Mótmælendur í Súdan varaðir við afleiðingum skemmdarverka Andri Eysteinsson skrifar 29. júní 2019 20:13 Herinn kom Omar al Bashir frá völdum fyrir meira en tveimur mánuðum síðan. GettyAnadoluAgency Forkólfar mótmælanna í Súdan verða gerðir ábyrgir fyrir öllum þeim skemmdum og þeirri eyðileggingu sem mótmælendur valda í mótmælum gegn herstjórn landsins. Herstjórnin kom þessum skilaboðum áleiðis til mótmælenda en fyrir huguð eru stór mótmæli þar sem lýðræði verður krafist. AP greinir frá. Meira en tveir mánuðir eru liðnir síðan að Omar al-Bashir, leiðtoga Súdan í 30 ár, var steypt af stóli af hernum. Ástandið hefur vægast sagt verið slæmt í landinu síðan en Afríkusambandið og eþíópísk stjórnvöld hafa beitt sér fyrir því að stríðandi fylkingar komi að samningaborðinu og hafa hvatt aðila deilunnar til þess að semja um frið. Forkólfar mótmælanna segja að skilaboð hersins sé bein hótun til þeirra og sé til þess ætluð að auðvelda að berja niður mótmælin sem fram fara á morgun. SPA, ein stofnunin sem boðað hefur til mótmæla, segir að öryggissveitir stjórnarinnar hafi ruðst inn í byggingu stofnunarinnar og bannað þeim að halda blaðamannafundi í aðdraganda mótmælanna. Hershöfðinginn Mohamed Hamdan Dagalo, forseti herráðsins, segir stjórnina ekki vera andsnúna friðsömum mótmælum. „En það er fólk sem hefur ákveðið markmið. Við viljum engin vandræði og enga erfiðleika,“ sagði Dagalo á fundi stuðningsmanna herstjórnarinnar. Þá sagði Dagalo að hermenn yrðu sendir á vettvang mótmælanna, til þess að vernda mótmælendur en ekki til þess að veita þeim skaða. Súdan Tengdar fréttir Súdan vísað úr Afríkubandalaginu Stjórnarandstaðan í Súdan segir að yfir hundrað mótmælendur hafi verið drepnir þar undanfarna daga. 6. júní 2019 14:33 Krefst þess að eftirlitsmenn fái að koma til Súdan Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna vill að herinn hætti kúgun á mótmælendum og hleypi alþjóðlegum eftirlitsmönnum inn í landið. 24. júní 2019 10:17 Súdanskar öryggissveitir skutu inn í hóp mótmælenda Súdanskar öryggissveitir beittu mótmælendur táragasi og skutu inn í hópinn til að dreifa mótmælendum sem voru að setja upp vegatálma í Khartoum. 9. júní 2019 16:09 Afríkusambandið frysti aðild Súdans vegna aðgerða hersins Aðild Súdans að Afríkusambandinu hefur verið fryst eftir að tugir mótmælenda féllu í árásum súdanska hersins. Illa hefur gengið að leysa deiluna en forsætisráðherra Eþíópíu kemur til landsins í dag til að reyna að miðla málum. 7. júní 2019 07:45 Hundrað mótmælendur drepnir í Súdan Tala látinna mótmælenda í Kartúm, höfuðborg Súdan, hækkaði í gær og stóð í rúmlega hundrað. Áður var staðfest að 35 hefðu látist. 6. júní 2019 06:45 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Sjá meira
Forkólfar mótmælanna í Súdan verða gerðir ábyrgir fyrir öllum þeim skemmdum og þeirri eyðileggingu sem mótmælendur valda í mótmælum gegn herstjórn landsins. Herstjórnin kom þessum skilaboðum áleiðis til mótmælenda en fyrir huguð eru stór mótmæli þar sem lýðræði verður krafist. AP greinir frá. Meira en tveir mánuðir eru liðnir síðan að Omar al-Bashir, leiðtoga Súdan í 30 ár, var steypt af stóli af hernum. Ástandið hefur vægast sagt verið slæmt í landinu síðan en Afríkusambandið og eþíópísk stjórnvöld hafa beitt sér fyrir því að stríðandi fylkingar komi að samningaborðinu og hafa hvatt aðila deilunnar til þess að semja um frið. Forkólfar mótmælanna segja að skilaboð hersins sé bein hótun til þeirra og sé til þess ætluð að auðvelda að berja niður mótmælin sem fram fara á morgun. SPA, ein stofnunin sem boðað hefur til mótmæla, segir að öryggissveitir stjórnarinnar hafi ruðst inn í byggingu stofnunarinnar og bannað þeim að halda blaðamannafundi í aðdraganda mótmælanna. Hershöfðinginn Mohamed Hamdan Dagalo, forseti herráðsins, segir stjórnina ekki vera andsnúna friðsömum mótmælum. „En það er fólk sem hefur ákveðið markmið. Við viljum engin vandræði og enga erfiðleika,“ sagði Dagalo á fundi stuðningsmanna herstjórnarinnar. Þá sagði Dagalo að hermenn yrðu sendir á vettvang mótmælanna, til þess að vernda mótmælendur en ekki til þess að veita þeim skaða.
Súdan Tengdar fréttir Súdan vísað úr Afríkubandalaginu Stjórnarandstaðan í Súdan segir að yfir hundrað mótmælendur hafi verið drepnir þar undanfarna daga. 6. júní 2019 14:33 Krefst þess að eftirlitsmenn fái að koma til Súdan Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna vill að herinn hætti kúgun á mótmælendum og hleypi alþjóðlegum eftirlitsmönnum inn í landið. 24. júní 2019 10:17 Súdanskar öryggissveitir skutu inn í hóp mótmælenda Súdanskar öryggissveitir beittu mótmælendur táragasi og skutu inn í hópinn til að dreifa mótmælendum sem voru að setja upp vegatálma í Khartoum. 9. júní 2019 16:09 Afríkusambandið frysti aðild Súdans vegna aðgerða hersins Aðild Súdans að Afríkusambandinu hefur verið fryst eftir að tugir mótmælenda féllu í árásum súdanska hersins. Illa hefur gengið að leysa deiluna en forsætisráðherra Eþíópíu kemur til landsins í dag til að reyna að miðla málum. 7. júní 2019 07:45 Hundrað mótmælendur drepnir í Súdan Tala látinna mótmælenda í Kartúm, höfuðborg Súdan, hækkaði í gær og stóð í rúmlega hundrað. Áður var staðfest að 35 hefðu látist. 6. júní 2019 06:45 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Sjá meira
Súdan vísað úr Afríkubandalaginu Stjórnarandstaðan í Súdan segir að yfir hundrað mótmælendur hafi verið drepnir þar undanfarna daga. 6. júní 2019 14:33
Krefst þess að eftirlitsmenn fái að koma til Súdan Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna vill að herinn hætti kúgun á mótmælendum og hleypi alþjóðlegum eftirlitsmönnum inn í landið. 24. júní 2019 10:17
Súdanskar öryggissveitir skutu inn í hóp mótmælenda Súdanskar öryggissveitir beittu mótmælendur táragasi og skutu inn í hópinn til að dreifa mótmælendum sem voru að setja upp vegatálma í Khartoum. 9. júní 2019 16:09
Afríkusambandið frysti aðild Súdans vegna aðgerða hersins Aðild Súdans að Afríkusambandinu hefur verið fryst eftir að tugir mótmælenda féllu í árásum súdanska hersins. Illa hefur gengið að leysa deiluna en forsætisráðherra Eþíópíu kemur til landsins í dag til að reyna að miðla málum. 7. júní 2019 07:45
Hundrað mótmælendur drepnir í Súdan Tala látinna mótmælenda í Kartúm, höfuðborg Súdan, hækkaði í gær og stóð í rúmlega hundrað. Áður var staðfest að 35 hefðu látist. 6. júní 2019 06:45