Hættuleg hitabylgja hrellir Evrópubúa og er ekki á förum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. júní 2019 08:00 Þessir Parísarbúar stungu sér á bólakaf til þess að flýja hitann. Nordicphotos/AFP Evrópa Hitabylgja hélt áfram að hrella fólk víða um Evrópu í gær og fór hiti vel yfir fjörutíu stig í til að mynda Frakklandi, á Spáni og í Sviss. Degi fyrr höfðu hitamet fallið í Þýskalandi, Póllandi og Tékklandi en búist er við því að enn hitni um helgina. Þeir veðurfræðingar sem breska ríkisútvarpið vitnaði til í gær sögðu ofsahitann kominn til vegna vinda frá norðanverðri Afríku. Timothy Hewson, sem stýrir veðurspáteymi evrópsku veðurstofunnar ECMWF, sagði það einnig spila stóra rullu að það hefur verið heiðskírt víða. Þurri jörð sé einnig um að kenna vegna þess að það ástand þýðir minni uppgufun. Íbúar hafa verið varaðir sérstaklega við hitabylgjunni, en hiti sem þessi getur verið lífshættulegur. Þess er skemmst að minnast að um 15.000 dóu í Frakklandi eftir álíka hitabylgju í ágúst 2003, að því er fram kom í frétt France 24. Þótt hitabylgjur séu ekki nýjar af nálinni hafa loftslagsvísindamenn bent á að loftslagsbreytingar af mannavöldum geri ástandið mun verra. Veröldin sé nú um einni gráðu hlýrri en fyrir iðnbyltingu og því séu veðuröfgar orðnar algengari. „Nú þegar við fáum hitabylgjur verða þær líklega að minnsta kosti gráðu hlýrri. Við erum enn að sjá öfgafull veðrabrigði en þau eru að verða algengari,“ sagði Grahame Madge hjá bresku veðurstofunni við BBC. Loftslagsmálanefnd breska þingsins varaði við því síðasta sumar að hitabylgjur sem þessar gætu orðið árlegur viðburður vegna loftslagsbreytinga. Nefndin komst að því að um 7.000 Bretar gætu dáið á ári vegna hitabylgna ef ekki er gripið inn í sem fyrst. „Þessi aukning í veðuröfgum er nákvæmlega sú sem loftslagsvísindin hafa spáð og eru afleiðing hamfarahlýnunar. Hún er svo afleiðing aukins útblásturs gróðurhúsalofttegunda,“ hafði AP eftir Stefan Rahmstorf, loftslagsvísindamanni hjá loftslagsrannsóknastofnuninni PIK í Þýskalandi.Katalónía brennur Miklir skógareldar hafa kviknað vegna hitabylgjunnar í Tarragona í suðurhluta spænska héraðsins Katalóníu. Búist er við því að eldarnir verði einir þeir verstu í tuttugu ár og voru í það minnsta 5.500 hektarar alelda í gær, að því er kom fram í frétt katalónska miðilsins ACN. Rúmlega 500 slökkviliðsmenn og hermenn börðust við eldana í gær. 53 íbúum hefur verið gert að flýja heimili sín en talið er að um 20.000 gætu lent í hættu vegna hamfaranna. Þá hefur fimm stofnbrautum verið lokað og fólki er ráðlagt að halda sig fjarri svæðinu. „Við höfum ekki þurft að takast á við viðlíka elda í tuttugu ár. Þeir gætu brennt 20.000 hektara svæði. Við þurfum að passa okkur því hvers konar kæruleysi gæti orsakað hörmulega ógæfu,“ tísti Miquel Buch, innanríkisráðherra héraðsins, í gær. David Borrell, slökkviliðsstjóri svæðisins, sagði við Catalunya Radio að það væri erfitt að vera bjartsýnn á að slökkvistarf gangi vel. „Landslagið er afar erfitt og veldur miklum vandamálum. Veðrið er einnig til vandræða. Það þreytir okkur og þýðir að við þurfum að leggja enn harðar að okkur.“ Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Skógareldar Spánn Veður Tengdar fréttir Hitametin falla á meginlandinu Hitinn á enn að hækka víða á meginlandi Evrópu í dag. Varað er við hættu á skógareldum og ógn við heilsu manna. 27. júní 2019 07:52 Parísarbúar búa sig undir allt að fjörutíu stiga hita Líkur eru á því að hitamet fyrir júní falli í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Belgíu í hitabylgju í vikunni. 24. júní 2019 10:39 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Evrópa Hitabylgja hélt áfram að hrella fólk víða um Evrópu í gær og fór hiti vel yfir fjörutíu stig í til að mynda Frakklandi, á Spáni og í Sviss. Degi fyrr höfðu hitamet fallið í Þýskalandi, Póllandi og Tékklandi en búist er við því að enn hitni um helgina. Þeir veðurfræðingar sem breska ríkisútvarpið vitnaði til í gær sögðu ofsahitann kominn til vegna vinda frá norðanverðri Afríku. Timothy Hewson, sem stýrir veðurspáteymi evrópsku veðurstofunnar ECMWF, sagði það einnig spila stóra rullu að það hefur verið heiðskírt víða. Þurri jörð sé einnig um að kenna vegna þess að það ástand þýðir minni uppgufun. Íbúar hafa verið varaðir sérstaklega við hitabylgjunni, en hiti sem þessi getur verið lífshættulegur. Þess er skemmst að minnast að um 15.000 dóu í Frakklandi eftir álíka hitabylgju í ágúst 2003, að því er fram kom í frétt France 24. Þótt hitabylgjur séu ekki nýjar af nálinni hafa loftslagsvísindamenn bent á að loftslagsbreytingar af mannavöldum geri ástandið mun verra. Veröldin sé nú um einni gráðu hlýrri en fyrir iðnbyltingu og því séu veðuröfgar orðnar algengari. „Nú þegar við fáum hitabylgjur verða þær líklega að minnsta kosti gráðu hlýrri. Við erum enn að sjá öfgafull veðrabrigði en þau eru að verða algengari,“ sagði Grahame Madge hjá bresku veðurstofunni við BBC. Loftslagsmálanefnd breska þingsins varaði við því síðasta sumar að hitabylgjur sem þessar gætu orðið árlegur viðburður vegna loftslagsbreytinga. Nefndin komst að því að um 7.000 Bretar gætu dáið á ári vegna hitabylgna ef ekki er gripið inn í sem fyrst. „Þessi aukning í veðuröfgum er nákvæmlega sú sem loftslagsvísindin hafa spáð og eru afleiðing hamfarahlýnunar. Hún er svo afleiðing aukins útblásturs gróðurhúsalofttegunda,“ hafði AP eftir Stefan Rahmstorf, loftslagsvísindamanni hjá loftslagsrannsóknastofnuninni PIK í Þýskalandi.Katalónía brennur Miklir skógareldar hafa kviknað vegna hitabylgjunnar í Tarragona í suðurhluta spænska héraðsins Katalóníu. Búist er við því að eldarnir verði einir þeir verstu í tuttugu ár og voru í það minnsta 5.500 hektarar alelda í gær, að því er kom fram í frétt katalónska miðilsins ACN. Rúmlega 500 slökkviliðsmenn og hermenn börðust við eldana í gær. 53 íbúum hefur verið gert að flýja heimili sín en talið er að um 20.000 gætu lent í hættu vegna hamfaranna. Þá hefur fimm stofnbrautum verið lokað og fólki er ráðlagt að halda sig fjarri svæðinu. „Við höfum ekki þurft að takast á við viðlíka elda í tuttugu ár. Þeir gætu brennt 20.000 hektara svæði. Við þurfum að passa okkur því hvers konar kæruleysi gæti orsakað hörmulega ógæfu,“ tísti Miquel Buch, innanríkisráðherra héraðsins, í gær. David Borrell, slökkviliðsstjóri svæðisins, sagði við Catalunya Radio að það væri erfitt að vera bjartsýnn á að slökkvistarf gangi vel. „Landslagið er afar erfitt og veldur miklum vandamálum. Veðrið er einnig til vandræða. Það þreytir okkur og þýðir að við þurfum að leggja enn harðar að okkur.“
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Skógareldar Spánn Veður Tengdar fréttir Hitametin falla á meginlandinu Hitinn á enn að hækka víða á meginlandi Evrópu í dag. Varað er við hættu á skógareldum og ógn við heilsu manna. 27. júní 2019 07:52 Parísarbúar búa sig undir allt að fjörutíu stiga hita Líkur eru á því að hitamet fyrir júní falli í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Belgíu í hitabylgju í vikunni. 24. júní 2019 10:39 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Hitametin falla á meginlandinu Hitinn á enn að hækka víða á meginlandi Evrópu í dag. Varað er við hættu á skógareldum og ógn við heilsu manna. 27. júní 2019 07:52
Parísarbúar búa sig undir allt að fjörutíu stiga hita Líkur eru á því að hitamet fyrir júní falli í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Belgíu í hitabylgju í vikunni. 24. júní 2019 10:39