Leita leiða til að halda kjarnorkusamningnum við Íran í gildi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júlí 2019 22:25 Fulltrúar ríkjanna funda í Vínarborg í dag. AP/Ronald Zak Diplómatar frá Íran og fimm öðrum stórveldum vörðu deginum í dag í að reyna að bjarga kjarnorkusamningi sem hefur verið í hættu vegna spennu á milli Vesturveldanna og Tehran. Spenna hefur farið vaxandi eftir að Bandaríkin drógu sig úr samningnum og lögðu viðskiptaþvinganir á Íran. Fulltrúar Íran, Þýskalands, Frakklands, Bretlands, Kína, Rússlands og Evrópusambandsins funduðu í Vínarborg til að ræða kjarnorkusamninginn frá árinu 2015 sem hamlar kjarnorkuáætlun Íran. „Andrúmsloftið var uppbyggjandi og umræðurnar voru góðar,“ sagði Seyed Abbas Araghchi, fulltrúi utanríkisráðherra Íran, við fréttamenn eftir fundinn.Fundur utanríkisráðherra á döfinni „Ég get ekki sagt að við höfum leyst allt“ en allir aðilar eru enn „ákveðnir í að bjarga samningnum,“ bætti hann við. Fu Cong, aðalfulltrúi kínversku sendinefndarinnar sagði að þótt það hafi verið nokkur spennuþrungin augnablik á meðan á fundinum stóð hafi „andrúmsloftið í heild sinni verið mjög gott. Vinalegt. Og það var mjög fagmannlegt.“ Báðir sögðu þeir að það væri almennur skilningur að skipuleggja ætti fund utanríkisráðherra þjóðanna fljótlega en einnig að svoleiðis fundur þyrfti að vera vel undirbúinn. Dagsetning hefur ekki verið ákveðin. Yfirvöld Íran eru að beita hina málsaðila þrýstingi til að skrifa undir samninginn í von um að vega upp á móti viðskiptaþvingunum sem Donald Trump setti á ríkið eftir að hann dró Bandaríkin úr samningnum. Nýlega fór Íran fram úr leyfilegu magni úrans birgða miðað við samninginn og sögðu ráðamenn þar að hægt væri að snúa þróuninni við ef hinir málsaðilar veittu fjárhagslega hvatningu. Sérfræðingar hafa varað við því að aukning auðgaðs úrans og magn þess muni minnka þann tíma sem talinn er að Íran þurfi til að auðga nógu mikið úran til að búa til kjarnorkusprengju. Talið er að það gæti tekið tæpt ár. Íran hefur neitað því að vilja búa til kjarnavopn en samningurinn kemur í veg fyrir það. Hingað til hafa hvorki tilkynningar Íran um að það hafi framleitt meira magn auðgaðs úrans sem leyft er í samningnum né tilkynning um að auðgun úrans sem er meira en 3,67% hreint efni upp í 4,5%, verið taldar brot á samningnum sem muni leiða til útgöngu Evrópulandanna. Bæði samningsbrotin voru staðfest af eftirlitsdeild Sameinuðu þjóðanna, International Atomic Energy Agency. Á fundinum sagði Fu að Evrópumennirnir hafi hvatt Íran til að snúa aftur til samningsins heils hugar en Íranar hvöttu Evrópusambandið, Frakkland, Bretland og Þýskaland til að standa við sinn hluta samningsins.Vöruskiptakerfi á milli Evrópu og Íran Fu sagði að allir við samningaborðið hafi gagnrýnt framgöngu Bandaríkjanna harðlega og hafi alhliða viðskiptabönn þeirra ekki fallið vel í kramið, sérstaklega þau sem snerust að ríkjum sem versluðu við Íran. Þá sýndu allir stuðning við að Kína reyndi að halda áfram eðlilegri olíuverslun við Íran. Til viðbótar við verslun við Kína eru yfirvöld í Tehran spennt fyrir því að vöruskiptakerfi verði komið á af evrópskum samningsaðilum sem myndi leyfa álfunni að stunda viðskipti í gegn um vöruskipti við Tehran án þess að brjóta á viðskiptabönnum Bandaríkjanna. Araghchi sagði að evrópska kerfið væri enn ekki nothæft enn en það væri stutt í það. Íran hefur beitt harkalegum aðgerðum gegn olíuflutningaskipum á Persaflóa, þar á meðal hernumið breskt flutningaskip og skotið niður bandarískan dróna. Bandaríkin hafa aukið hernaðarviðveru sína á svæðinu og hafa áhyggjur yfir mögulegum átökum vaxið. Herskip breska sjóhersins kom á Persaflóa í dag til þess að fylgja skipum sem sigla undir breskum fána og eiga leið um Hormússund. Breska varnarmálaráðuneytið sagði að HMS Duncan muni slást í för með freigátunni HMS Montrose á Persaflóa til að verja siglingafrelsi þar til fundin verður diplómatísk lausn til að tryggja örugga umferð um sundið á ný. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði ríkið einhliða úr samningnum á síðasta ári og sagði það vera vegna þess að hann vildi betri samning. Í takt við samninginn þurftu þeir sem undirrituðu hann að létta á viðskiptabönnum Íran í staðin fyrir að kjarnorkuáætlun Íran yrði haldið í skefjum en nýjustu viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna hafa sýnt það hve vanhæf Evrópulöndin, auk Kína og Rússlands, eru í að standa við sinn hluta samningsins. Bandaríkin Bretland Evrópusambandið Íran Kína Rússland Þýskaland Tengdar fréttir Bretar vilja setja saman evrópskan leiðangur til að verja siglingaleiðir Deila Breta og Írana vegna olíuskipsins Stena Impero, sem Íranar hertóku á föstudag er enn í hnút. 22. júlí 2019 18:58 Upptökur af því þegar Íranir hertóku olíuflutningaskip birtar Mynd- og hljóðupptökur hafa komið fram frá því að íranski byltingarvörðurinn hertók flutningaskip sem siglir undir bresku flaggi á föstudag. 21. júlí 2019 08:01 Breska skipið komið til hafnar í Íran Utanríkisráðherra Bretlands segir að afleiðingarnir verði alvarlegar skili írönsk stjórnvöld ekki olíuskipi sem þeir hertóku í gær. 20. júlí 2019 08:22 Theresa May hélt neyðaröryggisfund vegna aðgerða Íran Á fundinum í dag var það meðal annars rætt hvernig eigi að tryggja öryggi olíu- og flutningaskipa sem fara í gegnum Hórmussund, en sundið er mikilvægt fyrir flutning olíubirgða til og frá landshlutanum. 22. júlí 2019 15:19 Íran sakar sautján um njósnir fyrir Bandaríkin og dæmir suma til dauða Greint var frá því að sumir þeirra hafi verið dæmdir til dauða, á meðan annarra bíði langir fangelsisdómar. Ekki liggur fyrir hvenær einstaklingarnir voru handteknir. 22. júlí 2019 11:15 Íranir hertóku tvö bresk olíuskip Utanríkisráðherra Bretlands hefur lýst yfir miklum áhyggjum eftir að Íranir hertóku tvö bresk olíuskip í Hormússundi í dag. 19. júlí 2019 21:22 Bandarískar hersveitir sendar í fyrsta sinn til Sádi-Arabíu í 16 ár Höfuðstöðvar bandaríska varnarmálaráðuneytisins tilkynntu í dag að verið væri að senda bandarískar hersveitir til Sádi-Arabíu til að verja hagsmuni Bandaríkjanna frá líklegri ógn. 20. júlí 2019 11:12 Íranir hertóku breskt olíuskip Íranir lögðu í dag hald á breskt olíuskip í Persaflóa. 19. júlí 2019 19:12 Bretar vilja að Evrópa verndi skip á Persaflóa vegna Írans Utanríkisráðherra Breta vill evrópskt samstarf, án leiðsagnar Bandaríkjanna, um vernd skipa á Persaflóa vegna aðgerða Íransstjórnar. Íranar kyrrsettu breskt skip fyrir helgi. Segjast hafa handsamað sautján njósnara frá bandarísku leyniþjónustunni en Bandaríkjaforseti segir það ósatt. 23. júlí 2019 07:30 Vita ekki hvaða leiða skal leita Búast má við að breska ríkisstjórnin tilkynni í dag næstu skref varðandi yfirtöku breska herskipsins Stena Imperio, sem Íranir hertóku á föstudag. 22. júlí 2019 06:00 Íranir neita því að hafa misst dróna Aðstoðarutanríkisráðherra Írans vefengir fullyrðingar Bandaríkjaforseta um að bandarískt herskip hafi skopið niður íranskan dróna. 19. júlí 2019 08:27 Utanríkisráðherra Bretlands hvetur Íran til að láta af "ólöglegri“ hertöku Hunt segir að aðgerðir Írana veki upp alvarlegar spurningar um öryggi breskra og alþjóðlegra flutningaskipa sem sigli í gegnum Hormússund. 20. júlí 2019 17:30 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Diplómatar frá Íran og fimm öðrum stórveldum vörðu deginum í dag í að reyna að bjarga kjarnorkusamningi sem hefur verið í hættu vegna spennu á milli Vesturveldanna og Tehran. Spenna hefur farið vaxandi eftir að Bandaríkin drógu sig úr samningnum og lögðu viðskiptaþvinganir á Íran. Fulltrúar Íran, Þýskalands, Frakklands, Bretlands, Kína, Rússlands og Evrópusambandsins funduðu í Vínarborg til að ræða kjarnorkusamninginn frá árinu 2015 sem hamlar kjarnorkuáætlun Íran. „Andrúmsloftið var uppbyggjandi og umræðurnar voru góðar,“ sagði Seyed Abbas Araghchi, fulltrúi utanríkisráðherra Íran, við fréttamenn eftir fundinn.Fundur utanríkisráðherra á döfinni „Ég get ekki sagt að við höfum leyst allt“ en allir aðilar eru enn „ákveðnir í að bjarga samningnum,“ bætti hann við. Fu Cong, aðalfulltrúi kínversku sendinefndarinnar sagði að þótt það hafi verið nokkur spennuþrungin augnablik á meðan á fundinum stóð hafi „andrúmsloftið í heild sinni verið mjög gott. Vinalegt. Og það var mjög fagmannlegt.“ Báðir sögðu þeir að það væri almennur skilningur að skipuleggja ætti fund utanríkisráðherra þjóðanna fljótlega en einnig að svoleiðis fundur þyrfti að vera vel undirbúinn. Dagsetning hefur ekki verið ákveðin. Yfirvöld Íran eru að beita hina málsaðila þrýstingi til að skrifa undir samninginn í von um að vega upp á móti viðskiptaþvingunum sem Donald Trump setti á ríkið eftir að hann dró Bandaríkin úr samningnum. Nýlega fór Íran fram úr leyfilegu magni úrans birgða miðað við samninginn og sögðu ráðamenn þar að hægt væri að snúa þróuninni við ef hinir málsaðilar veittu fjárhagslega hvatningu. Sérfræðingar hafa varað við því að aukning auðgaðs úrans og magn þess muni minnka þann tíma sem talinn er að Íran þurfi til að auðga nógu mikið úran til að búa til kjarnorkusprengju. Talið er að það gæti tekið tæpt ár. Íran hefur neitað því að vilja búa til kjarnavopn en samningurinn kemur í veg fyrir það. Hingað til hafa hvorki tilkynningar Íran um að það hafi framleitt meira magn auðgaðs úrans sem leyft er í samningnum né tilkynning um að auðgun úrans sem er meira en 3,67% hreint efni upp í 4,5%, verið taldar brot á samningnum sem muni leiða til útgöngu Evrópulandanna. Bæði samningsbrotin voru staðfest af eftirlitsdeild Sameinuðu þjóðanna, International Atomic Energy Agency. Á fundinum sagði Fu að Evrópumennirnir hafi hvatt Íran til að snúa aftur til samningsins heils hugar en Íranar hvöttu Evrópusambandið, Frakkland, Bretland og Þýskaland til að standa við sinn hluta samningsins.Vöruskiptakerfi á milli Evrópu og Íran Fu sagði að allir við samningaborðið hafi gagnrýnt framgöngu Bandaríkjanna harðlega og hafi alhliða viðskiptabönn þeirra ekki fallið vel í kramið, sérstaklega þau sem snerust að ríkjum sem versluðu við Íran. Þá sýndu allir stuðning við að Kína reyndi að halda áfram eðlilegri olíuverslun við Íran. Til viðbótar við verslun við Kína eru yfirvöld í Tehran spennt fyrir því að vöruskiptakerfi verði komið á af evrópskum samningsaðilum sem myndi leyfa álfunni að stunda viðskipti í gegn um vöruskipti við Tehran án þess að brjóta á viðskiptabönnum Bandaríkjanna. Araghchi sagði að evrópska kerfið væri enn ekki nothæft enn en það væri stutt í það. Íran hefur beitt harkalegum aðgerðum gegn olíuflutningaskipum á Persaflóa, þar á meðal hernumið breskt flutningaskip og skotið niður bandarískan dróna. Bandaríkin hafa aukið hernaðarviðveru sína á svæðinu og hafa áhyggjur yfir mögulegum átökum vaxið. Herskip breska sjóhersins kom á Persaflóa í dag til þess að fylgja skipum sem sigla undir breskum fána og eiga leið um Hormússund. Breska varnarmálaráðuneytið sagði að HMS Duncan muni slást í för með freigátunni HMS Montrose á Persaflóa til að verja siglingafrelsi þar til fundin verður diplómatísk lausn til að tryggja örugga umferð um sundið á ný. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði ríkið einhliða úr samningnum á síðasta ári og sagði það vera vegna þess að hann vildi betri samning. Í takt við samninginn þurftu þeir sem undirrituðu hann að létta á viðskiptabönnum Íran í staðin fyrir að kjarnorkuáætlun Íran yrði haldið í skefjum en nýjustu viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna hafa sýnt það hve vanhæf Evrópulöndin, auk Kína og Rússlands, eru í að standa við sinn hluta samningsins.
Bandaríkin Bretland Evrópusambandið Íran Kína Rússland Þýskaland Tengdar fréttir Bretar vilja setja saman evrópskan leiðangur til að verja siglingaleiðir Deila Breta og Írana vegna olíuskipsins Stena Impero, sem Íranar hertóku á föstudag er enn í hnút. 22. júlí 2019 18:58 Upptökur af því þegar Íranir hertóku olíuflutningaskip birtar Mynd- og hljóðupptökur hafa komið fram frá því að íranski byltingarvörðurinn hertók flutningaskip sem siglir undir bresku flaggi á föstudag. 21. júlí 2019 08:01 Breska skipið komið til hafnar í Íran Utanríkisráðherra Bretlands segir að afleiðingarnir verði alvarlegar skili írönsk stjórnvöld ekki olíuskipi sem þeir hertóku í gær. 20. júlí 2019 08:22 Theresa May hélt neyðaröryggisfund vegna aðgerða Íran Á fundinum í dag var það meðal annars rætt hvernig eigi að tryggja öryggi olíu- og flutningaskipa sem fara í gegnum Hórmussund, en sundið er mikilvægt fyrir flutning olíubirgða til og frá landshlutanum. 22. júlí 2019 15:19 Íran sakar sautján um njósnir fyrir Bandaríkin og dæmir suma til dauða Greint var frá því að sumir þeirra hafi verið dæmdir til dauða, á meðan annarra bíði langir fangelsisdómar. Ekki liggur fyrir hvenær einstaklingarnir voru handteknir. 22. júlí 2019 11:15 Íranir hertóku tvö bresk olíuskip Utanríkisráðherra Bretlands hefur lýst yfir miklum áhyggjum eftir að Íranir hertóku tvö bresk olíuskip í Hormússundi í dag. 19. júlí 2019 21:22 Bandarískar hersveitir sendar í fyrsta sinn til Sádi-Arabíu í 16 ár Höfuðstöðvar bandaríska varnarmálaráðuneytisins tilkynntu í dag að verið væri að senda bandarískar hersveitir til Sádi-Arabíu til að verja hagsmuni Bandaríkjanna frá líklegri ógn. 20. júlí 2019 11:12 Íranir hertóku breskt olíuskip Íranir lögðu í dag hald á breskt olíuskip í Persaflóa. 19. júlí 2019 19:12 Bretar vilja að Evrópa verndi skip á Persaflóa vegna Írans Utanríkisráðherra Breta vill evrópskt samstarf, án leiðsagnar Bandaríkjanna, um vernd skipa á Persaflóa vegna aðgerða Íransstjórnar. Íranar kyrrsettu breskt skip fyrir helgi. Segjast hafa handsamað sautján njósnara frá bandarísku leyniþjónustunni en Bandaríkjaforseti segir það ósatt. 23. júlí 2019 07:30 Vita ekki hvaða leiða skal leita Búast má við að breska ríkisstjórnin tilkynni í dag næstu skref varðandi yfirtöku breska herskipsins Stena Imperio, sem Íranir hertóku á föstudag. 22. júlí 2019 06:00 Íranir neita því að hafa misst dróna Aðstoðarutanríkisráðherra Írans vefengir fullyrðingar Bandaríkjaforseta um að bandarískt herskip hafi skopið niður íranskan dróna. 19. júlí 2019 08:27 Utanríkisráðherra Bretlands hvetur Íran til að láta af "ólöglegri“ hertöku Hunt segir að aðgerðir Írana veki upp alvarlegar spurningar um öryggi breskra og alþjóðlegra flutningaskipa sem sigli í gegnum Hormússund. 20. júlí 2019 17:30 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Bretar vilja setja saman evrópskan leiðangur til að verja siglingaleiðir Deila Breta og Írana vegna olíuskipsins Stena Impero, sem Íranar hertóku á föstudag er enn í hnút. 22. júlí 2019 18:58
Upptökur af því þegar Íranir hertóku olíuflutningaskip birtar Mynd- og hljóðupptökur hafa komið fram frá því að íranski byltingarvörðurinn hertók flutningaskip sem siglir undir bresku flaggi á föstudag. 21. júlí 2019 08:01
Breska skipið komið til hafnar í Íran Utanríkisráðherra Bretlands segir að afleiðingarnir verði alvarlegar skili írönsk stjórnvöld ekki olíuskipi sem þeir hertóku í gær. 20. júlí 2019 08:22
Theresa May hélt neyðaröryggisfund vegna aðgerða Íran Á fundinum í dag var það meðal annars rætt hvernig eigi að tryggja öryggi olíu- og flutningaskipa sem fara í gegnum Hórmussund, en sundið er mikilvægt fyrir flutning olíubirgða til og frá landshlutanum. 22. júlí 2019 15:19
Íran sakar sautján um njósnir fyrir Bandaríkin og dæmir suma til dauða Greint var frá því að sumir þeirra hafi verið dæmdir til dauða, á meðan annarra bíði langir fangelsisdómar. Ekki liggur fyrir hvenær einstaklingarnir voru handteknir. 22. júlí 2019 11:15
Íranir hertóku tvö bresk olíuskip Utanríkisráðherra Bretlands hefur lýst yfir miklum áhyggjum eftir að Íranir hertóku tvö bresk olíuskip í Hormússundi í dag. 19. júlí 2019 21:22
Bandarískar hersveitir sendar í fyrsta sinn til Sádi-Arabíu í 16 ár Höfuðstöðvar bandaríska varnarmálaráðuneytisins tilkynntu í dag að verið væri að senda bandarískar hersveitir til Sádi-Arabíu til að verja hagsmuni Bandaríkjanna frá líklegri ógn. 20. júlí 2019 11:12
Íranir hertóku breskt olíuskip Íranir lögðu í dag hald á breskt olíuskip í Persaflóa. 19. júlí 2019 19:12
Bretar vilja að Evrópa verndi skip á Persaflóa vegna Írans Utanríkisráðherra Breta vill evrópskt samstarf, án leiðsagnar Bandaríkjanna, um vernd skipa á Persaflóa vegna aðgerða Íransstjórnar. Íranar kyrrsettu breskt skip fyrir helgi. Segjast hafa handsamað sautján njósnara frá bandarísku leyniþjónustunni en Bandaríkjaforseti segir það ósatt. 23. júlí 2019 07:30
Vita ekki hvaða leiða skal leita Búast má við að breska ríkisstjórnin tilkynni í dag næstu skref varðandi yfirtöku breska herskipsins Stena Imperio, sem Íranir hertóku á föstudag. 22. júlí 2019 06:00
Íranir neita því að hafa misst dróna Aðstoðarutanríkisráðherra Írans vefengir fullyrðingar Bandaríkjaforseta um að bandarískt herskip hafi skopið niður íranskan dróna. 19. júlí 2019 08:27
Utanríkisráðherra Bretlands hvetur Íran til að láta af "ólöglegri“ hertöku Hunt segir að aðgerðir Írana veki upp alvarlegar spurningar um öryggi breskra og alþjóðlegra flutningaskipa sem sigli í gegnum Hormússund. 20. júlí 2019 17:30