Taumlaus óbeit Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 26. nóvember 2018 07:00 Íslenskir stjórnmálamenn telja sig ekki alltaf þurfa að taka yfirvegaða afstöðu til einstakra mála. Sumir þykjast vita fyrirfram hvað er á ferð. Brúnaþungir og ábúðarfullir fara þeir umsvifalaust að gaspra út í loftið um hvað muni bíða þjóðarinnar verði málið sem þeir leggjast gegn samþykkt á þingi. Gagnrýnin á þriðja orkupakka Evrópusambandsins hefur verið á þennan veg. Svo harðvítugar deilur eru einkennilegar í máli þar sem auðvelt ætti að vera að kynna sér staðreyndir. Margir hafa alls engan áhuga á því og stunda upphrópanir um að verið sé að afsala sér forræði yfir auðlindinni og telja fullveldisafsal blasa við. Ekki kemur á óvart að þeir stjórnmálamenn sem hæst tala á þessum nótum tilheyra Miðflokki, Framsóknarflokki og afturhaldssamasta armi Sjálfstæðisflokksins. Þeir virðast fyrst og fremst reknir áfram af blindri andúð á Evrópusambandinu og hafa takmarkaðan áhuga á að kynna sér staðreyndir málsins. Sjálfir telja þeir sig búa yfir fyrirfram vitneskju sem kallar ekki á neinar efasemdir í huga þeirra. Í húsi stærsta flokks þjóðarinnar, Sjálfstæðisflokksins, eru þó blessunarlega margar vistarverur og í sumum þeirra er meira um skynsemi en í öðrum. Á dögunum steig fram Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra iðnaðarmála, og sagði málflutning andstæðinga þriðja orkupakkans beinlínis fjarstæðukenndan. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur tilkynnt að vegna gagnrýnisradda ætli ríkisstjórnin að fresta því fram á vor að leggja fram frumvarp um þriðja orkupakkann. Hugsanlega er þetta gert í von um að hinir herskáu andstæðingar róist og geti rætt málið á vitsmunalegum nótum, og jafnvel tekið mark á orðum færustu sérfræðinga. Ekkert bendir þó sérstaklega til þess að svo verði. Hörðustu andstæðingar þriðja orkupakkans hafa lítið annað með sér í málflutningi sínum en taumlausa óbeit á Evrópusambandinu og EES-samningnum. Þeim er nákvæmlega sama um álit þeirra sem hafa kynnt sér málið og taka ekki mark á niðurstöðum sérfræðinga, sem koma úr ólíkum áttum, og segja hinn nýja orkupakka ekki fela í sér eðlisbreytingu frá fyrri orkupökkum. Stjórnmálamenn geta haft alls konar skoðanir á Evrópusambandinu og hinum ýmsu löggjöfum þess, en þeir mega ekki missa slíka stjórn á sér að þeir sjái þar fjandann sjálfan í hverju horni og líti á EES-samninginn sem svikaplagg sem umsvifalaust ber að segja sig frá. EES-samningurinn hefur dugað þjóðinni ákaflega vel og það er ástæða til að standa vörð um hann. Þegar umræða um þriðja orkupakkann hefst af fullum þunga næsta vor verða þeir þingmenn stjórnarandstöðu sem búa yfir ábyrgðarkennd – sem þeir gera ekki allir – að styðja málið. Það kemur í hlut þeirra að taka sér stöðu við hlið ríkisstjórnarinnar og mótmæla málflutningi afturhaldsafla sem kæra sig ekki um að framfylgja alþjóðasamningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Íslenskir stjórnmálamenn telja sig ekki alltaf þurfa að taka yfirvegaða afstöðu til einstakra mála. Sumir þykjast vita fyrirfram hvað er á ferð. Brúnaþungir og ábúðarfullir fara þeir umsvifalaust að gaspra út í loftið um hvað muni bíða þjóðarinnar verði málið sem þeir leggjast gegn samþykkt á þingi. Gagnrýnin á þriðja orkupakka Evrópusambandsins hefur verið á þennan veg. Svo harðvítugar deilur eru einkennilegar í máli þar sem auðvelt ætti að vera að kynna sér staðreyndir. Margir hafa alls engan áhuga á því og stunda upphrópanir um að verið sé að afsala sér forræði yfir auðlindinni og telja fullveldisafsal blasa við. Ekki kemur á óvart að þeir stjórnmálamenn sem hæst tala á þessum nótum tilheyra Miðflokki, Framsóknarflokki og afturhaldssamasta armi Sjálfstæðisflokksins. Þeir virðast fyrst og fremst reknir áfram af blindri andúð á Evrópusambandinu og hafa takmarkaðan áhuga á að kynna sér staðreyndir málsins. Sjálfir telja þeir sig búa yfir fyrirfram vitneskju sem kallar ekki á neinar efasemdir í huga þeirra. Í húsi stærsta flokks þjóðarinnar, Sjálfstæðisflokksins, eru þó blessunarlega margar vistarverur og í sumum þeirra er meira um skynsemi en í öðrum. Á dögunum steig fram Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra iðnaðarmála, og sagði málflutning andstæðinga þriðja orkupakkans beinlínis fjarstæðukenndan. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur tilkynnt að vegna gagnrýnisradda ætli ríkisstjórnin að fresta því fram á vor að leggja fram frumvarp um þriðja orkupakkann. Hugsanlega er þetta gert í von um að hinir herskáu andstæðingar róist og geti rætt málið á vitsmunalegum nótum, og jafnvel tekið mark á orðum færustu sérfræðinga. Ekkert bendir þó sérstaklega til þess að svo verði. Hörðustu andstæðingar þriðja orkupakkans hafa lítið annað með sér í málflutningi sínum en taumlausa óbeit á Evrópusambandinu og EES-samningnum. Þeim er nákvæmlega sama um álit þeirra sem hafa kynnt sér málið og taka ekki mark á niðurstöðum sérfræðinga, sem koma úr ólíkum áttum, og segja hinn nýja orkupakka ekki fela í sér eðlisbreytingu frá fyrri orkupökkum. Stjórnmálamenn geta haft alls konar skoðanir á Evrópusambandinu og hinum ýmsu löggjöfum þess, en þeir mega ekki missa slíka stjórn á sér að þeir sjái þar fjandann sjálfan í hverju horni og líti á EES-samninginn sem svikaplagg sem umsvifalaust ber að segja sig frá. EES-samningurinn hefur dugað þjóðinni ákaflega vel og það er ástæða til að standa vörð um hann. Þegar umræða um þriðja orkupakkann hefst af fullum þunga næsta vor verða þeir þingmenn stjórnarandstöðu sem búa yfir ábyrgðarkennd – sem þeir gera ekki allir – að styðja málið. Það kemur í hlut þeirra að taka sér stöðu við hlið ríkisstjórnarinnar og mótmæla málflutningi afturhaldsafla sem kæra sig ekki um að framfylgja alþjóðasamningum.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun