Fæðingalæknir segir fyrirburamyndir Ingu ósmekklegar og teknar úr samhengi Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. maí 2019 14:00 Inga Sæland formaður Flokks fólksins og Sigurlaug Benediktsdóttir fæðinga- og kvensjúkdómalæknir eru á öndverðum meiði í umræðu um þungunarrof. Vísir/Samsett Fæðinga- og kvensjúkdómalæknir á Landspítalanum segir það útspil Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, að senda myndir af fyrirbura til fjölmiðla í gær, vera ósmekklegt. Inga segist vonast til þess að sendingin fresti framgangi þungunarrofsfrumvarps heilbrigðisráðherra. Inga heygir nú harða baráttu á Alþingi gegn þungunarrofsfrumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Í gærkvöldi sendi hún hópsendingu á íslenska fjölmiðla með myndum af íslenskri stúlku sem fæddist á 23. viku meðgöngu. Verði frumvarp Svandísar samþykkt, sem allt bendir til samkvæmt atkvæðagreiðslum hingað til, verður konum heimilt að fara í þungunarrof fram að lokum 22. viku meðgöngu. Núgildandi lög kveða á um að slíkar aðgerðir skuli aldrei framkvæmdar síðar en eftir þá sextándu, nema fyrir liggi ótvíræðar læknisfræðilegar ástæður.Erfitt þegar hlutirnir eru teknir svona úr samhengi Sigurlaug Benediktsdóttir fæðinga- og kvensjúkdómalæknir á Landspítalanum skrifaði opið bréf til Ingu Sæland vegna málflutnings hennar í tengslum við frumvarpið í fyrra. Í greininni, sem birtist á Vísi í nóvember og vakti mikla athygli, lýsir Sigurlaug aðstæðum þeirra kvenna sem óska eftir þungunarrofi eftir sextándu viku, og nýja frumvarpið mun einkum heyra til. Sigurlaug segir í samtali við fréttastofu í dag að nýjasta útspil Ingu sé ósmekklegt og ekki eiga heima í umræðu um þungunarrofsfrumvarpið. „Það er bara mjög erfitt fyrir okkur þegar hlutirnir eru teknir svona úr samhengi. Það er ekki verið að tala um að leyfa fóstureyðingar eftir viku 22+0. En það eru vissulega dæmi um það að börn sem fæðist eftir viku 23 lifi af. Þannig að þetta er bara tvennt ólíkt og þetta er bara ósmekklegt hjá henni.“Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks, og Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, vilja stytta tímann. Í Páll leggur til 20 vikur en Anna Kolbrún 18 vikur.Vísir/Vilhelm20 vikur stór afturför og veruleg skerðing Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins lagði fram breytingartillögu um að þungunarrofsmörkin yrðu lækkuð úr 22 vikum í 20. Sigurlaug segir þá tillögu stóra afturför og „verulega skerðingu“ á réttindum verðandi foreldra. „Stærstur hluti fólks velur að þiggja fósturgreiningu sem er núna gerð í kringum 19.-20. viku og ef þeim ætti að standa áfram til boða að koma í fósturgreiningu þá yrðum við að færa það niður í viku 17, 18.“ Þessum greiningum þyrfti þannig að flýta til að gefa sérfræðingum tíma til rannsókna og foreldrum tíma til að taka afstöðu til þess hvort halda eigi meðgöngunni áfram eða rjúfa hana. „Þá erum við að gera miklu lakari rannsóknir með minna næmi og verra öryggi. Þannig að mér finnst þetta ótrúlega illa ígrundað.“ Þá svarar Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins útspili Ingu í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. Bryndís segir þar að Inga gangi langt í að persónugera umræðu um þungunarrofsfrumvarpið. Frumvarpið fjalli hins vegar ekki um kraftaverk sem unnin eru á vökudeild. Sjálf treysti Bryndís sér ekki til að taka ákvörðun um þungunarrof fyrir nokkurn mann.Vill aðrar forsendur Inga Sæland vonast til þess að myndirnar sem hún sendi af stúlkunni verði til þess að frumvarpið verði nálgast á öðrum forsendum en fylgismenn þess hafa haft frammi. „Ég vonast til þess að þetta frumvarp verði ekki sett í atkvæðagreiðslu á mánudaginn. Ég vonast til þess að við fáum tíma til að undirbúa þessa hluti á allt öðrum forsendum heldur en nú er lagt fram með. Mér finnst þetta alltof harkalegt og ótrúleg tímalengd á þessari heimild til fóstureyðinganna.“ Alþingi Heilbrigðismál Þungunarrof Tengdar fréttir Sendi fjölmiðlum myndir af íslenskri stúlku fæddri á 23. viku meðgöngu Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, heyir harða baráttu á Alþingi gegn þungunarrofsfrumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. 9. maí 2019 07:57 Harðar deilur um frumvarp um þungunarrof á Alþingi Alþingismenn tókust harkalega á í gær í umræðum um þungunarrof. Sumir þingmenn vilja takmarka sjálfsákvörðunarrétt kvenna til þungunarrofs og færa löggjöfina aftur um áratugi. 8. maí 2019 07:15 Segir umræðu um þungunarrof á Alþingi engum til sóma Fyrrverandi forsætisráðherra leggur til að fresta afgreiðslu frumvarpsins. 8. maí 2019 20:19 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Sjá meira
Fæðinga- og kvensjúkdómalæknir á Landspítalanum segir það útspil Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, að senda myndir af fyrirbura til fjölmiðla í gær, vera ósmekklegt. Inga segist vonast til þess að sendingin fresti framgangi þungunarrofsfrumvarps heilbrigðisráðherra. Inga heygir nú harða baráttu á Alþingi gegn þungunarrofsfrumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Í gærkvöldi sendi hún hópsendingu á íslenska fjölmiðla með myndum af íslenskri stúlku sem fæddist á 23. viku meðgöngu. Verði frumvarp Svandísar samþykkt, sem allt bendir til samkvæmt atkvæðagreiðslum hingað til, verður konum heimilt að fara í þungunarrof fram að lokum 22. viku meðgöngu. Núgildandi lög kveða á um að slíkar aðgerðir skuli aldrei framkvæmdar síðar en eftir þá sextándu, nema fyrir liggi ótvíræðar læknisfræðilegar ástæður.Erfitt þegar hlutirnir eru teknir svona úr samhengi Sigurlaug Benediktsdóttir fæðinga- og kvensjúkdómalæknir á Landspítalanum skrifaði opið bréf til Ingu Sæland vegna málflutnings hennar í tengslum við frumvarpið í fyrra. Í greininni, sem birtist á Vísi í nóvember og vakti mikla athygli, lýsir Sigurlaug aðstæðum þeirra kvenna sem óska eftir þungunarrofi eftir sextándu viku, og nýja frumvarpið mun einkum heyra til. Sigurlaug segir í samtali við fréttastofu í dag að nýjasta útspil Ingu sé ósmekklegt og ekki eiga heima í umræðu um þungunarrofsfrumvarpið. „Það er bara mjög erfitt fyrir okkur þegar hlutirnir eru teknir svona úr samhengi. Það er ekki verið að tala um að leyfa fóstureyðingar eftir viku 22+0. En það eru vissulega dæmi um það að börn sem fæðist eftir viku 23 lifi af. Þannig að þetta er bara tvennt ólíkt og þetta er bara ósmekklegt hjá henni.“Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks, og Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, vilja stytta tímann. Í Páll leggur til 20 vikur en Anna Kolbrún 18 vikur.Vísir/Vilhelm20 vikur stór afturför og veruleg skerðing Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins lagði fram breytingartillögu um að þungunarrofsmörkin yrðu lækkuð úr 22 vikum í 20. Sigurlaug segir þá tillögu stóra afturför og „verulega skerðingu“ á réttindum verðandi foreldra. „Stærstur hluti fólks velur að þiggja fósturgreiningu sem er núna gerð í kringum 19.-20. viku og ef þeim ætti að standa áfram til boða að koma í fósturgreiningu þá yrðum við að færa það niður í viku 17, 18.“ Þessum greiningum þyrfti þannig að flýta til að gefa sérfræðingum tíma til rannsókna og foreldrum tíma til að taka afstöðu til þess hvort halda eigi meðgöngunni áfram eða rjúfa hana. „Þá erum við að gera miklu lakari rannsóknir með minna næmi og verra öryggi. Þannig að mér finnst þetta ótrúlega illa ígrundað.“ Þá svarar Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins útspili Ingu í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. Bryndís segir þar að Inga gangi langt í að persónugera umræðu um þungunarrofsfrumvarpið. Frumvarpið fjalli hins vegar ekki um kraftaverk sem unnin eru á vökudeild. Sjálf treysti Bryndís sér ekki til að taka ákvörðun um þungunarrof fyrir nokkurn mann.Vill aðrar forsendur Inga Sæland vonast til þess að myndirnar sem hún sendi af stúlkunni verði til þess að frumvarpið verði nálgast á öðrum forsendum en fylgismenn þess hafa haft frammi. „Ég vonast til þess að þetta frumvarp verði ekki sett í atkvæðagreiðslu á mánudaginn. Ég vonast til þess að við fáum tíma til að undirbúa þessa hluti á allt öðrum forsendum heldur en nú er lagt fram með. Mér finnst þetta alltof harkalegt og ótrúleg tímalengd á þessari heimild til fóstureyðinganna.“
Alþingi Heilbrigðismál Þungunarrof Tengdar fréttir Sendi fjölmiðlum myndir af íslenskri stúlku fæddri á 23. viku meðgöngu Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, heyir harða baráttu á Alþingi gegn þungunarrofsfrumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. 9. maí 2019 07:57 Harðar deilur um frumvarp um þungunarrof á Alþingi Alþingismenn tókust harkalega á í gær í umræðum um þungunarrof. Sumir þingmenn vilja takmarka sjálfsákvörðunarrétt kvenna til þungunarrofs og færa löggjöfina aftur um áratugi. 8. maí 2019 07:15 Segir umræðu um þungunarrof á Alþingi engum til sóma Fyrrverandi forsætisráðherra leggur til að fresta afgreiðslu frumvarpsins. 8. maí 2019 20:19 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Sjá meira
Sendi fjölmiðlum myndir af íslenskri stúlku fæddri á 23. viku meðgöngu Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, heyir harða baráttu á Alþingi gegn þungunarrofsfrumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. 9. maí 2019 07:57
Harðar deilur um frumvarp um þungunarrof á Alþingi Alþingismenn tókust harkalega á í gær í umræðum um þungunarrof. Sumir þingmenn vilja takmarka sjálfsákvörðunarrétt kvenna til þungunarrofs og færa löggjöfina aftur um áratugi. 8. maí 2019 07:15
Segir umræðu um þungunarrof á Alþingi engum til sóma Fyrrverandi forsætisráðherra leggur til að fresta afgreiðslu frumvarpsins. 8. maí 2019 20:19
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði