Katalónarnir náðu kjöri en óvissa ríkir um framhaldið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. maí 2019 06:15 Útlaginn Puigdemont telur sig nú njóta þinghelgi. Nordicphotos/AFP Þrír af leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar náðu kjöri á Evrópuþingið í kosningum helgarinnar. Það er hins vegar alls óvíst hvort þeir geti tekið sæti á þinginu enda er staða þeirra nokkuð óvenjuleg. Framboð fyrrverandi héraðsforsetans Carles Puigdemont, JxCat, fékk um 28,52 prósent atkvæða í héraðinu og framboð fyrrverandi héraðsvaraforsetans Oriol Junqueras, ERC, fékk 21,19 prósent. Þeirra á milli var Sósíalistaflokkurinn, sem er sambandssinnaður, með 22,14 prósent. Í heildina fengu flokkar sjálfstæðissinna fleiri atkvæði en sambandssinna. Junqueras er í gæsluvarðhaldi á Spáni. Réttað er yfir honum og ellefu öðrum Katalónum um þessar mundir fyrir uppreisn, uppreisnaráróður og aðra meinta glæpi sem Katalónarnir eiga að hafa framið í kringum sjálfstæðisatkvæðagreiðsluna í héraðinu haustið 2017. Puigdemont er aftur á móti í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu. Þangað flúði hann skömmu áður en hann var sakaður um sömu glæpi og evrópsk handtökuskipun var gefin út á hendur honum. Forsetinn fyrrverandi hefur hins vegar ekki enn verið framseldur til Spánar. Hið sama gildir um fyrrverandi heilbrigðismálaráðherra Katalóna, Antoni Comín, sem náði einnig kjöri. Það var óljóst þangað til í upphafi mánaðar hvort framboð sjálfstæðisleiðtoganna væri yfir höfuð löglegt. Dómstóll í Madríd úrskurðaði hins vegar svo. Lögfræðiálit sem Antonio Tajani, forseti Evrópuþingsins, fór fram á sýndi sömu niðurstöðu, að katalónskir útlagar og ákærðir mættu bjóða sig fram. Hins vegar er áhyggjuefni fyrir Katalónana að í þessu sama lögfræðiáliti sagði að til þess að taka sæti á Evrópuþinginu þyrftu þeir að ferðast til Madrídar og sverja spænsku stjórnarskránni hollustueið. Þetta gæti reynst erfitt fyrir Puigdemont þar sem hann yrði líklega handtekinn ef hann kemur til Spánar. Junqueras er vissulega staddur á Spáni nú þegar. Hann náði einnig kjöri í neðri deild spænska þingsins og fékk leyfi til að fara úr fangelsinu ásamt fjórum öðrum til að sverja sams konar eið. Að því loknu voru fimmmenningarnir hins vegar sendir aftur í fangelsi og sendir í leyfi frá þingstörfum. Það er sum sé ekki öruggt að Junqueras eða Puigdemont fái að taka sæti. Fyrir liggur að Puigdemont er ekki sammála lögfræðiálitinu. Hann hefur áður sagst öðlast þinghelgi um leið og hann nær kjöri og lítur svo á í þokkabót að ferðin til Spánar sé ekki nauðsynleg. Forsetinn fyrrverandi hefur ekki gefið til kynna með afgerandi hætti hvort hann ætli til Madrídar. Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Sjá meira
Þrír af leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar náðu kjöri á Evrópuþingið í kosningum helgarinnar. Það er hins vegar alls óvíst hvort þeir geti tekið sæti á þinginu enda er staða þeirra nokkuð óvenjuleg. Framboð fyrrverandi héraðsforsetans Carles Puigdemont, JxCat, fékk um 28,52 prósent atkvæða í héraðinu og framboð fyrrverandi héraðsvaraforsetans Oriol Junqueras, ERC, fékk 21,19 prósent. Þeirra á milli var Sósíalistaflokkurinn, sem er sambandssinnaður, með 22,14 prósent. Í heildina fengu flokkar sjálfstæðissinna fleiri atkvæði en sambandssinna. Junqueras er í gæsluvarðhaldi á Spáni. Réttað er yfir honum og ellefu öðrum Katalónum um þessar mundir fyrir uppreisn, uppreisnaráróður og aðra meinta glæpi sem Katalónarnir eiga að hafa framið í kringum sjálfstæðisatkvæðagreiðsluna í héraðinu haustið 2017. Puigdemont er aftur á móti í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu. Þangað flúði hann skömmu áður en hann var sakaður um sömu glæpi og evrópsk handtökuskipun var gefin út á hendur honum. Forsetinn fyrrverandi hefur hins vegar ekki enn verið framseldur til Spánar. Hið sama gildir um fyrrverandi heilbrigðismálaráðherra Katalóna, Antoni Comín, sem náði einnig kjöri. Það var óljóst þangað til í upphafi mánaðar hvort framboð sjálfstæðisleiðtoganna væri yfir höfuð löglegt. Dómstóll í Madríd úrskurðaði hins vegar svo. Lögfræðiálit sem Antonio Tajani, forseti Evrópuþingsins, fór fram á sýndi sömu niðurstöðu, að katalónskir útlagar og ákærðir mættu bjóða sig fram. Hins vegar er áhyggjuefni fyrir Katalónana að í þessu sama lögfræðiáliti sagði að til þess að taka sæti á Evrópuþinginu þyrftu þeir að ferðast til Madrídar og sverja spænsku stjórnarskránni hollustueið. Þetta gæti reynst erfitt fyrir Puigdemont þar sem hann yrði líklega handtekinn ef hann kemur til Spánar. Junqueras er vissulega staddur á Spáni nú þegar. Hann náði einnig kjöri í neðri deild spænska þingsins og fékk leyfi til að fara úr fangelsinu ásamt fjórum öðrum til að sverja sams konar eið. Að því loknu voru fimmmenningarnir hins vegar sendir aftur í fangelsi og sendir í leyfi frá þingstörfum. Það er sum sé ekki öruggt að Junqueras eða Puigdemont fái að taka sæti. Fyrir liggur að Puigdemont er ekki sammála lögfræðiálitinu. Hann hefur áður sagst öðlast þinghelgi um leið og hann nær kjöri og lítur svo á í þokkabót að ferðin til Spánar sé ekki nauðsynleg. Forsetinn fyrrverandi hefur ekki gefið til kynna með afgerandi hætti hvort hann ætli til Madrídar.
Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Sjá meira