Fyrirgefningin Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 26. janúar 2019 08:00 Þess verður ekki sérlega vart að Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, sem hæst höfðu á Klausturbar iðrist gjörða sinna einlæglega. Þeir tala vissulega mikið um iðrun en um leið eru þeir stöðugt að vísa í sekt annarra. Þannig átti að þeirra eigin sögn fólska forseta þingsins, Steingríms J. Sigfússonar, í þeirra garð og annarra Klaustursmanna, stóran þátt í að þeir ákváðu að hraða sér aftur á þing í trássi við vilja þjóðarinnar. Þeim hefur einnig orðið tíðrætt um ólögmæta upptöku á klámtali þeirra á Klausturbar og gremja þeirra í garð Báru Halldórsdóttur er augljós. Heiftin Miðflokksmanna í hennar garð var reyndar svo mikil að þeir vildu draga hana fyrir dóm fyrir að hafa hljóðritað samtal þeirra og gáfu jafnvel í skyn að hún væri handbendi pólitískra andstæðinga þeirra. Klaustursþingmennirnir hafa frá upphafi neitað að horfast í augu við það að lögmæti eða ólögmæti upptökunnar skiptir þjóðina engu. Orðin skelfilegu sem þingmennirnir viðhöfðu skipta öllu. Þingmenn eru kjörnir fulltrúar þjóðarinnar og hætta ekki að vera það á barnum. Vilji þjóðarinnar skiptir Klaustursþingmenn litlu máli. Þeir hamra á því að þeir sitji í umboði kjósenda, jafnvel þótt sá hópur sé afar ósáttur við framkomu þeirra. Það skiptir máli hvernig þingmaður hegðar sér á kjörtímabili og þegar hann hefur fyrirgert öllu trausti þá verður hann að íhuga hvort ekki sé farsælast fyrir flokk, þing og þjóð að hann víki. Slík hugsun virðist ekki hafa hvarflað að Bergþóri og Gunnari Braga. Þeir ætla að sitja sem fastast á þingi og treysta á að í næstu kosningum sé þjóðin búin að gleyma framferði þeirra. Báðir þingmenn hafa talað um fyrirgefninguna og mikilvægi hennar. Bergþór sagði í Kastljósþætti að fyrirgefning stækki þann sem hana veiti og þann sem við henni taki. Þetta hljómar ágætlega, en samt er rétt að staldra við þessi orð og setja þau í samhengi við viðbrögð þeirra félaga og annarra Klaustursþingmanna. Klaustursþingmönnunum hefur einfaldlega reynst ófært að sýna iðrun í verki. Bergþór og Gunnar Bragi fóru í frí þar sem þeir voru í felum og létu ekki ná í sig. Síðan sneru þeir aftur á vinnustaðinn, nánast eins og ekkert hefði í skorist. Vissulega fóru þeir með iðrunarorð í fjölmiðlaviðtölum sem þeir mættu í. En um leið var engin sérstök sannfæring í þeim orðum, undirliggjandi gremja var afar áberandi. Ef rýnt er í skýringar þeirra má greina að verst þykir þeim að upp um þá komst og þeim virðist ómögulegt að sætta sig við það. Þeir benda síðan í allar áttir, á Steingrím J. Sigfússon sem á að vera með þá í einelti, á Báru Halldórsdóttur sem þeir telja afar forherta og þeim virðist ómögulegt að fyrirgefa Lilju Alfreðsdóttur fyrir að vilja ekki fyrirgefa þeim. Í stað þess að tala eins og þeir eigi rétt á fyrirgefningu og benda í ýmsar áttir ættu þingmennirnir að átta sig á því að staða þeirra er þannig að þeir eiga ekki að hafa dagskrárvald í íslensku samfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Þess verður ekki sérlega vart að Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, sem hæst höfðu á Klausturbar iðrist gjörða sinna einlæglega. Þeir tala vissulega mikið um iðrun en um leið eru þeir stöðugt að vísa í sekt annarra. Þannig átti að þeirra eigin sögn fólska forseta þingsins, Steingríms J. Sigfússonar, í þeirra garð og annarra Klaustursmanna, stóran þátt í að þeir ákváðu að hraða sér aftur á þing í trássi við vilja þjóðarinnar. Þeim hefur einnig orðið tíðrætt um ólögmæta upptöku á klámtali þeirra á Klausturbar og gremja þeirra í garð Báru Halldórsdóttur er augljós. Heiftin Miðflokksmanna í hennar garð var reyndar svo mikil að þeir vildu draga hana fyrir dóm fyrir að hafa hljóðritað samtal þeirra og gáfu jafnvel í skyn að hún væri handbendi pólitískra andstæðinga þeirra. Klaustursþingmennirnir hafa frá upphafi neitað að horfast í augu við það að lögmæti eða ólögmæti upptökunnar skiptir þjóðina engu. Orðin skelfilegu sem þingmennirnir viðhöfðu skipta öllu. Þingmenn eru kjörnir fulltrúar þjóðarinnar og hætta ekki að vera það á barnum. Vilji þjóðarinnar skiptir Klaustursþingmenn litlu máli. Þeir hamra á því að þeir sitji í umboði kjósenda, jafnvel þótt sá hópur sé afar ósáttur við framkomu þeirra. Það skiptir máli hvernig þingmaður hegðar sér á kjörtímabili og þegar hann hefur fyrirgert öllu trausti þá verður hann að íhuga hvort ekki sé farsælast fyrir flokk, þing og þjóð að hann víki. Slík hugsun virðist ekki hafa hvarflað að Bergþóri og Gunnari Braga. Þeir ætla að sitja sem fastast á þingi og treysta á að í næstu kosningum sé þjóðin búin að gleyma framferði þeirra. Báðir þingmenn hafa talað um fyrirgefninguna og mikilvægi hennar. Bergþór sagði í Kastljósþætti að fyrirgefning stækki þann sem hana veiti og þann sem við henni taki. Þetta hljómar ágætlega, en samt er rétt að staldra við þessi orð og setja þau í samhengi við viðbrögð þeirra félaga og annarra Klaustursþingmanna. Klaustursþingmönnunum hefur einfaldlega reynst ófært að sýna iðrun í verki. Bergþór og Gunnar Bragi fóru í frí þar sem þeir voru í felum og létu ekki ná í sig. Síðan sneru þeir aftur á vinnustaðinn, nánast eins og ekkert hefði í skorist. Vissulega fóru þeir með iðrunarorð í fjölmiðlaviðtölum sem þeir mættu í. En um leið var engin sérstök sannfæring í þeim orðum, undirliggjandi gremja var afar áberandi. Ef rýnt er í skýringar þeirra má greina að verst þykir þeim að upp um þá komst og þeim virðist ómögulegt að sætta sig við það. Þeir benda síðan í allar áttir, á Steingrím J. Sigfússon sem á að vera með þá í einelti, á Báru Halldórsdóttur sem þeir telja afar forherta og þeim virðist ómögulegt að fyrirgefa Lilju Alfreðsdóttur fyrir að vilja ekki fyrirgefa þeim. Í stað þess að tala eins og þeir eigi rétt á fyrirgefningu og benda í ýmsar áttir ættu þingmennirnir að átta sig á því að staða þeirra er þannig að þeir eiga ekki að hafa dagskrárvald í íslensku samfélagi.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun