Finnst að börn eigi að geta leitað sér aðstoðar vegna kynferðisofbeldis í trúnaði Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. apríl 2019 19:00 Sjötíu prósent þeirra sem leituðu til Stígamóta í fyrra gerðu það vegna ofbeldis sem þau voru beitt sem börn. Talskona Stígamóta segir börn hika við að leita sér hjálpar vegna tilkynningarskyldu þess sem hjálpina veitir. Hún vill að börn geti leitað sér aðstoðar í trúnaði. 418 manns leituðu í fyrsta sinn til Stígamóta í fyrra vegna kynferðisofbeldis af einhverju tagi en það er aðeins fækkun frá fyrra ári en árið 2017 höfðu aldrei fleiri leitað til samtakanna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársskýrslu Stígamóta sem var kynnt í dag. Sjötíu prósent þeirra sem leituðu til Stígamóta í fyrra voru einstaklingar sem höfðu orðið fyrir ofbeldi áður en þeir urðu átján ára. „Þar af voru 112 sem sögðu ofbeldið var byrjað áður en ég varð tíu ára. Og þetta fólk hefur hvergi fengið hjálp. Fjörutíu prósent af því hefur aldrei rætt við neinn um ofbeldið,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. Til að mynda höfðu aðeins 3,9 prósent rætt ofbeldið við skólastarfsmenn. Guðrún segir vandamálið vera að börn undir átján ára geti hvergi geta leitað sér hjálpar án þess að sá sem hjálpina veitir tilkynni ofbeldið. Það sama eigi við um Stígamót. Þetta fæli börn frá því að opna sig. Það þurfti að búa til brú í átt að þessum börnum svo þau geti fengið hjálp á eigin forsendum. „Og markmiðið yrði alltaf að opna málin raunverulega, Ein tilraun gæti við sú að barnahús auglýsti einhverja tíma í viku þar sem börn mættu hringja inn og segja frá öllum þeim hryllingi sem þeim dettur í hug að tala um án þess að nokkuð myndi fara í gang. Þar sem þau bara geta fengið að létta á sér leyndarmálunum sínu,“ segir Guðrún. Hún telur að það myndi hjálpa börnum að átta sig á aðstæðum og vonandi hafa þau áhrif að málið færi áfram. Þá þyrfti að gera átal í skólum landsins. „Það eru engin plagöt í skólum sem segja börnum hvað þau eiga að gera ef þau eru beitt kynferðisofbeldi,“ segir Guðrún. Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Sjötíu prósent þeirra sem leituðu til Stígamóta í fyrra gerðu það vegna ofbeldis sem þau voru beitt sem börn. Talskona Stígamóta segir börn hika við að leita sér hjálpar vegna tilkynningarskyldu þess sem hjálpina veitir. Hún vill að börn geti leitað sér aðstoðar í trúnaði. 418 manns leituðu í fyrsta sinn til Stígamóta í fyrra vegna kynferðisofbeldis af einhverju tagi en það er aðeins fækkun frá fyrra ári en árið 2017 höfðu aldrei fleiri leitað til samtakanna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársskýrslu Stígamóta sem var kynnt í dag. Sjötíu prósent þeirra sem leituðu til Stígamóta í fyrra voru einstaklingar sem höfðu orðið fyrir ofbeldi áður en þeir urðu átján ára. „Þar af voru 112 sem sögðu ofbeldið var byrjað áður en ég varð tíu ára. Og þetta fólk hefur hvergi fengið hjálp. Fjörutíu prósent af því hefur aldrei rætt við neinn um ofbeldið,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. Til að mynda höfðu aðeins 3,9 prósent rætt ofbeldið við skólastarfsmenn. Guðrún segir vandamálið vera að börn undir átján ára geti hvergi geta leitað sér hjálpar án þess að sá sem hjálpina veitir tilkynni ofbeldið. Það sama eigi við um Stígamót. Þetta fæli börn frá því að opna sig. Það þurfti að búa til brú í átt að þessum börnum svo þau geti fengið hjálp á eigin forsendum. „Og markmiðið yrði alltaf að opna málin raunverulega, Ein tilraun gæti við sú að barnahús auglýsti einhverja tíma í viku þar sem börn mættu hringja inn og segja frá öllum þeim hryllingi sem þeim dettur í hug að tala um án þess að nokkuð myndi fara í gang. Þar sem þau bara geta fengið að létta á sér leyndarmálunum sínu,“ segir Guðrún. Hún telur að það myndi hjálpa börnum að átta sig á aðstæðum og vonandi hafa þau áhrif að málið færi áfram. Þá þyrfti að gera átal í skólum landsins. „Það eru engin plagöt í skólum sem segja börnum hvað þau eiga að gera ef þau eru beitt kynferðisofbeldi,“ segir Guðrún.
Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira