Táragasi og gúmmíkúlum beitt á mótmælendur eftir ávarp rússnesks þingmanns Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júní 2019 23:10 Um tíu þúsund mótmælendur eru taldir hafa safnast saman í Tbilisi þegar mest var í kvöld. Vísir/Getty Lögregla í Tbilisi höfuðborg Georgíu hefur í kvöld beitt táragasi og skotið gúmmíkúlum til að hafa hemil á mótmælendum sem reyndu að brjótast inn í þinghúsið eftir að rússneskur þingmaður ávarpaði þar samkomu í dag. Í frétt Guardian segir að nær sjötíu manns, þar af 39 lögreglumenn og 30 almennir borgarar, hafi verið fluttir slasaðir á sjúkrahús af mótmælunum. Mótmælendur hafa skipt þúsundum í miðborg Tbilisi en um þrjú þúsund héldu mótmælunum enn til streitu eftir að lögregla sprautaði táragasi á mannmergðina. Efnt var til mótmælanna vegna umdeilds ávarps Sergie Gavrilov, rússnesks þingmanns, sem var viðstaddur árlegan fund þingmanna frá löndum þar sem meirihluti þjóðarinnar heyrir undir rétttrúnaðarkirkjuna. Mótmælendur kröfðust þess að Irakli Kobakhidze, forseti georgíska þingsins, segði af sér eftir að Gavrilov flutti ávarp sitt á rússnesku úr sæti þingforsetans. Þá greip einnig mikil reiði um sig innan raða stjórnarandstöðuþingmanna sem, líkt og mótmælendurnir, eru afar andsnúnir afskiptum Rússa af Georgíu. Milliríkjasamband Rússlands og Georgíu hefur verið afar stirt undanfarin ár en ríkin greinir á um yfirráð yfir tvö héruð, Suður-Ossetíu og Abkasíu, sem áður tilheyrðu Georgíu. Georgía Rússland Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Lögregla í Tbilisi höfuðborg Georgíu hefur í kvöld beitt táragasi og skotið gúmmíkúlum til að hafa hemil á mótmælendum sem reyndu að brjótast inn í þinghúsið eftir að rússneskur þingmaður ávarpaði þar samkomu í dag. Í frétt Guardian segir að nær sjötíu manns, þar af 39 lögreglumenn og 30 almennir borgarar, hafi verið fluttir slasaðir á sjúkrahús af mótmælunum. Mótmælendur hafa skipt þúsundum í miðborg Tbilisi en um þrjú þúsund héldu mótmælunum enn til streitu eftir að lögregla sprautaði táragasi á mannmergðina. Efnt var til mótmælanna vegna umdeilds ávarps Sergie Gavrilov, rússnesks þingmanns, sem var viðstaddur árlegan fund þingmanna frá löndum þar sem meirihluti þjóðarinnar heyrir undir rétttrúnaðarkirkjuna. Mótmælendur kröfðust þess að Irakli Kobakhidze, forseti georgíska þingsins, segði af sér eftir að Gavrilov flutti ávarp sitt á rússnesku úr sæti þingforsetans. Þá greip einnig mikil reiði um sig innan raða stjórnarandstöðuþingmanna sem, líkt og mótmælendurnir, eru afar andsnúnir afskiptum Rússa af Georgíu. Milliríkjasamband Rússlands og Georgíu hefur verið afar stirt undanfarin ár en ríkin greinir á um yfirráð yfir tvö héruð, Suður-Ossetíu og Abkasíu, sem áður tilheyrðu Georgíu.
Georgía Rússland Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira