Vilja afskrá kannabis sem hættulegt fíkniefni Sveinn Arnarsson skrifar 14. febrúar 2019 07:15 Skilgreiningin á hættulegustu fíkniefnum heims er frá árinu 1961 og því komin til ára sinna. fréttablaðið/gva Sérfræðiráð Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ávanabindandi fíkniefni hefur lagt til endurskoðun á kannabisefnum með það að leiðarljósi að afskrá kannabis úr flokki með hættulegustu fíkniefnum þessa heims. Skilgreiningin er frá árinu 1961 og því komin til ára sinna. Málið verður tekið fyrir í næsta mánuði innan fagráðs Sameinuðu þjóðanna um ávanabindandi fíkniefni (CND). Verði þessi endurskoðun samþykkt í næsta mánuði yrði það formleg viðurkenning á að þjóðir heims hafi í raun haft rangt fyrir sér bæði um skaðsemi kannabis sem og lækningamátt jurtarinnar í um hálfa öld. Þessi mögulega nýja stefna WHO kemur á sama tíma og fjöldi ríkja hefur horfið frá þeirri stefnu að gera neyslu og vörslu kannabisefna refsiverða. Þessi framvinda gæti því að einhverju leyti hraðað þeirri þróun. Markmið þessara tilmæla er að tryggja heilsu fólks en um leið að takmarka ekki aðgengi fólks að kannabistengdum efnum sem hafa sannarlega, og vísindalega, sannað virkni sína sem meðferð við einhvers konar kvillum. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í af brotafræði við Háskóla Íslands, segir það ekki koma sér á óvart að þetta sé lagt til. „Það má segja að árið 1961 hafi vísindin ekki vitað mikið um þetta efni. Á síðustu árum hefur ýmis skaðsemi komið fram en þó ekki eins stórhættuleg og áður var talið. Endurskoðun hefur átt sér stað víða með afglæpavæðingu á vörslu til eigin nota, lögleiðingu vestanhafs og sums staðar leyft í lækningaskyni,“ segir Helgi. „Kannabis er samt skaðlegt ungu fólki á uppvaxtarárum þess og það hefur ekkert breyst.“ Fagráðið hefur farið ítarlega yfir málið með hliðsjón af lýðheilsu og öðrum almennum þáttum. Álit fagráðsins er byggt á vísindalegum rannsóknum og þeirri þekkingu sem er til staðar um efnið. Fagráðið hefur einnig vegið og metið vísindalega þekkingu þegar kemur að lækningamætti efnisisins. Hjá Embætti landlæknis fengust þær upplýsingar að grannt væri fylgst með þróun málsins. Hins vegar væri áréttað að ekki væri búið að taka neina ákvörðun um hvort kannabis yrði tekið af lista yfir skaðlegustu fíkniefni þessa heims. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kannabis Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Sérfræðiráð Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ávanabindandi fíkniefni hefur lagt til endurskoðun á kannabisefnum með það að leiðarljósi að afskrá kannabis úr flokki með hættulegustu fíkniefnum þessa heims. Skilgreiningin er frá árinu 1961 og því komin til ára sinna. Málið verður tekið fyrir í næsta mánuði innan fagráðs Sameinuðu þjóðanna um ávanabindandi fíkniefni (CND). Verði þessi endurskoðun samþykkt í næsta mánuði yrði það formleg viðurkenning á að þjóðir heims hafi í raun haft rangt fyrir sér bæði um skaðsemi kannabis sem og lækningamátt jurtarinnar í um hálfa öld. Þessi mögulega nýja stefna WHO kemur á sama tíma og fjöldi ríkja hefur horfið frá þeirri stefnu að gera neyslu og vörslu kannabisefna refsiverða. Þessi framvinda gæti því að einhverju leyti hraðað þeirri þróun. Markmið þessara tilmæla er að tryggja heilsu fólks en um leið að takmarka ekki aðgengi fólks að kannabistengdum efnum sem hafa sannarlega, og vísindalega, sannað virkni sína sem meðferð við einhvers konar kvillum. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í af brotafræði við Háskóla Íslands, segir það ekki koma sér á óvart að þetta sé lagt til. „Það má segja að árið 1961 hafi vísindin ekki vitað mikið um þetta efni. Á síðustu árum hefur ýmis skaðsemi komið fram en þó ekki eins stórhættuleg og áður var talið. Endurskoðun hefur átt sér stað víða með afglæpavæðingu á vörslu til eigin nota, lögleiðingu vestanhafs og sums staðar leyft í lækningaskyni,“ segir Helgi. „Kannabis er samt skaðlegt ungu fólki á uppvaxtarárum þess og það hefur ekkert breyst.“ Fagráðið hefur farið ítarlega yfir málið með hliðsjón af lýðheilsu og öðrum almennum þáttum. Álit fagráðsins er byggt á vísindalegum rannsóknum og þeirri þekkingu sem er til staðar um efnið. Fagráðið hefur einnig vegið og metið vísindalega þekkingu þegar kemur að lækningamætti efnisisins. Hjá Embætti landlæknis fengust þær upplýsingar að grannt væri fylgst með þróun málsins. Hins vegar væri áréttað að ekki væri búið að taka neina ákvörðun um hvort kannabis yrði tekið af lista yfir skaðlegustu fíkniefni þessa heims.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kannabis Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira