Flugvélar kyrrsettar í Bandaríkjunum: Átti í vandræðum með að stýra flugvélinni Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2019 18:30 Frá slysstað í Eþíópíu. AP/Mulugeta Ayene Uppfært 18:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti nú fyrir skömmu að 737 MAX 8 og MAX 9 verða kyrrsettar í Bandaríkjunum um óákveðinn tíma. Flugstjóri farþegaþotunnar sem brotlenti í Eþíópíu á sunnudaginn tilkynnti að hann átti í vandræðum með að stýra flugvélinni. 157 manns létu lífið í slysinu og hefur það leitt til þess að flugvélar af sömu gerð 737 MAX 8 og MAX 9 hafa verið kyrrsettar um mestallan heim. Flugvél af sömu gerð brotlenti í Jövuhaf í október og þá létust 189. Báðar flugvélarnar brotlentu skömmu eftir flugtak. Bandaríska fyrirtækið Boeing, sem framleiðir flugvélarnar.Reuters fréttaveitan hefur eftir Asrat Begashaw, talsmanni Ethiopia Airlines, að flugstjóri flugvélarinnar hafi tilkynnt að hann væri í vandræðum með að stýra henni og hafði beðið um, og fengið, heimild til að snúa við og lenda aftur.Ethiopia Airlines ætla að senda flugrita flugvélarinnar sem brotlenti í Evrópu til rannsóknar. Enn liggur ekkert fyrir um hvað leiddi til flugslyssins, né hvort og þá hvernig það tengist flugslysinu í Indónesíu. Þrátt fyrir það hafa yfirvöld víða um heim ákveðið að kyrrsetja flugvélarnar í varúðarskyni og nú í dag var sú ákvörðun tekin í Kanada. Marc Garneau, samgönguráðherra Kanada, sagði þegar hann tilkynnti ákvörðunina að sérfræðingar ráðuneytisins hafi séð líkindi á flugslysunum tveimur í gervihnattagögnum. Ráðherrann tók þó fram að gögnin væru ekki afgerandi. Réttast væri að hafa öryggi farþega í forgangi.Flugmálayfirvöld Bandaríkjanna, FAA, hafa enn ekki kyrrsett flugvélarnar þar í landi og eru Bandaríkin meðal fárra ríkja í heiminum sem hafa ekki tekið þá ákvörðun. Forsvarsmenn Boeing segja enga ástæðu til að kyrrsetja flugvélarnar og Dennis Muilenburg, forstjóri Boeing, ræddi sérstaklega við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til að segja honum að flugvélarnar væru öruggar.Gæti tekið mánuði að fá niðurstöðu Í yfirlýsingu frá Daniel K. Elwell, yfirmanni FAA, sem gefin var út í gærkvöldi sagði hann að engin gögn hefðu varpað ljósi á galla í flugvélunum og flugmálayfirvöld annarra ríkja hefðu ekki geta sýnt fram á slíkt. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum að það gæti tekið mara mánuði að komast að niðurstöðu í málinu.Reuters segir einnig að nærri því fimm þúsund 737 MAX flugvélar hafi verið pantaðar hjá Boeing og einhverjir viðskiptavinir fyrirtækisins séu byrjaðir að tilkynna að þeir muni ekki taka við flugvélum í bráð. Í það minnst þar til rannsókn hefur verið lokið.President Trump has stated all US #737MAX will be grounded. The FAA has informed airlines. Awaiting official statement and/or Airworthiness Directive from @FAANews. Currently active MAX flights shown below. pic.twitter.com/xk4XEdl1wa— Flightradar24 (@flightradar24) March 13, 2019 Bandaríkin Boeing Eþíópía Fréttir af flugi Kanada Tengdar fréttir Boeing 737 MAX 8: Samgöngustofa fylgist grannt með gangi mála Íslensk flugumferðaryfirvöld fylgist grannt með umræðunni innan og ákvörðunum Flugöryggisstofnunar Evrópu um Boeing-vélar af gerðinni 737 MAX 8. 11. mars 2019 11:05 Bandaríkjamenn segja enga ástæðu til að kyrrsetja flugvélar Boeing Í yfirlýsingu frá flugmálayfirvöldum Bandaríkjanna, FAA, segir að skoðun starfsmanna hennar hafi ekki varpað ljósi á galla á frammistöðu flugvélanna eða vélræna galla. 12. mars 2019 22:44 Ákvörðun Breta hafði úrslitaáhrif á Icelandair Segir félagið búa yfir öflugum flota sem notaður verður til að leysa úr stöðunni. 12. mars 2019 16:00 Flug Boeing 737 MAX 8 og 9 bannað í lofthelgi Evrópu Flugöryggisstofnun Evrópu, EASA, hefur bannað flug Boeing 737 MAX 8 og MAX 9 flugvéla í lofthelgi Evrópu. 12. mars 2019 18:03 Bandarísk flugmálayfirvöld krefjast breytinga á hönnun Boeing 737 MAX véla FAA telur ekki ástæðu til að kyrrsetja vélar af gerðinni Boeing 737 MAX 8. 12. mars 2019 08:30 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Fleiri fréttir Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Sjá meira
Uppfært 18:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti nú fyrir skömmu að 737 MAX 8 og MAX 9 verða kyrrsettar í Bandaríkjunum um óákveðinn tíma. Flugstjóri farþegaþotunnar sem brotlenti í Eþíópíu á sunnudaginn tilkynnti að hann átti í vandræðum með að stýra flugvélinni. 157 manns létu lífið í slysinu og hefur það leitt til þess að flugvélar af sömu gerð 737 MAX 8 og MAX 9 hafa verið kyrrsettar um mestallan heim. Flugvél af sömu gerð brotlenti í Jövuhaf í október og þá létust 189. Báðar flugvélarnar brotlentu skömmu eftir flugtak. Bandaríska fyrirtækið Boeing, sem framleiðir flugvélarnar.Reuters fréttaveitan hefur eftir Asrat Begashaw, talsmanni Ethiopia Airlines, að flugstjóri flugvélarinnar hafi tilkynnt að hann væri í vandræðum með að stýra henni og hafði beðið um, og fengið, heimild til að snúa við og lenda aftur.Ethiopia Airlines ætla að senda flugrita flugvélarinnar sem brotlenti í Evrópu til rannsóknar. Enn liggur ekkert fyrir um hvað leiddi til flugslyssins, né hvort og þá hvernig það tengist flugslysinu í Indónesíu. Þrátt fyrir það hafa yfirvöld víða um heim ákveðið að kyrrsetja flugvélarnar í varúðarskyni og nú í dag var sú ákvörðun tekin í Kanada. Marc Garneau, samgönguráðherra Kanada, sagði þegar hann tilkynnti ákvörðunina að sérfræðingar ráðuneytisins hafi séð líkindi á flugslysunum tveimur í gervihnattagögnum. Ráðherrann tók þó fram að gögnin væru ekki afgerandi. Réttast væri að hafa öryggi farþega í forgangi.Flugmálayfirvöld Bandaríkjanna, FAA, hafa enn ekki kyrrsett flugvélarnar þar í landi og eru Bandaríkin meðal fárra ríkja í heiminum sem hafa ekki tekið þá ákvörðun. Forsvarsmenn Boeing segja enga ástæðu til að kyrrsetja flugvélarnar og Dennis Muilenburg, forstjóri Boeing, ræddi sérstaklega við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til að segja honum að flugvélarnar væru öruggar.Gæti tekið mánuði að fá niðurstöðu Í yfirlýsingu frá Daniel K. Elwell, yfirmanni FAA, sem gefin var út í gærkvöldi sagði hann að engin gögn hefðu varpað ljósi á galla í flugvélunum og flugmálayfirvöld annarra ríkja hefðu ekki geta sýnt fram á slíkt. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum að það gæti tekið mara mánuði að komast að niðurstöðu í málinu.Reuters segir einnig að nærri því fimm þúsund 737 MAX flugvélar hafi verið pantaðar hjá Boeing og einhverjir viðskiptavinir fyrirtækisins séu byrjaðir að tilkynna að þeir muni ekki taka við flugvélum í bráð. Í það minnst þar til rannsókn hefur verið lokið.President Trump has stated all US #737MAX will be grounded. The FAA has informed airlines. Awaiting official statement and/or Airworthiness Directive from @FAANews. Currently active MAX flights shown below. pic.twitter.com/xk4XEdl1wa— Flightradar24 (@flightradar24) March 13, 2019
Bandaríkin Boeing Eþíópía Fréttir af flugi Kanada Tengdar fréttir Boeing 737 MAX 8: Samgöngustofa fylgist grannt með gangi mála Íslensk flugumferðaryfirvöld fylgist grannt með umræðunni innan og ákvörðunum Flugöryggisstofnunar Evrópu um Boeing-vélar af gerðinni 737 MAX 8. 11. mars 2019 11:05 Bandaríkjamenn segja enga ástæðu til að kyrrsetja flugvélar Boeing Í yfirlýsingu frá flugmálayfirvöldum Bandaríkjanna, FAA, segir að skoðun starfsmanna hennar hafi ekki varpað ljósi á galla á frammistöðu flugvélanna eða vélræna galla. 12. mars 2019 22:44 Ákvörðun Breta hafði úrslitaáhrif á Icelandair Segir félagið búa yfir öflugum flota sem notaður verður til að leysa úr stöðunni. 12. mars 2019 16:00 Flug Boeing 737 MAX 8 og 9 bannað í lofthelgi Evrópu Flugöryggisstofnun Evrópu, EASA, hefur bannað flug Boeing 737 MAX 8 og MAX 9 flugvéla í lofthelgi Evrópu. 12. mars 2019 18:03 Bandarísk flugmálayfirvöld krefjast breytinga á hönnun Boeing 737 MAX véla FAA telur ekki ástæðu til að kyrrsetja vélar af gerðinni Boeing 737 MAX 8. 12. mars 2019 08:30 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Fleiri fréttir Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Sjá meira
Boeing 737 MAX 8: Samgöngustofa fylgist grannt með gangi mála Íslensk flugumferðaryfirvöld fylgist grannt með umræðunni innan og ákvörðunum Flugöryggisstofnunar Evrópu um Boeing-vélar af gerðinni 737 MAX 8. 11. mars 2019 11:05
Bandaríkjamenn segja enga ástæðu til að kyrrsetja flugvélar Boeing Í yfirlýsingu frá flugmálayfirvöldum Bandaríkjanna, FAA, segir að skoðun starfsmanna hennar hafi ekki varpað ljósi á galla á frammistöðu flugvélanna eða vélræna galla. 12. mars 2019 22:44
Ákvörðun Breta hafði úrslitaáhrif á Icelandair Segir félagið búa yfir öflugum flota sem notaður verður til að leysa úr stöðunni. 12. mars 2019 16:00
Flug Boeing 737 MAX 8 og 9 bannað í lofthelgi Evrópu Flugöryggisstofnun Evrópu, EASA, hefur bannað flug Boeing 737 MAX 8 og MAX 9 flugvéla í lofthelgi Evrópu. 12. mars 2019 18:03
Bandarísk flugmálayfirvöld krefjast breytinga á hönnun Boeing 737 MAX véla FAA telur ekki ástæðu til að kyrrsetja vélar af gerðinni Boeing 737 MAX 8. 12. mars 2019 08:30