Rússneskur ríkisfjölmiðill braut hlutleysisreglur í umfjöllun um Skrípal Kjartan Kjartansson skrifar 20. desember 2018 12:22 RT er fjármagnað af rússneska ríkinu og þykir hafa slagsíðu í umfjöllun sem tengist hagsmunum Rússlands. Vísir/Getty Fjölmiðlanefnd Bretlands (Ofcom) hefur komist að þeirri niðurstöðu að rússneska sjónvarpsstöðin RT hafi brotið hlutleysisreglur sjö sinnum á sex vikum þegar hún fjallaði um taugeiturstilræði gegn rússneskum fyrrverandi njósnara í bænum Salisbury í vor, Sýrland og Úkraínu. RT er fjármagnað af rússneska ríkinu og sendir út fréttir og umræðuþætti um heimsmál út frá rússnesku sjónarhorni. Gagnrýnendur stöðvarinnar halda því fram að hún sé lítið annað en áróðurstæki fyrir rússnesk stjórnvöld.Ofcom telur í úrskurði sínum að umfjöllun miðilsins í mars og apríl, í kjölfar taugaeiturstilræðisins gegn Sergei Skrípal og dóttur hans Júlíu, hafi verið alvarlegt brot á breskum útvarpsreglum. Markmið stöðvarinnar sé að koma með annað sjónarhorn á fréttir, ekki síst þær sem tengjast Rússlandi. Stöðin hefði viðurkennt að það þýddi ekki að hún ætti að segja frá rússneskum sjónarmiðum eins og þau væru þau einu sem til væru. Nefndin hefur tilkynnt RT að hún íhugi að beita fyrirtækið refsingu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hún hefur heimildir til að þvinga fjölmiðla til að birta úrskurði sína og jafnvel til að afturkalla útsendingaleyfi.Greindu ekki nægilega frá andstæðum sjónarmiðum Bresk stjórnvöld hafa sakað ríkisstjórn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta um að hafa staðið að baki tilræðinu gegn Skrípal-feðginunum í Salisbury í mars. Því hafa Rússar neitað harðlega. Önnur vestræn ríki hafa stutt ásakanir Breta. Úrskurður Ofcom varðar meðal annars tvö tilfelli þar sem Skrípaltilræðið var rætt, þar á meðal í umræðuþættinum Spútnik sem George Galloway, breskur fyrrverandi þingmaður, stýrði. Þar ræddi Galloway við fyrrverandi ráðgjafa Kremlarstjórnar um hversu ólíklegt þeir teldu að Pútín forseti hefði skipað fyrir um morð á Skrípal. Í hinum tilfellunum var fjallað um afstöðu úkraínskra stjórnvalda til nasismans og meðferð hennar á rómafólki annars vegar og átökin í Sýrlandi hins vegar. Ofcom taldi að RT hefði ekki greint nægilega frá andmælum við gagnrýni á úkraínsk stjórnvöld og hefði fjallað einhliða um málefni Sýrlands. Fulltrúar RT segjast vonsviknir með niðurstöðu Ofcom og þeir ætli að ákveða næstu skref bráðlega. Gagnrýndu þeir nefndina fyrir að taka ekki nægilegt tillit til andmæla þeirra. Í andsvörum sínum til nefndarinnar færðu þeir meðal annars rök fyrir því að áhorfendur sínir fengju að heyra rússnesk sjónarmið „ósíuð af bresku útvarpi“ þegar kæmi að málum sem tengdust ágreiningi á milli breskra og rússneskra stjórnvalda.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá einn af þáttunum sem Ofcom taldi að hefði brotið gegn reglum um hlutleysi. Bretland Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira
Fjölmiðlanefnd Bretlands (Ofcom) hefur komist að þeirri niðurstöðu að rússneska sjónvarpsstöðin RT hafi brotið hlutleysisreglur sjö sinnum á sex vikum þegar hún fjallaði um taugeiturstilræði gegn rússneskum fyrrverandi njósnara í bænum Salisbury í vor, Sýrland og Úkraínu. RT er fjármagnað af rússneska ríkinu og sendir út fréttir og umræðuþætti um heimsmál út frá rússnesku sjónarhorni. Gagnrýnendur stöðvarinnar halda því fram að hún sé lítið annað en áróðurstæki fyrir rússnesk stjórnvöld.Ofcom telur í úrskurði sínum að umfjöllun miðilsins í mars og apríl, í kjölfar taugaeiturstilræðisins gegn Sergei Skrípal og dóttur hans Júlíu, hafi verið alvarlegt brot á breskum útvarpsreglum. Markmið stöðvarinnar sé að koma með annað sjónarhorn á fréttir, ekki síst þær sem tengjast Rússlandi. Stöðin hefði viðurkennt að það þýddi ekki að hún ætti að segja frá rússneskum sjónarmiðum eins og þau væru þau einu sem til væru. Nefndin hefur tilkynnt RT að hún íhugi að beita fyrirtækið refsingu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hún hefur heimildir til að þvinga fjölmiðla til að birta úrskurði sína og jafnvel til að afturkalla útsendingaleyfi.Greindu ekki nægilega frá andstæðum sjónarmiðum Bresk stjórnvöld hafa sakað ríkisstjórn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta um að hafa staðið að baki tilræðinu gegn Skrípal-feðginunum í Salisbury í mars. Því hafa Rússar neitað harðlega. Önnur vestræn ríki hafa stutt ásakanir Breta. Úrskurður Ofcom varðar meðal annars tvö tilfelli þar sem Skrípaltilræðið var rætt, þar á meðal í umræðuþættinum Spútnik sem George Galloway, breskur fyrrverandi þingmaður, stýrði. Þar ræddi Galloway við fyrrverandi ráðgjafa Kremlarstjórnar um hversu ólíklegt þeir teldu að Pútín forseti hefði skipað fyrir um morð á Skrípal. Í hinum tilfellunum var fjallað um afstöðu úkraínskra stjórnvalda til nasismans og meðferð hennar á rómafólki annars vegar og átökin í Sýrlandi hins vegar. Ofcom taldi að RT hefði ekki greint nægilega frá andmælum við gagnrýni á úkraínsk stjórnvöld og hefði fjallað einhliða um málefni Sýrlands. Fulltrúar RT segjast vonsviknir með niðurstöðu Ofcom og þeir ætli að ákveða næstu skref bráðlega. Gagnrýndu þeir nefndina fyrir að taka ekki nægilegt tillit til andmæla þeirra. Í andsvörum sínum til nefndarinnar færðu þeir meðal annars rök fyrir því að áhorfendur sínir fengju að heyra rússnesk sjónarmið „ósíuð af bresku útvarpi“ þegar kæmi að málum sem tengdust ágreiningi á milli breskra og rússneskra stjórnvalda.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá einn af þáttunum sem Ofcom taldi að hefði brotið gegn reglum um hlutleysi.
Bretland Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira