildi bregðast hratt við til að lina þær ótrúlegu þjáningar sem eru í gangi. Ég er með ykkur alla leið,“ skrifaði Trump.I just approved an expedited request for a Major Disaster Declaration for the State of California. Wanted to respond quickly in order to alleviate some of the incredible suffering going on. I am with you all the way. God Bless all of the victims and families affected.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 13, 2018 Trump hefur þó kennt yfirvöldum í Kaliforníu um umfang eldanna. Hann lýsti því yfir um helgina að stjórnun á skóglendinu væri ábótavant og því hefðu eldarnir breiðst svo hratt út. Þá hefur hann hótað að stöðva fjárútlát til ríkisins í baráttu við eldana.
Bandaríkin Donald Trump Skógareldar Tengdar fréttir Fangar vinna að slökkvistarfi í Kaliforníu Fangar í Butte-sýslu í Kaliforníu hafa aðstoðað slökkvilið við slökkvistarf við Camp-eldinn sem brunnið hefur undanfarna daga. Fangarnir fá einn dal á tímann fyrir starfið. 12. nóvember 2018 22:53 „Paradís er horfin“ Rex Stewart, íbúi í Paradís-bæ í norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum var á kúpunni þegar hann flutti í bæinn fyrir 40 árum. Hann er í sömu stöðu núna eftir að miklir skógareldar gjöreyðilögðu bæinn þar sem um 27 þúsund manns búa. 11. nóvember 2018 08:00 Tala látinna hækkar og yfir 200 manns saknað í Kaliforníu Yfirvöld í Kaliforníu segja nú að samtals 31 hafi látist af völdum kjarreldanna sem geisað hafa í ríkinu undanfarna daga. Þá er yfir 200 manns saknað. 12. nóvember 2018 07:41 Heimili Gerard Butler og Neil Young urðu eldunum að bráð Leikarinn Gerard Butler og tónlistarmennirnir Neil Young og Robin Thicke eru á meðal þeirra sem misst hafa heimili sín í hinum gríðarmiklu kjarreldum sem nú geisa í Kaliforníu. 12. nóvember 2018 08:19 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Fangar vinna að slökkvistarfi í Kaliforníu Fangar í Butte-sýslu í Kaliforníu hafa aðstoðað slökkvilið við slökkvistarf við Camp-eldinn sem brunnið hefur undanfarna daga. Fangarnir fá einn dal á tímann fyrir starfið. 12. nóvember 2018 22:53
„Paradís er horfin“ Rex Stewart, íbúi í Paradís-bæ í norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum var á kúpunni þegar hann flutti í bæinn fyrir 40 árum. Hann er í sömu stöðu núna eftir að miklir skógareldar gjöreyðilögðu bæinn þar sem um 27 þúsund manns búa. 11. nóvember 2018 08:00
Tala látinna hækkar og yfir 200 manns saknað í Kaliforníu Yfirvöld í Kaliforníu segja nú að samtals 31 hafi látist af völdum kjarreldanna sem geisað hafa í ríkinu undanfarna daga. Þá er yfir 200 manns saknað. 12. nóvember 2018 07:41
Heimili Gerard Butler og Neil Young urðu eldunum að bráð Leikarinn Gerard Butler og tónlistarmennirnir Neil Young og Robin Thicke eru á meðal þeirra sem misst hafa heimili sín í hinum gríðarmiklu kjarreldum sem nú geisa í Kaliforníu. 12. nóvember 2018 08:19