Eyðing frumskógarins ekki meiri í tíu ár Andri Eysteinsson skrifar 24. nóvember 2018 10:39 Amasónfrumskógurinn hefur verið kallaður lungu jarðar. Getty/ Per-Anders Pettersson Eyðing Amasónfrumskógarins hefur ekki verið meiri í tíu ár samkvæmt opinberum gögnum brasilískra yfirvalda. BBC greinir frá.Um 7.900 ferkílómetrar Amasónfrumskógarins voru ruddir á tímabilinu milli ágúst mánaðar ársins 2017 og júlí ársins 2018. Aukningin nemur 13.7% frá árinu áður. Tölurnar valda brasilískum umhverfisverndarsinnum áhyggjum, ekki síst vegna skoðana nýkjörins forseta Brasilíu, Jair Bolsonaro.Jair Bolsonaro, verðandi forseti Brasilíu er ekki mikill stuðningsmaður verndunar Amasónskógarins.EPA/Joedson AlvesSegir ástæðuna ólöglegt skógarhögg Bolsonaro, sem var kjörinn forseti í lok október og tekur við embættinu á nýju ári, sagði í kosningabaráttu sinni að sektir vegna skógareyðingar yrðu minnkaðar og hugðist draga úr áhrifum umhverfisverndarsamtaka í landinu. Annað kosningaloforð Bolsonaro var að sameina landbúnaðar og umhverfisráðuneytin. Talið er að sú aðgerð geti haft slæm áhrif á Amasónregnskóginn. Umhverfisráðherra Brasilíu, Edson Duarte segir aukninguna stafa af ólöglegu skógarhöggi í skóginum og hvatti til hertra aðgerða gegn slíkri skipulagðri glæpastarfsemi. Mest hefur skógareyðingin verið í héruðunum Mato Grosso og Pará.28.000 km2 eytt árið 2004 Þrátt fyrir þessa miklu eyðingu skógarins á árinu, þá mestu í 10 ár, hefur mikill árangur náðst í að leggja hömlur á þessa iðju. Árið 2004 var yfir 28.000 ferkílómetrum, svæði á stærð við Haítí, eytt í Amasónfrumskóginum. Brasilía Loftslagsmál Suður-Ameríka Umhverfismál Tengdar fréttir Fórna náttúruverndarsvæði í Amason fyrir gullvinnslu Þingmaður kallar áform brasilískra stjórnvalda um að opna svæði á stærð við Danmörku fyrir námuvinnslu stærstu árásina á Amasonfrumskóginn í hálfa öld. 24. ágúst 2017 12:12 Dregur úr eyðingu skóga Amason Nýlegar skoðanir á regnskógum Amason sýna að dregið hefur úr eyðing skóganna um 25 prósent. Forseti Brasilíu, Luiz Inacio Lula da Silva, fangar þessu og segir að með viðsnúningi þessum sé andrúmloft jarðar laust við miljónir tonna af gróðurhúsalofttegundum. 14. ágúst 2007 18:15 Rafmagnið ofar regnskóginum Belo Monte, þriðja stærsta vatnsaflsvirkjun heims, er á teikniborði stjórnvalda í Brasilíu. Verkefnið er gagnrýnt úr öllum heimshlutum. Undir mannvirkið fer risastór hluti Amason-regnskógarins og þúsundir frumbyggja missa land sitt undir vatn. Framtíð þeirra er umlukin óvissu sem og þúsunda dýrategunda sem fullyrt er að deyi út við missi heimkynna sinna. 5. september 2013 13:46 Regnskógar við Amason hverfa hratt Regnskógarnir við Amasonfljótið minnka nú hraðar en nokkru sinni fyrr. Frá ágúst 2003 til sama mánaðar árið 2004 voru alls 26 þúsund ferkílómetrar af skóglendi höggnir niður. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá ríkisstjórn Brasilíu. Alls er nú búið að höggva fimmtung af öllu skóglendi við fljótið. 19. maí 2005 00:01 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Eyðing Amasónfrumskógarins hefur ekki verið meiri í tíu ár samkvæmt opinberum gögnum brasilískra yfirvalda. BBC greinir frá.Um 7.900 ferkílómetrar Amasónfrumskógarins voru ruddir á tímabilinu milli ágúst mánaðar ársins 2017 og júlí ársins 2018. Aukningin nemur 13.7% frá árinu áður. Tölurnar valda brasilískum umhverfisverndarsinnum áhyggjum, ekki síst vegna skoðana nýkjörins forseta Brasilíu, Jair Bolsonaro.Jair Bolsonaro, verðandi forseti Brasilíu er ekki mikill stuðningsmaður verndunar Amasónskógarins.EPA/Joedson AlvesSegir ástæðuna ólöglegt skógarhögg Bolsonaro, sem var kjörinn forseti í lok október og tekur við embættinu á nýju ári, sagði í kosningabaráttu sinni að sektir vegna skógareyðingar yrðu minnkaðar og hugðist draga úr áhrifum umhverfisverndarsamtaka í landinu. Annað kosningaloforð Bolsonaro var að sameina landbúnaðar og umhverfisráðuneytin. Talið er að sú aðgerð geti haft slæm áhrif á Amasónregnskóginn. Umhverfisráðherra Brasilíu, Edson Duarte segir aukninguna stafa af ólöglegu skógarhöggi í skóginum og hvatti til hertra aðgerða gegn slíkri skipulagðri glæpastarfsemi. Mest hefur skógareyðingin verið í héruðunum Mato Grosso og Pará.28.000 km2 eytt árið 2004 Þrátt fyrir þessa miklu eyðingu skógarins á árinu, þá mestu í 10 ár, hefur mikill árangur náðst í að leggja hömlur á þessa iðju. Árið 2004 var yfir 28.000 ferkílómetrum, svæði á stærð við Haítí, eytt í Amasónfrumskóginum.
Brasilía Loftslagsmál Suður-Ameríka Umhverfismál Tengdar fréttir Fórna náttúruverndarsvæði í Amason fyrir gullvinnslu Þingmaður kallar áform brasilískra stjórnvalda um að opna svæði á stærð við Danmörku fyrir námuvinnslu stærstu árásina á Amasonfrumskóginn í hálfa öld. 24. ágúst 2017 12:12 Dregur úr eyðingu skóga Amason Nýlegar skoðanir á regnskógum Amason sýna að dregið hefur úr eyðing skóganna um 25 prósent. Forseti Brasilíu, Luiz Inacio Lula da Silva, fangar þessu og segir að með viðsnúningi þessum sé andrúmloft jarðar laust við miljónir tonna af gróðurhúsalofttegundum. 14. ágúst 2007 18:15 Rafmagnið ofar regnskóginum Belo Monte, þriðja stærsta vatnsaflsvirkjun heims, er á teikniborði stjórnvalda í Brasilíu. Verkefnið er gagnrýnt úr öllum heimshlutum. Undir mannvirkið fer risastór hluti Amason-regnskógarins og þúsundir frumbyggja missa land sitt undir vatn. Framtíð þeirra er umlukin óvissu sem og þúsunda dýrategunda sem fullyrt er að deyi út við missi heimkynna sinna. 5. september 2013 13:46 Regnskógar við Amason hverfa hratt Regnskógarnir við Amasonfljótið minnka nú hraðar en nokkru sinni fyrr. Frá ágúst 2003 til sama mánaðar árið 2004 voru alls 26 þúsund ferkílómetrar af skóglendi höggnir niður. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá ríkisstjórn Brasilíu. Alls er nú búið að höggva fimmtung af öllu skóglendi við fljótið. 19. maí 2005 00:01 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Fórna náttúruverndarsvæði í Amason fyrir gullvinnslu Þingmaður kallar áform brasilískra stjórnvalda um að opna svæði á stærð við Danmörku fyrir námuvinnslu stærstu árásina á Amasonfrumskóginn í hálfa öld. 24. ágúst 2017 12:12
Dregur úr eyðingu skóga Amason Nýlegar skoðanir á regnskógum Amason sýna að dregið hefur úr eyðing skóganna um 25 prósent. Forseti Brasilíu, Luiz Inacio Lula da Silva, fangar þessu og segir að með viðsnúningi þessum sé andrúmloft jarðar laust við miljónir tonna af gróðurhúsalofttegundum. 14. ágúst 2007 18:15
Rafmagnið ofar regnskóginum Belo Monte, þriðja stærsta vatnsaflsvirkjun heims, er á teikniborði stjórnvalda í Brasilíu. Verkefnið er gagnrýnt úr öllum heimshlutum. Undir mannvirkið fer risastór hluti Amason-regnskógarins og þúsundir frumbyggja missa land sitt undir vatn. Framtíð þeirra er umlukin óvissu sem og þúsunda dýrategunda sem fullyrt er að deyi út við missi heimkynna sinna. 5. september 2013 13:46
Regnskógar við Amason hverfa hratt Regnskógarnir við Amasonfljótið minnka nú hraðar en nokkru sinni fyrr. Frá ágúst 2003 til sama mánaðar árið 2004 voru alls 26 þúsund ferkílómetrar af skóglendi höggnir niður. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá ríkisstjórn Brasilíu. Alls er nú búið að höggva fimmtung af öllu skóglendi við fljótið. 19. maí 2005 00:01