Stærsti fellibylur sem ríður yfir Kína í áraraðir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. ágúst 2019 10:33 Fellibylurinn Bolaven sem reið yfir Kína í fyrra. Myndin tengist fréttinni ekki beint. getty/VCG Átján eru látnir og meira en milljón hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín eftir að fellibylurinn Lekima náði til meginlands Kína. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Auk þess er sextán manns saknað eftir að aurskriða féll vegna stormsins, samkvæmt ríkisfréttamiðli Kína. Lekima náði landi snemma á laugardagsmorgun í Wenling, sem liggur á milli Taívan og Shanghai borgar. Stormurinn var til að byrja með skilgreindur sem ofur-fellibylur en varð kraftminni áður en hann náði landi en þá náðu vindarnir samt allt að 52 m/s. Aurskriðan féll þegar virkjun brotnaði í Wenzhou en stormurinn náði landi þar rétt hjá. Lekima færist hægt norður til Zhejiang héraðsins og er gert ráð fyrir að stormurinn nái til Shanghai, þar sem meira en 20 milljón manns búa. Viðbragðsaðilar hafa unnið hörðum höndum að því að bjarga strönduðum ökumönnum frá flóðunum en mikið er um að tré hafi fallið og rafmagnslínur hafi slitnað, sem gerir þeim erfitt fyrir. Yfirvöld hafa lagt niður meira en þúsund flugferðir og hafa lestarsamgöngur einnig verið lagðar niður í borginni, sem nú býr sig undir storminn. Búist er við því að dragi úr krafti stormsins enn frekar áður en hann nær til Shanghai, en enn er búist við að hann beri með sér mikil og hættuleg flóð. 250 þúsund manns hafa yfirgefið Shanghai borg og meira en 800 þúsund íbúar Zheijang héraðs hafa fært sig um set. Talið er að 2,7 milljón heimili á svæðinu séu rafmagnslaus vegna þess að rafmagnslínur hafa fallið vegna vindanna, segir kínverska ríkisútvarpið. Þetta er níundi fellibylurinn sem ríður yfir Kína á árinu en sá allra versti í áraraðir. Þegar fyrst var varað við þessum stormi var hann settur í hæsta viðvörunarstig en hefur síðan verið færður niður í „appelsínugula“ viðvörun. Kínverskir veðurfræðingar segja storminn færast um 15 km/klst. í norðurátt. Stormurinn reið yfir norðurhluta Taívan áður en hann náði til meginlands Kína, þar sem fjöldi fólks slasaðist og urðu einhverjar eignaskemmdir. Aðeins er sólarhringur síðan jarðskjálfti af stærð sex reið yfir svæðið og vara sérfræðingar við því að sambland jarðhræringa og mikilla rigninga auki líkurnar á aurskriðum. Lekima er einn tveggja fellibylja sem nú ríða yfir vesturhluta Kyrrahafsins. Fellibylurinn Krosa ríður nú yfir eyjurnar Guam og norðurhluta Mariana og fylgja honum miklar rigningar. Krosa er að færast í norðvestur og líkur eru á að hann nái til Japan í vikunni. Kína Taívan Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Átján eru látnir og meira en milljón hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín eftir að fellibylurinn Lekima náði til meginlands Kína. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Auk þess er sextán manns saknað eftir að aurskriða féll vegna stormsins, samkvæmt ríkisfréttamiðli Kína. Lekima náði landi snemma á laugardagsmorgun í Wenling, sem liggur á milli Taívan og Shanghai borgar. Stormurinn var til að byrja með skilgreindur sem ofur-fellibylur en varð kraftminni áður en hann náði landi en þá náðu vindarnir samt allt að 52 m/s. Aurskriðan féll þegar virkjun brotnaði í Wenzhou en stormurinn náði landi þar rétt hjá. Lekima færist hægt norður til Zhejiang héraðsins og er gert ráð fyrir að stormurinn nái til Shanghai, þar sem meira en 20 milljón manns búa. Viðbragðsaðilar hafa unnið hörðum höndum að því að bjarga strönduðum ökumönnum frá flóðunum en mikið er um að tré hafi fallið og rafmagnslínur hafi slitnað, sem gerir þeim erfitt fyrir. Yfirvöld hafa lagt niður meira en þúsund flugferðir og hafa lestarsamgöngur einnig verið lagðar niður í borginni, sem nú býr sig undir storminn. Búist er við því að dragi úr krafti stormsins enn frekar áður en hann nær til Shanghai, en enn er búist við að hann beri með sér mikil og hættuleg flóð. 250 þúsund manns hafa yfirgefið Shanghai borg og meira en 800 þúsund íbúar Zheijang héraðs hafa fært sig um set. Talið er að 2,7 milljón heimili á svæðinu séu rafmagnslaus vegna þess að rafmagnslínur hafa fallið vegna vindanna, segir kínverska ríkisútvarpið. Þetta er níundi fellibylurinn sem ríður yfir Kína á árinu en sá allra versti í áraraðir. Þegar fyrst var varað við þessum stormi var hann settur í hæsta viðvörunarstig en hefur síðan verið færður niður í „appelsínugula“ viðvörun. Kínverskir veðurfræðingar segja storminn færast um 15 km/klst. í norðurátt. Stormurinn reið yfir norðurhluta Taívan áður en hann náði til meginlands Kína, þar sem fjöldi fólks slasaðist og urðu einhverjar eignaskemmdir. Aðeins er sólarhringur síðan jarðskjálfti af stærð sex reið yfir svæðið og vara sérfræðingar við því að sambland jarðhræringa og mikilla rigninga auki líkurnar á aurskriðum. Lekima er einn tveggja fellibylja sem nú ríða yfir vesturhluta Kyrrahafsins. Fellibylurinn Krosa ríður nú yfir eyjurnar Guam og norðurhluta Mariana og fylgja honum miklar rigningar. Krosa er að færast í norðvestur og líkur eru á að hann nái til Japan í vikunni.
Kína Taívan Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira