Nýr kærasti Noregsprinsessu segir foreldra hennar elska sig Birgir Olgeirsson skrifar 14. maí 2019 08:26 Ein af myndunum sem Marta Noregsprinsessa deildi af sér og nýja kærastanum, Durek Verrett. Instagram Bandaríkjamaðurinn Durek Verrett, sem er nýr kærasti Mörtu Noregsprinsessu, stofnaði til beinnar útsendingar á Instagram í gær þar sem hann fór nánar út í það hversu mikið hann elskar Mörtu Louise og fjölskyldu hennar. Greint var frá þessu á vef norska dagblaðsins Verdens Gang í gær. „Foreldrar Mörtu elska mig og ég elska þau. Þau eru svo góðar sálir. Um það snýst þetta allt sama, góðar sálir,“ sagði Durek meðal annars. Í þessari beinu útsendingu talaði Durek einnig um tíðahvörf kvenna og taldi nauðsynlegt að hlusta betur á konur sem ganga í gegnum slíkt. Sjá einnig: Noregsprinsessa kynnir nýjan kærasta og lætur gagnrýnendur heyra það Sonja drottning og Haraldur Noregskonungur, foreldra Mörtu Noregsprinsessu.Vísir/EPA Durek segist afar hamingjusamur að hafa kynnst Mörtu. „Svo ekki sé minnst á að hún er valdamikil kona og allir vita að mér er umhugað um valdeflingu kvenna. Það er ekkert betra en að vera með ákveðna konu þér við hlið. Og þegar maður gerir mistök, sem ég geri, þá get ég farið til hennar og grátið í örmum hennar eins og lítið barn. Það er stórkostlegt fyrir karlmann.“ Hann bendir á að að hann eigi ættingja úr móðurætt í Fredrikstad og Oslo og að honum og Mörtu finnist eins og forfeður þeirra hafi leitt þau saman. Durek er sjálftitlaður heilari en hann hefur sagt að hann hafi erft töfralækningahæfileika sína frá ömmu sinni. Hann var staddur hér á landi þar sem hann tók þátt í pallborðsumræðu um hæfileika sína þar sem hann vék sér fimlega undan spurningum fulltrúa Vantrúar sem efaðist um lækningamátt hans. Vaknaði aftur til lífs Hann er fjörutíu og fjögurra ára í dag en þegar hann var 28 ára gamall var hann að eigin sögn greindur með ólæknandi nýrnasjúkdóm. „Ég vissi að ég myndi deyja,“ sagði Durek árið 2016. Norska dagblaðið Verdens Gang rifjar þetta upp en þar segir að sjúkdómssaga Dureks hafi verið sögð á hópfjármögnunarsíðunni Indiegogo. Þar var safnað fyrir aðgerð sem Durek átti að gangast undir. Var hann sagður þurfa á nýju nýra að halda. „Fyrir sjö árum var Durek Verrett greindur með ólæknandi nýrnabilun. Hjarta hans hætti að slá. Einn læknir hafði úrskurðað hann látinn, en annar neitaði að gefast upp og reyndi endurlífgun. Hún tókst en Durek var haldið sofandi í nokkra mánuði,“ segir í færslunni. Durek Verrett og Marta prinsessa.Instagram Durek gekkst síðar meir undir aðgerðina og fékk annað nýra frá systur sinni Angelinu. Tengdaforeldrarnir tjá sig ekki Í viðtali við YouTube-rásina Mindbodygreen fór Durek yfir þessa lífsreynslu sína, að deyja en vakna aftur til lífs. Hann sagði þetta hafa verið einskonar andlega endurreisn og þannig hafi hann fengið krafta sína. VG hefur sett sig í samband við fjölmiðlafulltrúa norsku konungsfjölskyldunnar en þaðan fást þau svör að fjölskyldan tjái sig ekki að svo stöddu. Durek og Marta munu ferðast um Noreg í næstu viku til að opinbera ást sína fyrir þjóðinni. Kóngafólk Noregur Haraldur V Noregskonungur Tengdar fréttir Nýr kærasti Noregsprinsessu vék sér fimlega undan aðgangshörðum spurningum á Íslandi Íslenskur lífefnfræðingur hefur ekki mikið álit á honum. 13. maí 2019 16:14 Noregsprinsessa kynnir nýjan kærasta og lætur gagnrýnendur heyra það Ég vel mér ekki mann til að þóknast ykkur eða þeim veruleika sem þið sjáið fyrir ykkur, skrifar prinsessan. 13. maí 2019 13:49 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Durek Verrett, sem er nýr kærasti Mörtu Noregsprinsessu, stofnaði til beinnar útsendingar á Instagram í gær þar sem hann fór nánar út í það hversu mikið hann elskar Mörtu Louise og fjölskyldu hennar. Greint var frá þessu á vef norska dagblaðsins Verdens Gang í gær. „Foreldrar Mörtu elska mig og ég elska þau. Þau eru svo góðar sálir. Um það snýst þetta allt sama, góðar sálir,“ sagði Durek meðal annars. Í þessari beinu útsendingu talaði Durek einnig um tíðahvörf kvenna og taldi nauðsynlegt að hlusta betur á konur sem ganga í gegnum slíkt. Sjá einnig: Noregsprinsessa kynnir nýjan kærasta og lætur gagnrýnendur heyra það Sonja drottning og Haraldur Noregskonungur, foreldra Mörtu Noregsprinsessu.Vísir/EPA Durek segist afar hamingjusamur að hafa kynnst Mörtu. „Svo ekki sé minnst á að hún er valdamikil kona og allir vita að mér er umhugað um valdeflingu kvenna. Það er ekkert betra en að vera með ákveðna konu þér við hlið. Og þegar maður gerir mistök, sem ég geri, þá get ég farið til hennar og grátið í örmum hennar eins og lítið barn. Það er stórkostlegt fyrir karlmann.“ Hann bendir á að að hann eigi ættingja úr móðurætt í Fredrikstad og Oslo og að honum og Mörtu finnist eins og forfeður þeirra hafi leitt þau saman. Durek er sjálftitlaður heilari en hann hefur sagt að hann hafi erft töfralækningahæfileika sína frá ömmu sinni. Hann var staddur hér á landi þar sem hann tók þátt í pallborðsumræðu um hæfileika sína þar sem hann vék sér fimlega undan spurningum fulltrúa Vantrúar sem efaðist um lækningamátt hans. Vaknaði aftur til lífs Hann er fjörutíu og fjögurra ára í dag en þegar hann var 28 ára gamall var hann að eigin sögn greindur með ólæknandi nýrnasjúkdóm. „Ég vissi að ég myndi deyja,“ sagði Durek árið 2016. Norska dagblaðið Verdens Gang rifjar þetta upp en þar segir að sjúkdómssaga Dureks hafi verið sögð á hópfjármögnunarsíðunni Indiegogo. Þar var safnað fyrir aðgerð sem Durek átti að gangast undir. Var hann sagður þurfa á nýju nýra að halda. „Fyrir sjö árum var Durek Verrett greindur með ólæknandi nýrnabilun. Hjarta hans hætti að slá. Einn læknir hafði úrskurðað hann látinn, en annar neitaði að gefast upp og reyndi endurlífgun. Hún tókst en Durek var haldið sofandi í nokkra mánuði,“ segir í færslunni. Durek Verrett og Marta prinsessa.Instagram Durek gekkst síðar meir undir aðgerðina og fékk annað nýra frá systur sinni Angelinu. Tengdaforeldrarnir tjá sig ekki Í viðtali við YouTube-rásina Mindbodygreen fór Durek yfir þessa lífsreynslu sína, að deyja en vakna aftur til lífs. Hann sagði þetta hafa verið einskonar andlega endurreisn og þannig hafi hann fengið krafta sína. VG hefur sett sig í samband við fjölmiðlafulltrúa norsku konungsfjölskyldunnar en þaðan fást þau svör að fjölskyldan tjái sig ekki að svo stöddu. Durek og Marta munu ferðast um Noreg í næstu viku til að opinbera ást sína fyrir þjóðinni.
Kóngafólk Noregur Haraldur V Noregskonungur Tengdar fréttir Nýr kærasti Noregsprinsessu vék sér fimlega undan aðgangshörðum spurningum á Íslandi Íslenskur lífefnfræðingur hefur ekki mikið álit á honum. 13. maí 2019 16:14 Noregsprinsessa kynnir nýjan kærasta og lætur gagnrýnendur heyra það Ég vel mér ekki mann til að þóknast ykkur eða þeim veruleika sem þið sjáið fyrir ykkur, skrifar prinsessan. 13. maí 2019 13:49 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Nýr kærasti Noregsprinsessu vék sér fimlega undan aðgangshörðum spurningum á Íslandi Íslenskur lífefnfræðingur hefur ekki mikið álit á honum. 13. maí 2019 16:14
Noregsprinsessa kynnir nýjan kærasta og lætur gagnrýnendur heyra það Ég vel mér ekki mann til að þóknast ykkur eða þeim veruleika sem þið sjáið fyrir ykkur, skrifar prinsessan. 13. maí 2019 13:49