Páfi skikkar presta og nunnur til að tilkynna brot til yfirmanna Samúel Karl Ólason skrifar 9. maí 2019 19:10 Frans páfi í Páfagarði í dag. AP/Alessandra Tarantino Frans páfi gaf út ný kirkjulög í dag sem kveður á um að allir prestar og aðrir starfsmenn kaþólsku kirkjunnar eiga að tilkynna grun um kynferðisbrot og yfirhylmingar þeim tengdum til yfirmanna sinna innan kirkjunnar. Lögin segja þó ekki að brot eigi að tilkynna til lögreglu og í rauninni eiga biskupar að halda utan um þessi mál. Kirkjan hefur lengi verið gagnrýnd harðlega vegna aðgerðaleysis og jafnvel yfirhylminga biskupa vegna kynferðisbrota. Páfinn sjálfur hefur verið sakaður um að hafa vitað af kynferðisbrotum bandaríska kardinálans Theodore McCarrick frá árinu 2013.Lögin innihalda þó ákvæði um að fórnarlömb kynferðisbrota geti í einhverjum tilfellum tilkynnt þau brot beint til Vatíkansins. Fórnarlömb kynferðisbrota og talsmenn þeirra segja lög páfans þó skref í rétta átt, samkvæmt AP fréttaveitunni.Samkvæmt lögunum myndu allir sem tilkynna möguleg brot hljóta vernd og eiga öll biskupsdæmi kirkjunnar að búa yfir leiðum sem fólk getur notað til að tilkynna grun um kynferðisbrot með nafnleynd. Lögin fela einnig í sér starfsferla varðandi það ef biskupar sjálfir, kardinálar eða aðrir háttsettir starfsmenn kirkjunnar verða fyrir ásökunum.Samkvæmt Reuters eru reglur sem þessar til staðar í biskupsdæmum í sumum ríkjum eins og Bandaríkjunum. Þau vantar þó víða.Markmiðið að bregðast við gagnrýni Með þessum lögum vill Frans bregðast við gífurlegri gagnrýni sem kirkjan hefur orðið fyrir á undanförnum árum vegna kynferðisbrota innan kirkjunnar og ásakana um yfirhylmingar sem hafa dregið verulega úr trúverðugleika kirkjunnar og grafið undan páfatíð hans. „Fólk verður að vita að biskupar þjóna þeim,“ hefur AP eftir Charles Scicluna, erkibiskupi sem hefur lengi starfað við að rannsaka kynferðisbrot innan kirkjunnar. „Þeir eru ekki hafnir yfir lögin og ef þeir brjóta af sér verður að tilkynna þá.“ Eins og áður segir hafa lögin verið gagnrýnd þar sem þau skikka starfsmenn kirkjunnar ekki til að tilkynna brot eða grun um brot til lögreglu. Þess í stað standa eldri tilmæli um að fylgja eigi lögum hvers lands eða héraðs fyrir sig varðandi það hvort nauðsynlegt sé að tilkynna brot til lögreglu. Vatíkanið segir kirkjuna ekki geta skikkað fólk til að fara til lögreglunnar vegna fjölbreytileika laga um heim allan. Páfagarður Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Frans páfi gaf út ný kirkjulög í dag sem kveður á um að allir prestar og aðrir starfsmenn kaþólsku kirkjunnar eiga að tilkynna grun um kynferðisbrot og yfirhylmingar þeim tengdum til yfirmanna sinna innan kirkjunnar. Lögin segja þó ekki að brot eigi að tilkynna til lögreglu og í rauninni eiga biskupar að halda utan um þessi mál. Kirkjan hefur lengi verið gagnrýnd harðlega vegna aðgerðaleysis og jafnvel yfirhylminga biskupa vegna kynferðisbrota. Páfinn sjálfur hefur verið sakaður um að hafa vitað af kynferðisbrotum bandaríska kardinálans Theodore McCarrick frá árinu 2013.Lögin innihalda þó ákvæði um að fórnarlömb kynferðisbrota geti í einhverjum tilfellum tilkynnt þau brot beint til Vatíkansins. Fórnarlömb kynferðisbrota og talsmenn þeirra segja lög páfans þó skref í rétta átt, samkvæmt AP fréttaveitunni.Samkvæmt lögunum myndu allir sem tilkynna möguleg brot hljóta vernd og eiga öll biskupsdæmi kirkjunnar að búa yfir leiðum sem fólk getur notað til að tilkynna grun um kynferðisbrot með nafnleynd. Lögin fela einnig í sér starfsferla varðandi það ef biskupar sjálfir, kardinálar eða aðrir háttsettir starfsmenn kirkjunnar verða fyrir ásökunum.Samkvæmt Reuters eru reglur sem þessar til staðar í biskupsdæmum í sumum ríkjum eins og Bandaríkjunum. Þau vantar þó víða.Markmiðið að bregðast við gagnrýni Með þessum lögum vill Frans bregðast við gífurlegri gagnrýni sem kirkjan hefur orðið fyrir á undanförnum árum vegna kynferðisbrota innan kirkjunnar og ásakana um yfirhylmingar sem hafa dregið verulega úr trúverðugleika kirkjunnar og grafið undan páfatíð hans. „Fólk verður að vita að biskupar þjóna þeim,“ hefur AP eftir Charles Scicluna, erkibiskupi sem hefur lengi starfað við að rannsaka kynferðisbrot innan kirkjunnar. „Þeir eru ekki hafnir yfir lögin og ef þeir brjóta af sér verður að tilkynna þá.“ Eins og áður segir hafa lögin verið gagnrýnd þar sem þau skikka starfsmenn kirkjunnar ekki til að tilkynna brot eða grun um brot til lögreglu. Þess í stað standa eldri tilmæli um að fylgja eigi lögum hvers lands eða héraðs fyrir sig varðandi það hvort nauðsynlegt sé að tilkynna brot til lögreglu. Vatíkanið segir kirkjuna ekki geta skikkað fólk til að fara til lögreglunnar vegna fjölbreytileika laga um heim allan.
Páfagarður Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira