Byrjað að fjarlægja eldsneytisstengur úr Fukushima-kjarnorkuverinu Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2019 09:01 Vinnuvélum sem fjarlægja eldsneytishylkin er fjarstýrt frá skrifstofu TEPCO, eiganda kjarnorkuversins. Vísir/EPA Starfsmenn Fukushima-kjarnorkuversins í Japan eru byrjaðir að fjarlægja eldsneytisstengur úr einum kjarnaofnanna sem bræddi úr sér eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna miklu árið 2011. Búist er við því að hreinsunarstarfið taki tvö ár. Þrír kjarnaofnar í Fukushima Daiichi-kjarnorkuverinu bræddu úr sér þegar byggingarnar sem hýstu þá skemmdust í vetnissprengingum af völdum jarðskjálftans og flóðbylgjunnar sem fylgdi í kjölfarið. Hátt í hálfri milljón manna var skipað að yfirgefa heimili sín í nágrenni versins. Fjarstýrðar vinnuvélar hífa nú stengurnar úr geymslulaug þar sem þær hafa verið kældar í kjarnaofni númer þrjú. Alls eru stengurnar um fimm hundruð og þeim þarf að koma fyrir í sérstökum hylkjum áður en þeim verður komið fyrir í annarri laug. Brotni hylkin getur geislavirkt gas sloppið út í andrúmsloftið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Erfiðasta verkið í kjarnaofni þrjú verður látið bíða í tvö ár enn. Þá verður hafist handa við að fjarlægja bráðnar eldsneytisstengur í ofninum. Til stendur að byrja að fjarlægja stengur úr kjarnaofnum eitt og tvö árið 2023. Áður höfðu starfsmenn fjarlægt geislavirkar stengur úr ofni númer fjögur. Hann bræddi ekki úr sér þrátt fyrir að hafa orðið fyrir skemmdum. Rýmingarskipun var aflétt í bæ nálægt verinu í fyrsta skipti frá hamförunum fyrir nokkrum vikum. Um fimmtíu manns fengu þá að snúa aftur til bæjarins Okuma. Enn er þó talin verulega hætta af völdum geislunar á svæðinu og ólíklegt er talið að fyrrum íbúar flytji þangað aftur. Um 18.500 manns fórust eða hurfu eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna sem hann olli. Japan Jarðskjálfti í Japan Tengdar fréttir Geislavirkni í Fukushima í hæstu hæðum Nýjar mælingar frá Fukushima-kjarnorkuverinu sýna geislun mun meiri en áður var gert ráð fyrir. Þetta gæti haft áhrif á frekari aðgerðir á svæðinu. 7. febrúar 2017 07:00 Ákæra fyrrverandi stjórnarmenn í Fukushima Mennirnir eru þeir fyrstu til að vera ákærðir fyrir þátt sinn í slysinu sem olli því að hættuleg geislun dreifðist um stórt svæði í norðausturhluta Japans. 1. mars 2016 07:00 Starfsmaður í Fukushima lést af völdum geislunar Þetta er fyrsta staðfesta dauðsfallið af völdum geislunar vegna skemmda sem urðu í náttúruhamförunum miklu fyrir sjö árum. 5. september 2018 18:34 Byrjaðir að fjarlægja kjarnorkueldsneyti úr verinu Hættusamt þykir að fjarlægja þúsundir eldsneytisstanga úr skemmdum kjarnaofni í Fukushima. 18. nóvember 2013 10:30 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Starfsmenn Fukushima-kjarnorkuversins í Japan eru byrjaðir að fjarlægja eldsneytisstengur úr einum kjarnaofnanna sem bræddi úr sér eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna miklu árið 2011. Búist er við því að hreinsunarstarfið taki tvö ár. Þrír kjarnaofnar í Fukushima Daiichi-kjarnorkuverinu bræddu úr sér þegar byggingarnar sem hýstu þá skemmdust í vetnissprengingum af völdum jarðskjálftans og flóðbylgjunnar sem fylgdi í kjölfarið. Hátt í hálfri milljón manna var skipað að yfirgefa heimili sín í nágrenni versins. Fjarstýrðar vinnuvélar hífa nú stengurnar úr geymslulaug þar sem þær hafa verið kældar í kjarnaofni númer þrjú. Alls eru stengurnar um fimm hundruð og þeim þarf að koma fyrir í sérstökum hylkjum áður en þeim verður komið fyrir í annarri laug. Brotni hylkin getur geislavirkt gas sloppið út í andrúmsloftið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Erfiðasta verkið í kjarnaofni þrjú verður látið bíða í tvö ár enn. Þá verður hafist handa við að fjarlægja bráðnar eldsneytisstengur í ofninum. Til stendur að byrja að fjarlægja stengur úr kjarnaofnum eitt og tvö árið 2023. Áður höfðu starfsmenn fjarlægt geislavirkar stengur úr ofni númer fjögur. Hann bræddi ekki úr sér þrátt fyrir að hafa orðið fyrir skemmdum. Rýmingarskipun var aflétt í bæ nálægt verinu í fyrsta skipti frá hamförunum fyrir nokkrum vikum. Um fimmtíu manns fengu þá að snúa aftur til bæjarins Okuma. Enn er þó talin verulega hætta af völdum geislunar á svæðinu og ólíklegt er talið að fyrrum íbúar flytji þangað aftur. Um 18.500 manns fórust eða hurfu eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna sem hann olli.
Japan Jarðskjálfti í Japan Tengdar fréttir Geislavirkni í Fukushima í hæstu hæðum Nýjar mælingar frá Fukushima-kjarnorkuverinu sýna geislun mun meiri en áður var gert ráð fyrir. Þetta gæti haft áhrif á frekari aðgerðir á svæðinu. 7. febrúar 2017 07:00 Ákæra fyrrverandi stjórnarmenn í Fukushima Mennirnir eru þeir fyrstu til að vera ákærðir fyrir þátt sinn í slysinu sem olli því að hættuleg geislun dreifðist um stórt svæði í norðausturhluta Japans. 1. mars 2016 07:00 Starfsmaður í Fukushima lést af völdum geislunar Þetta er fyrsta staðfesta dauðsfallið af völdum geislunar vegna skemmda sem urðu í náttúruhamförunum miklu fyrir sjö árum. 5. september 2018 18:34 Byrjaðir að fjarlægja kjarnorkueldsneyti úr verinu Hættusamt þykir að fjarlægja þúsundir eldsneytisstanga úr skemmdum kjarnaofni í Fukushima. 18. nóvember 2013 10:30 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Geislavirkni í Fukushima í hæstu hæðum Nýjar mælingar frá Fukushima-kjarnorkuverinu sýna geislun mun meiri en áður var gert ráð fyrir. Þetta gæti haft áhrif á frekari aðgerðir á svæðinu. 7. febrúar 2017 07:00
Ákæra fyrrverandi stjórnarmenn í Fukushima Mennirnir eru þeir fyrstu til að vera ákærðir fyrir þátt sinn í slysinu sem olli því að hættuleg geislun dreifðist um stórt svæði í norðausturhluta Japans. 1. mars 2016 07:00
Starfsmaður í Fukushima lést af völdum geislunar Þetta er fyrsta staðfesta dauðsfallið af völdum geislunar vegna skemmda sem urðu í náttúruhamförunum miklu fyrir sjö árum. 5. september 2018 18:34
Byrjaðir að fjarlægja kjarnorkueldsneyti úr verinu Hættusamt þykir að fjarlægja þúsundir eldsneytisstanga úr skemmdum kjarnaofni í Fukushima. 18. nóvember 2013 10:30