Segja nýjan orkugjafa geta knúið geimför í allt að 400 ár Samúel Karl Ólason skrifar 3. maí 2019 15:13 Í stuttu máli sagt náðu þeir ameríkín úr plútonbirgðum Breta og notuðu hitann frá frumefninu í sérstökum rafali til að skapa nægilegt rafmagn til að kveikja á ljósaperu. Breskum vísindamönnum hefur tekist að nota geislavirka frumefnið ameríkín (americium) til að framleiða rafmagn og segja það geta keyrt geimför framtíðarinnar í allt að 400 ár og þá sérstaklega smærri könnunarför. Ameríkín finnst ekki í náttúrunni heldur er aukaafurð hrörnunar plútons. Plúton verður svo til við í kjarnakljúfum í orkuveri. Vísindamennirnir sem um ræðir starfa hjá National Nuclear Laboratory sem er bresk ríkisstofnun og unnu með háskólanum í Leicester. Í stuttu máli sagt náðu þeir ameríkín úr plútonbirgðum Breta og notuðu hitann frá frumefninu í sérstökum rafali til að skapa nægilegt rafmagn til að kveikja á ljósaperu. Í tilkynningu vef NNL segir að hægt væri að nota ameríkínrafal til að keyra geimför sem senda á langt út í geim. Þannig gætu þau sent myndir og gögn aftur til jarðarinnar í allt að fjögur hundruð ár, sem er mun lengri tími en gengur og gerist með geimför í dag.Einnig væri hægt að nota slíka rafala á plánetum eða öðrum stöðum þar sem hefðbundnar sólarrafhlöður duga ekki til. Í senn væri verið að endurvinna kjarnorkuúrgang. Í áðurnefndri tilkynningu segja vísindamennirnir sem að verkefninu komu að um mikilvægt skref í könnun sólkerfisins og geimsins sé um að ræða. Þörf sé á mikilli framþróun varðandi orkuframleiðslu, vélmenni og margt annað. Þessi þróun opni á mun metnaðargjarnari könnunarverkefni en hafi áður verið í boði. Verkefni þetta hefur tekið nokkur ár með stuðningi yfirvalda Bretlands og bresku geimvísindastofnunarinnar í samstarfi við Geimvísindastofnun Evrópu (ESA). This new power source could keep spacecraft going for up to 400 years in deep space or on the surface of other planets ⚡️Another great example of world-leading science funded by the UK through @esa#IndustrialStrategy https://t.co/9aPQQPSeie— UK Space Agency (@spacegovuk) May 3, 2019 Bretland Evrópusambandið Geimurinn Tækni Vísindi Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Breskum vísindamönnum hefur tekist að nota geislavirka frumefnið ameríkín (americium) til að framleiða rafmagn og segja það geta keyrt geimför framtíðarinnar í allt að 400 ár og þá sérstaklega smærri könnunarför. Ameríkín finnst ekki í náttúrunni heldur er aukaafurð hrörnunar plútons. Plúton verður svo til við í kjarnakljúfum í orkuveri. Vísindamennirnir sem um ræðir starfa hjá National Nuclear Laboratory sem er bresk ríkisstofnun og unnu með háskólanum í Leicester. Í stuttu máli sagt náðu þeir ameríkín úr plútonbirgðum Breta og notuðu hitann frá frumefninu í sérstökum rafali til að skapa nægilegt rafmagn til að kveikja á ljósaperu. Í tilkynningu vef NNL segir að hægt væri að nota ameríkínrafal til að keyra geimför sem senda á langt út í geim. Þannig gætu þau sent myndir og gögn aftur til jarðarinnar í allt að fjögur hundruð ár, sem er mun lengri tími en gengur og gerist með geimför í dag.Einnig væri hægt að nota slíka rafala á plánetum eða öðrum stöðum þar sem hefðbundnar sólarrafhlöður duga ekki til. Í senn væri verið að endurvinna kjarnorkuúrgang. Í áðurnefndri tilkynningu segja vísindamennirnir sem að verkefninu komu að um mikilvægt skref í könnun sólkerfisins og geimsins sé um að ræða. Þörf sé á mikilli framþróun varðandi orkuframleiðslu, vélmenni og margt annað. Þessi þróun opni á mun metnaðargjarnari könnunarverkefni en hafi áður verið í boði. Verkefni þetta hefur tekið nokkur ár með stuðningi yfirvalda Bretlands og bresku geimvísindastofnunarinnar í samstarfi við Geimvísindastofnun Evrópu (ESA). This new power source could keep spacecraft going for up to 400 years in deep space or on the surface of other planets ⚡️Another great example of world-leading science funded by the UK through @esa#IndustrialStrategy https://t.co/9aPQQPSeie— UK Space Agency (@spacegovuk) May 3, 2019
Bretland Evrópusambandið Geimurinn Tækni Vísindi Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“