Mike Ashley vill kaupa plötuverslunarkeðjuna HMV Kristinn Ingi Jónsson skrifar 23. janúar 2019 08:00 Mike Ashley, eigandi íþróttavörukeðjunnar Sports Direct. Nordicphotos/Getty Breski kaupsýslumaðurinn Mike Ashley, eigandi Sports Direct, hefur gert tilboð í bresku hljómplötuverslunarkeðjuna HMV sem fór í gjaldþrot í síðasta mánuði. Þetta herma heimildir Financial Times. Ashley, sem hefur látið til sín taka á breskum smásölumarkaði undanfarin misseri, er sagður hafa verið einn „nokkurra“ fjárfesta sem gerðu kauptilboð í HMV. Skiptastjóri á vegum KPMG tók við rekstri keðjunnar, sem rekur um 125 verslanir víða í Bretlandi, í kjölfar þess að hún var tekin til gjaldþrotaskipta í desember. Um tvö þúsund manns starfa hjá HMV. Í frétt Financial Times er bent á að Ashley, sem á jafnframt knattspyrnufélagið Newcastle United, hafi á undanförnum sex mánuðum eignast keðjurnar House of Fraser og Evans Cycles í kjölfar þess að þær fóru í þrot. Jafnframt fer Sports Direct með hlut í tískukeðjunum French Connection og Debenhams. Samkvæmt heimildum Sky News hefur Ashley átt í viðræðum við helstu viðskiptavini og birgja HMV á síðustu tveimur vikum og rætt þar áhuga sinn á því að eignast plötuverslunarkeðjuna. Ekki liggur fyrir hvort eignarhaldið á keðjunni, ef tilboð Ashleys verður samþykkt, verði í gegnum Sports Direct eða annað félag á hans vegum. Keðjan hefur tvisvar sinnum verið tekin til gjaldþrotaskipta á undanförnum sex árum en rekstrarumhverfi hennar hefur versnað hratt á tímabilinu, sér í lagi eftir að streymisveitur hófu að selja aðgang að tónlist á netinu. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Tónlist Mest lesið AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Breski kaupsýslumaðurinn Mike Ashley, eigandi Sports Direct, hefur gert tilboð í bresku hljómplötuverslunarkeðjuna HMV sem fór í gjaldþrot í síðasta mánuði. Þetta herma heimildir Financial Times. Ashley, sem hefur látið til sín taka á breskum smásölumarkaði undanfarin misseri, er sagður hafa verið einn „nokkurra“ fjárfesta sem gerðu kauptilboð í HMV. Skiptastjóri á vegum KPMG tók við rekstri keðjunnar, sem rekur um 125 verslanir víða í Bretlandi, í kjölfar þess að hún var tekin til gjaldþrotaskipta í desember. Um tvö þúsund manns starfa hjá HMV. Í frétt Financial Times er bent á að Ashley, sem á jafnframt knattspyrnufélagið Newcastle United, hafi á undanförnum sex mánuðum eignast keðjurnar House of Fraser og Evans Cycles í kjölfar þess að þær fóru í þrot. Jafnframt fer Sports Direct með hlut í tískukeðjunum French Connection og Debenhams. Samkvæmt heimildum Sky News hefur Ashley átt í viðræðum við helstu viðskiptavini og birgja HMV á síðustu tveimur vikum og rætt þar áhuga sinn á því að eignast plötuverslunarkeðjuna. Ekki liggur fyrir hvort eignarhaldið á keðjunni, ef tilboð Ashleys verður samþykkt, verði í gegnum Sports Direct eða annað félag á hans vegum. Keðjan hefur tvisvar sinnum verið tekin til gjaldþrotaskipta á undanförnum sex árum en rekstrarumhverfi hennar hefur versnað hratt á tímabilinu, sér í lagi eftir að streymisveitur hófu að selja aðgang að tónlist á netinu.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Tónlist Mest lesið AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira