Spá því að þriðjungur ísbreiðu Himalajafjalla muni bráðna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. febrúar 2019 13:45 Ísbreiða Himalajafjallanna er mikilvæg fyrir tvo milljarða íbúa á HKH-svæðinu. vísir/getty Ítarleg rannsókn yfir 200 vísindamanna sem staðið hefur yfir í fimm ár á áhrifum loftslagsbreytinga á svokallað Hindu Kush-Himalaja-svæði (HKH) leiðir í ljós að þriðjungur af ísbreiðu Himalajafjalla mun bráðna vegna hnattrænnar hlýnunar á næstu 80 árum. Bráðnunin mun hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir tvo milljarða manna sem búa á HKH-svæðinu en það teygir sig frá Afganistan til Mjanmar. Er svæðið oft nefnt „þriðji póllinn“ þar sem þar er mesta magns íss á jörðinni fyrir utan Norður- og Suðurpólinn.Sjokkerandi niðurstöður að mati vísindamanna Í umfjöllun Guardian um skýrslu vísindamannanna segir að þrátt fyrir að hnattrænni hlýnun verði haldið innan 1,5 gráðu markanna og dregið verði mikið úr losun kolefnis þá mun þriðjungur ísbreiðunnar samt bráðna. Ísbreiðan geymir vatnsbirgðir fyrir 250 milljónir manna sem búa á HKH-svæðinu auk þess sem 1,5 milljarður reiðir á gríðarstór fljót í Indlandi, Pakistan, Kína og víðar sem renna undan breiðunni. Philippus Wester stýrði rannsókninni og segir niðurstöður hennar sjokkerandi. „Þetta eru afleiðingar loftslagsbreytinga sem við höfum ekki heyrt um. Í besta falli, ef við gerumst mjög metnaðarfull í að sporna gegn loftslagsbreytingum, þá mun einn þriðji jöklanna samt bráðna og við verðum í vandræðum. Það voru sjokkerandi niðurstöður að okkar mati,“ segir Wester.Mikil áhrif á bændur á svæðinu Síðan á áttunda áratug síðustu aldar hafa fimmtán prósent jökla á HKH-svæðinu bráðnað en þar sem svæðið er gríðarstórt eru áhrif hnattrænnar hlýnunar á ísinn mismikil. Sums staðar haldast jöklarnir jafnstórir og sumir hafa jafnvel stækkað en jafnvel þeir jöklar munu bráðna í framtíðinni að sögn Wester. Bráðnun íssins mun valda því að vatnsyfirborð í ám mun hækka á milli 2050 og 2060 en svo mun rennslið í ánum minnka. Minna rennsli mun hafa mikil áhrif á rafmagnsframleiðslu á svæðinu sem og á bændur sem reiða sig á vatnsrennslið í búskap sínum. Afganistan Indland Loftslagsmál Mjanmar Nepal Umhverfismál Tengdar fréttir Vetrarhörkur hverfa ekki þrátt fyrir hnattræna hlýnun Íslenskur loftslagsfræðingur segir fimbulkulda í Bandaríkjunum í janúar ekki þurfa að koma á óvart. Hnattræn hlýnun muni ekki eyða út árstíðarbundnum kulda. 29. janúar 2019 13:30 Meirihluti Íslendinga óttast afleiðingar loftslagsbreytinga Meirihluti landsmanna hefur áhyggjur af þeim afleiðingum sem loftslagsbreytingar geta haft á þá og fjölskyldur þeirra. Þetta kemur fram í nýrri könnun Gallup. 17. janúar 2019 07:45 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Ítarleg rannsókn yfir 200 vísindamanna sem staðið hefur yfir í fimm ár á áhrifum loftslagsbreytinga á svokallað Hindu Kush-Himalaja-svæði (HKH) leiðir í ljós að þriðjungur af ísbreiðu Himalajafjalla mun bráðna vegna hnattrænnar hlýnunar á næstu 80 árum. Bráðnunin mun hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir tvo milljarða manna sem búa á HKH-svæðinu en það teygir sig frá Afganistan til Mjanmar. Er svæðið oft nefnt „þriðji póllinn“ þar sem þar er mesta magns íss á jörðinni fyrir utan Norður- og Suðurpólinn.Sjokkerandi niðurstöður að mati vísindamanna Í umfjöllun Guardian um skýrslu vísindamannanna segir að þrátt fyrir að hnattrænni hlýnun verði haldið innan 1,5 gráðu markanna og dregið verði mikið úr losun kolefnis þá mun þriðjungur ísbreiðunnar samt bráðna. Ísbreiðan geymir vatnsbirgðir fyrir 250 milljónir manna sem búa á HKH-svæðinu auk þess sem 1,5 milljarður reiðir á gríðarstór fljót í Indlandi, Pakistan, Kína og víðar sem renna undan breiðunni. Philippus Wester stýrði rannsókninni og segir niðurstöður hennar sjokkerandi. „Þetta eru afleiðingar loftslagsbreytinga sem við höfum ekki heyrt um. Í besta falli, ef við gerumst mjög metnaðarfull í að sporna gegn loftslagsbreytingum, þá mun einn þriðji jöklanna samt bráðna og við verðum í vandræðum. Það voru sjokkerandi niðurstöður að okkar mati,“ segir Wester.Mikil áhrif á bændur á svæðinu Síðan á áttunda áratug síðustu aldar hafa fimmtán prósent jökla á HKH-svæðinu bráðnað en þar sem svæðið er gríðarstórt eru áhrif hnattrænnar hlýnunar á ísinn mismikil. Sums staðar haldast jöklarnir jafnstórir og sumir hafa jafnvel stækkað en jafnvel þeir jöklar munu bráðna í framtíðinni að sögn Wester. Bráðnun íssins mun valda því að vatnsyfirborð í ám mun hækka á milli 2050 og 2060 en svo mun rennslið í ánum minnka. Minna rennsli mun hafa mikil áhrif á rafmagnsframleiðslu á svæðinu sem og á bændur sem reiða sig á vatnsrennslið í búskap sínum.
Afganistan Indland Loftslagsmál Mjanmar Nepal Umhverfismál Tengdar fréttir Vetrarhörkur hverfa ekki þrátt fyrir hnattræna hlýnun Íslenskur loftslagsfræðingur segir fimbulkulda í Bandaríkjunum í janúar ekki þurfa að koma á óvart. Hnattræn hlýnun muni ekki eyða út árstíðarbundnum kulda. 29. janúar 2019 13:30 Meirihluti Íslendinga óttast afleiðingar loftslagsbreytinga Meirihluti landsmanna hefur áhyggjur af þeim afleiðingum sem loftslagsbreytingar geta haft á þá og fjölskyldur þeirra. Þetta kemur fram í nýrri könnun Gallup. 17. janúar 2019 07:45 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Vetrarhörkur hverfa ekki þrátt fyrir hnattræna hlýnun Íslenskur loftslagsfræðingur segir fimbulkulda í Bandaríkjunum í janúar ekki þurfa að koma á óvart. Hnattræn hlýnun muni ekki eyða út árstíðarbundnum kulda. 29. janúar 2019 13:30
Meirihluti Íslendinga óttast afleiðingar loftslagsbreytinga Meirihluti landsmanna hefur áhyggjur af þeim afleiðingum sem loftslagsbreytingar geta haft á þá og fjölskyldur þeirra. Þetta kemur fram í nýrri könnun Gallup. 17. janúar 2019 07:45