Sanders biðst afsökunar á áreitni gegn konum innan framboðsins Kjartan Kjartansson skrifar 11. janúar 2019 08:47 Hillary Clinton og Bernie Sanders öttu kappi í forkosningum Demókrata fyrir forsetakosningarnar 2016. Vísir/Getty Ásakanir kvenna sem störfuðu fyrir forsetaframboð Bernie Sanders í Bandaríkjunum árið 2016 um kynferðislega áreitni og slæleg viðbrögð framboðsins við henni hafa fengið öldungadeildarþingmanninn til þess að biðja þær afsökunar. Sanders hefur enn ekki tekið af skarið um hvort hann býður sig fram aftur árið 2020. New York Times hefur fjallað um ásakanir kvenna um að háttsettir karlar innan framboðsins hafi áreitt þær eða hegðað sér á óviðeigandi hátt á meðan á forsetaframboði Sanders stóð. Sumar þeirra hafa lýst menningu kynferðislegrar áreitni þar. Politico sagði frá því í vikunni að aðstoðarstjórnandi framboðsins hafi kysst ungan undirmann sinn nauðugan árið 2016. „Til kvennanna í framboðinu okkar sem voru áreittar eða sem komið var illa fram við, þakka ykkur fyrir, frá hjartarótunum mínu, að segja frá. Ég biðst fyrirgefningar,“ tísti Sanders í gær. Upphafleg viðbrögð Sanders við ásökunum kvennanna voru ekki eins skýr. Hann var gagnrýndur fyrir að segjast hafa verið „aðeins of upptekinn að fara um landið og tala máli forsetaframboðsins“ og hafa ekki vitað af ásökununum. To the women on my 2016 campaign who were harassed or mistreated, thank you, from the bottom of my heart, for speaking out. I apologize. We can't just talk about ending sexism and discrimination. It must be a reality in our daily lives. That was clearly not the case in 2016. pic.twitter.com/eJtCAGjHZu— Bernie Sanders (@BernieSanders) January 10, 2019 Bandaríkin MeToo Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Ásakanir kvenna sem störfuðu fyrir forsetaframboð Bernie Sanders í Bandaríkjunum árið 2016 um kynferðislega áreitni og slæleg viðbrögð framboðsins við henni hafa fengið öldungadeildarþingmanninn til þess að biðja þær afsökunar. Sanders hefur enn ekki tekið af skarið um hvort hann býður sig fram aftur árið 2020. New York Times hefur fjallað um ásakanir kvenna um að háttsettir karlar innan framboðsins hafi áreitt þær eða hegðað sér á óviðeigandi hátt á meðan á forsetaframboði Sanders stóð. Sumar þeirra hafa lýst menningu kynferðislegrar áreitni þar. Politico sagði frá því í vikunni að aðstoðarstjórnandi framboðsins hafi kysst ungan undirmann sinn nauðugan árið 2016. „Til kvennanna í framboðinu okkar sem voru áreittar eða sem komið var illa fram við, þakka ykkur fyrir, frá hjartarótunum mínu, að segja frá. Ég biðst fyrirgefningar,“ tísti Sanders í gær. Upphafleg viðbrögð Sanders við ásökunum kvennanna voru ekki eins skýr. Hann var gagnrýndur fyrir að segjast hafa verið „aðeins of upptekinn að fara um landið og tala máli forsetaframboðsins“ og hafa ekki vitað af ásökununum. To the women on my 2016 campaign who were harassed or mistreated, thank you, from the bottom of my heart, for speaking out. I apologize. We can't just talk about ending sexism and discrimination. It must be a reality in our daily lives. That was clearly not the case in 2016. pic.twitter.com/eJtCAGjHZu— Bernie Sanders (@BernieSanders) January 10, 2019
Bandaríkin MeToo Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira