Vara við „nýrri tegund“ hryðjuverkamanna á Norður-Írlandi Sylvía Hall skrifar 20. apríl 2019 22:58 Lyra McKee þótti mjög efnilegur rannsóknarblaðamaður og hafa margir lýst yfir sorg sinni vegna morðsins. Vísir/Getty Yfirmaður rannsóknarinnar á morði blaðakonunnar Lyra McKee segir nýja tegund hryðjuverkamanna vera að spretta upp í Norður-Írlandi. Tveir karlmenn á tvítugsaldri hafa verið handteknir í tengslum við morðið. Guardian greinir frá. Mennirnir eru sagðir vera hluti af hópnum New IRA, Nýa írska lýðveldishernum, og voru þeir handteknir á grundvelli hryðjuverkalöggjafar og færðir á lögreglustöð í Belfast til yfirheyrsla. Lyra McKee var 29 ára gömul.Vísir/AP Vill að samstarf almennings og lögreglu verði hluti af minningu McKee Á blaðamannafundi sagði Jason Murphy, rannsóknarlögreglumaður, að hryðjuverkamenn væru að halda sig til í skugganum. Ný tegund hryðjuverkamanna væri að líta dagsins ljós og þróunin væri varhugaverð. „Það er okkar tilfinning að það sem kom fyrir Lyru olli stefnubreytingu og ég biðla til fólks sem treystir sér til að stíga fram og hjálpa okkur. Þeir sem myrtu Lyru í þessari huglausu árás mega ekki fá tækifæri til þess að gera slíkt aftur.“ Þá segist hann sannfærður um að einhverjir hafi að geyma upplýsingar um árásina og hvetur þá til þess að setja sig í samband við lögreglu en ekki láta undan hótunum. „Við munum vinna með ykkur af varkárni.“ Mikil reiði hefur verið í garð samtakanna eftir morðið á McKee.Vísir/Getty Segja dauða McKee hafa verið slys Morðið á McKee hefur valdið mikilli andúð í garð lýðveldishersins í Derry og hafa forsvarsmenn hópsins stigið fram og beðist afsökunar á dauða hennar. Þeir segja hann vera hræðilegt slys af völdum sjálfboðaliða sem hafi ætlað sér að beina vopnum sínum að lögreglu. Í gær birti lögregla myndband af morðingja McKee sem sýnir morðingjann skjóta í átt að lögregluþjónum og samverkamenn hans. McKee fékk eitt skot í höfuðið og lést en hún stóð nærri lögreglunni og fylgdist með óeirðunum. McKee skaust á sjónarsviðið árið 2014 þegar hún skrifaði vinsæla bloggfærslu um hvernig það var að alast upp samkynhneigð í Belfast, höfuðborg Norður-Írlands. Þá þótti hún mjög efnilegur rannsóknarblaðamaður og hafði nýverið skrifað undir samning um að skrifa tvær bækur Bretland Írland Morðið á Lyru McKee Norður-Írland Tengdar fréttir Blaðamaður skotinn til bana í óeirðum í Londonderry Norður-Írskur blaðamaður, Lyra McKee, var í gærkvöld skotin til bana í Londonderry þar sem hún fjallaði um óeirðir sem geisuðu í Creggan-hverfi borgarinnar í gærkvöld. Lögregla rannsakar morðið sem hryðjuverk. McKee varð fyrir skoti sem grímuklædds byssumanns er hún stóð nærri lögreglunni í Londonderry. 19. apríl 2019 09:06 Tveir unglinspiltar handteknir vegna morðs á blaðamanni Tveir unglingspiltar hafa verið handteknir í tengslum við morðið á blaðamanninum Lyru McKee, sem skotin var til bana í mótmælum í Londonderry á fimmtudag. 20. apríl 2019 09:45 Birtu myndband af morðingja blaðakonu í Norður-Írlandi Lögreglan í Norður-Írlandi hefur birt myndband af morðingja blaðakonunnar Lyra McKee sem skotin var til bana þegar óeirðir áttu sér stað í borginni Londonderry í gær. 19. apríl 2019 23:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Yfirmaður rannsóknarinnar á morði blaðakonunnar Lyra McKee segir nýja tegund hryðjuverkamanna vera að spretta upp í Norður-Írlandi. Tveir karlmenn á tvítugsaldri hafa verið handteknir í tengslum við morðið. Guardian greinir frá. Mennirnir eru sagðir vera hluti af hópnum New IRA, Nýa írska lýðveldishernum, og voru þeir handteknir á grundvelli hryðjuverkalöggjafar og færðir á lögreglustöð í Belfast til yfirheyrsla. Lyra McKee var 29 ára gömul.Vísir/AP Vill að samstarf almennings og lögreglu verði hluti af minningu McKee Á blaðamannafundi sagði Jason Murphy, rannsóknarlögreglumaður, að hryðjuverkamenn væru að halda sig til í skugganum. Ný tegund hryðjuverkamanna væri að líta dagsins ljós og þróunin væri varhugaverð. „Það er okkar tilfinning að það sem kom fyrir Lyru olli stefnubreytingu og ég biðla til fólks sem treystir sér til að stíga fram og hjálpa okkur. Þeir sem myrtu Lyru í þessari huglausu árás mega ekki fá tækifæri til þess að gera slíkt aftur.“ Þá segist hann sannfærður um að einhverjir hafi að geyma upplýsingar um árásina og hvetur þá til þess að setja sig í samband við lögreglu en ekki láta undan hótunum. „Við munum vinna með ykkur af varkárni.“ Mikil reiði hefur verið í garð samtakanna eftir morðið á McKee.Vísir/Getty Segja dauða McKee hafa verið slys Morðið á McKee hefur valdið mikilli andúð í garð lýðveldishersins í Derry og hafa forsvarsmenn hópsins stigið fram og beðist afsökunar á dauða hennar. Þeir segja hann vera hræðilegt slys af völdum sjálfboðaliða sem hafi ætlað sér að beina vopnum sínum að lögreglu. Í gær birti lögregla myndband af morðingja McKee sem sýnir morðingjann skjóta í átt að lögregluþjónum og samverkamenn hans. McKee fékk eitt skot í höfuðið og lést en hún stóð nærri lögreglunni og fylgdist með óeirðunum. McKee skaust á sjónarsviðið árið 2014 þegar hún skrifaði vinsæla bloggfærslu um hvernig það var að alast upp samkynhneigð í Belfast, höfuðborg Norður-Írlands. Þá þótti hún mjög efnilegur rannsóknarblaðamaður og hafði nýverið skrifað undir samning um að skrifa tvær bækur
Bretland Írland Morðið á Lyru McKee Norður-Írland Tengdar fréttir Blaðamaður skotinn til bana í óeirðum í Londonderry Norður-Írskur blaðamaður, Lyra McKee, var í gærkvöld skotin til bana í Londonderry þar sem hún fjallaði um óeirðir sem geisuðu í Creggan-hverfi borgarinnar í gærkvöld. Lögregla rannsakar morðið sem hryðjuverk. McKee varð fyrir skoti sem grímuklædds byssumanns er hún stóð nærri lögreglunni í Londonderry. 19. apríl 2019 09:06 Tveir unglinspiltar handteknir vegna morðs á blaðamanni Tveir unglingspiltar hafa verið handteknir í tengslum við morðið á blaðamanninum Lyru McKee, sem skotin var til bana í mótmælum í Londonderry á fimmtudag. 20. apríl 2019 09:45 Birtu myndband af morðingja blaðakonu í Norður-Írlandi Lögreglan í Norður-Írlandi hefur birt myndband af morðingja blaðakonunnar Lyra McKee sem skotin var til bana þegar óeirðir áttu sér stað í borginni Londonderry í gær. 19. apríl 2019 23:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Blaðamaður skotinn til bana í óeirðum í Londonderry Norður-Írskur blaðamaður, Lyra McKee, var í gærkvöld skotin til bana í Londonderry þar sem hún fjallaði um óeirðir sem geisuðu í Creggan-hverfi borgarinnar í gærkvöld. Lögregla rannsakar morðið sem hryðjuverk. McKee varð fyrir skoti sem grímuklædds byssumanns er hún stóð nærri lögreglunni í Londonderry. 19. apríl 2019 09:06
Tveir unglinspiltar handteknir vegna morðs á blaðamanni Tveir unglingspiltar hafa verið handteknir í tengslum við morðið á blaðamanninum Lyru McKee, sem skotin var til bana í mótmælum í Londonderry á fimmtudag. 20. apríl 2019 09:45
Birtu myndband af morðingja blaðakonu í Norður-Írlandi Lögreglan í Norður-Írlandi hefur birt myndband af morðingja blaðakonunnar Lyra McKee sem skotin var til bana þegar óeirðir áttu sér stað í borginni Londonderry í gær. 19. apríl 2019 23:00