Ástandið grafalvarlegt í Austur-Kongó Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. nóvember 2018 06:45 Heilbrigðisstarfsfólk að störfum í Bunia í Austur-Kongó. Nordicphotos/AFP Mikil fjölgun greindra malaríutilfella í austurhluta Afríkuríkisins Austur-Kongó veldur miklum áhyggjum hjá starfsfólki Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Nú þegar standa WHO-liðar í ströngu við að berjast við skæðan ebólufaraldur á svæðinu, þann versta í sögu ríkisins og næstversta í sögu Afríku. Faraldurinn hefur kostað að minnsta kosti 236 manns lífið en alls er fjöldi staðfestra tilfella 365 samkvæmt WHO. Heilbrigðisráðuneyti Austur-Kongó segir tölurnar hærri, 240 og 419. Í þokkabót hafa árásir skæruliða, flóttamannastraumur og pólitískur óstöðugleiki torveldað hjálparstarf. „Þetta gerir það að verkum að ebólufaraldurinn er orðinn einn flóknasti og erfiðasti heilbrigðisvandi heims í seinni tíð.“ Staðan er þessi þrátt fyrir að þetta sé í fyrsta skipti, samkvæmt The New York Times, sem nýtt og heillavænlegt bóluefni og meðferð stendur til boða. Að því er kom fram í umfjöllun miðilsins er búist við að það muni taka að minnsta kosti hálft ár til viðbótar að ráða niðurlögum faraldursins vegna átaka á svæðinu. Búast má við því að æ fleiri malaríutilfelli bæti þá stöðu ekki. Samkvæmt stofnuninni er malaríufaraldurinn einfaldlega yfirþyrmandi fyrir starfsfólk sem reynir að berjast gegn ebólufaraldrinum. Sér í lagi þar sem fyrstu einkenni sjúkdómanna eru svipuð. Á um helmingi ebólumeðferðarstöðva hefur engin ebóla fundist, einungis malaría. Samkvæmt tilkynningu frá stofnuninni í gær er fjögurra daga herferð hafin í Beni þar sem til stendur að afhenda allt að 450.000 manns lyf og annan útbúnað sem mun hjálpa gegn malaríu. Annars vegar munu hjálparstarfsmenn dreifa moskítónetum til að fyrirbyggja smit og hins vegar veita sýktum meðferð við sjúkdómnum með lyfjagjöf. „Það er lykilatriði að koma böndum á malaríufaraldurinn á svæðinu þar sem sjúkdómurinn veldur miklum veikindum og dauða, sérstaklega á meðal barna,“ var haft eftir Yokouide Allarangar, yfirmanni starfs WHO í Austur-Kongó. Áður hafði verið greint frá því að óvenju mörg börn væru að greinast með ebólu á svæðinu. Um 25 milljónir malaríutilfella greindust í Austur-Kongó á síðasta ári, samkvæmt malaríuskýrslu WHO sem birt var fyrr á árinu. Aðeins í Nígeríu greindust fleiri með sjúkdóminn. Samkvæmt tilkynningu gærdagsins hefur malaríutilfellum í Norður-Kivufylki, þar sem ebólufaraldurinn er skæðastur, fjölgað áttfalt frá því í september ef miðað er við sama tíma í fyrra. „Þrátt fyrir bættar varnir gegn malaríu tekst Austur-Kongó enn á við skort á aðgengi að fyrirbyggjandi og læknandi þjónustu. Umhverfið veldur því í ofanálag að smithætta eykst. Skortur á fjármögnun, slakir innviðir og óöryggi hindra ríkið í því að ná að hjálpa öllum sem eru í smithættu,“ sagði í tilkynningu WHO. Afríka Austur-Kongó Birtist í Fréttablaðinu Hjálparstarf Nígería Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Fleiri fréttir Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Sjá meira
Mikil fjölgun greindra malaríutilfella í austurhluta Afríkuríkisins Austur-Kongó veldur miklum áhyggjum hjá starfsfólki Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Nú þegar standa WHO-liðar í ströngu við að berjast við skæðan ebólufaraldur á svæðinu, þann versta í sögu ríkisins og næstversta í sögu Afríku. Faraldurinn hefur kostað að minnsta kosti 236 manns lífið en alls er fjöldi staðfestra tilfella 365 samkvæmt WHO. Heilbrigðisráðuneyti Austur-Kongó segir tölurnar hærri, 240 og 419. Í þokkabót hafa árásir skæruliða, flóttamannastraumur og pólitískur óstöðugleiki torveldað hjálparstarf. „Þetta gerir það að verkum að ebólufaraldurinn er orðinn einn flóknasti og erfiðasti heilbrigðisvandi heims í seinni tíð.“ Staðan er þessi þrátt fyrir að þetta sé í fyrsta skipti, samkvæmt The New York Times, sem nýtt og heillavænlegt bóluefni og meðferð stendur til boða. Að því er kom fram í umfjöllun miðilsins er búist við að það muni taka að minnsta kosti hálft ár til viðbótar að ráða niðurlögum faraldursins vegna átaka á svæðinu. Búast má við því að æ fleiri malaríutilfelli bæti þá stöðu ekki. Samkvæmt stofnuninni er malaríufaraldurinn einfaldlega yfirþyrmandi fyrir starfsfólk sem reynir að berjast gegn ebólufaraldrinum. Sér í lagi þar sem fyrstu einkenni sjúkdómanna eru svipuð. Á um helmingi ebólumeðferðarstöðva hefur engin ebóla fundist, einungis malaría. Samkvæmt tilkynningu frá stofnuninni í gær er fjögurra daga herferð hafin í Beni þar sem til stendur að afhenda allt að 450.000 manns lyf og annan útbúnað sem mun hjálpa gegn malaríu. Annars vegar munu hjálparstarfsmenn dreifa moskítónetum til að fyrirbyggja smit og hins vegar veita sýktum meðferð við sjúkdómnum með lyfjagjöf. „Það er lykilatriði að koma böndum á malaríufaraldurinn á svæðinu þar sem sjúkdómurinn veldur miklum veikindum og dauða, sérstaklega á meðal barna,“ var haft eftir Yokouide Allarangar, yfirmanni starfs WHO í Austur-Kongó. Áður hafði verið greint frá því að óvenju mörg börn væru að greinast með ebólu á svæðinu. Um 25 milljónir malaríutilfella greindust í Austur-Kongó á síðasta ári, samkvæmt malaríuskýrslu WHO sem birt var fyrr á árinu. Aðeins í Nígeríu greindust fleiri með sjúkdóminn. Samkvæmt tilkynningu gærdagsins hefur malaríutilfellum í Norður-Kivufylki, þar sem ebólufaraldurinn er skæðastur, fjölgað áttfalt frá því í september ef miðað er við sama tíma í fyrra. „Þrátt fyrir bættar varnir gegn malaríu tekst Austur-Kongó enn á við skort á aðgengi að fyrirbyggjandi og læknandi þjónustu. Umhverfið veldur því í ofanálag að smithætta eykst. Skortur á fjármögnun, slakir innviðir og óöryggi hindra ríkið í því að ná að hjálpa öllum sem eru í smithættu,“ sagði í tilkynningu WHO.
Afríka Austur-Kongó Birtist í Fréttablaðinu Hjálparstarf Nígería Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Fleiri fréttir Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent