Ætlaði að fljúga með WOW fjórum mánuðum eftir gjaldþrot Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júlí 2019 17:48 WOW air varð gjaldþrota í lok mars síðastliðins. vísir/vilhelm Um fjórir mánuðir eru síðan lággjaldaflugfélagið WOW air tilkynnti um rekstrastöðvun og var tekið til gjaldþrotaskipta, eins og flestum Íslendingum, og jafnvel fleirum, hefur lengi verið ljóst. Fjölmiðlar víða um heim greindu frá gjaldþrotinu og hrakningar ferðalanga fóru hátt á samfélagsmiðlum. Þó virðast ekki allir sem bókað höfðu flug með félaginu hafa verið með á nótunum þegar kemur að gjaldþrotinu. Ferðalangur nokkur, sem á Facebook gengur undir nafninu Emily Hall, greinir frá því í hópi fyrir viðskiptavini félagsins að hún hafi í gær ætlað sér að fljúga frá Stokkhólmi til heimaborgar sinnar, Toronto. Hennar hafi hins vegar ekki beðið flug, heldur aðeins síðbúnar fréttir af falli félagsins. „Ég er eins og stendur stödd á flugvellinum í Stokkhólmi, til þess eins að komast að því að flugið mitt til Toronto (þar sem ég bý) er ekki lengur til,“ skrifar Hall í Facebook-hópnum sem stofnaður var skömmu eftir gjaldþrot WOW. Segist Hall hafa þurft að kaupa annan flugmiða fyrir 1500 Kanadadali, eða um 140 þúsund krónur, til þess að komast aftur til síns heima, þar sem hún þyrfti að mæta til vinnu daginn eftir. „Ég er mjög hissa, þar sem ég var ekki látin vita í gegn um tölvupóst eða með öðrum hætti. Það er afar ófagmannlegt að láta fjölmiðla um það að koma slíkum skilaboðum áleiðis. Ég hafði í alvörunni ekki hugmynd.“ Í athugasemdum við færslu Hall furða margir sig á því að fréttirnar af falli WOW hafi hreinlega getað farið fram hjá henni, þar sem fjölmiðlar um víða veröld hafi fjallað um málið. Eins var henni bent á að almennt tíðkaðist ekki að starfsfólk gjaldþrota fyrirtækja héldi áfram að vinna fyrir viðkomandi fyrirtæki. Þannig hafi reynst erfitt að senda tilvonandi ferðalöngum tölvupósta um fall félagsins. Í svörum við athugasemdum segist Hall hreinlega klóra sér í höfðinu yfir því hvernig jafn stórar fréttir og þessar hafi getað farið fram hjá henni. „En, hér er ég,“ segir Hall sem segist jafnframt hafa lesið fréttir af falli WOW sér til dægrastyttingar meðan hún beið eftir nýju flugi. Fréttir af flugi Kanada Samfélagsmiðlar Svíþjóð WOW Air Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Sjá meira
Um fjórir mánuðir eru síðan lággjaldaflugfélagið WOW air tilkynnti um rekstrastöðvun og var tekið til gjaldþrotaskipta, eins og flestum Íslendingum, og jafnvel fleirum, hefur lengi verið ljóst. Fjölmiðlar víða um heim greindu frá gjaldþrotinu og hrakningar ferðalanga fóru hátt á samfélagsmiðlum. Þó virðast ekki allir sem bókað höfðu flug með félaginu hafa verið með á nótunum þegar kemur að gjaldþrotinu. Ferðalangur nokkur, sem á Facebook gengur undir nafninu Emily Hall, greinir frá því í hópi fyrir viðskiptavini félagsins að hún hafi í gær ætlað sér að fljúga frá Stokkhólmi til heimaborgar sinnar, Toronto. Hennar hafi hins vegar ekki beðið flug, heldur aðeins síðbúnar fréttir af falli félagsins. „Ég er eins og stendur stödd á flugvellinum í Stokkhólmi, til þess eins að komast að því að flugið mitt til Toronto (þar sem ég bý) er ekki lengur til,“ skrifar Hall í Facebook-hópnum sem stofnaður var skömmu eftir gjaldþrot WOW. Segist Hall hafa þurft að kaupa annan flugmiða fyrir 1500 Kanadadali, eða um 140 þúsund krónur, til þess að komast aftur til síns heima, þar sem hún þyrfti að mæta til vinnu daginn eftir. „Ég er mjög hissa, þar sem ég var ekki látin vita í gegn um tölvupóst eða með öðrum hætti. Það er afar ófagmannlegt að láta fjölmiðla um það að koma slíkum skilaboðum áleiðis. Ég hafði í alvörunni ekki hugmynd.“ Í athugasemdum við færslu Hall furða margir sig á því að fréttirnar af falli WOW hafi hreinlega getað farið fram hjá henni, þar sem fjölmiðlar um víða veröld hafi fjallað um málið. Eins var henni bent á að almennt tíðkaðist ekki að starfsfólk gjaldþrota fyrirtækja héldi áfram að vinna fyrir viðkomandi fyrirtæki. Þannig hafi reynst erfitt að senda tilvonandi ferðalöngum tölvupósta um fall félagsins. Í svörum við athugasemdum segist Hall hreinlega klóra sér í höfðinu yfir því hvernig jafn stórar fréttir og þessar hafi getað farið fram hjá henni. „En, hér er ég,“ segir Hall sem segist jafnframt hafa lesið fréttir af falli WOW sér til dægrastyttingar meðan hún beið eftir nýju flugi.
Fréttir af flugi Kanada Samfélagsmiðlar Svíþjóð WOW Air Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Sjá meira