Stærsti fellibylur sem ríður yfir Kína í áraraðir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. ágúst 2019 10:33 Fellibylurinn Bolaven sem reið yfir Kína í fyrra. Myndin tengist fréttinni ekki beint. getty/VCG Átján eru látnir og meira en milljón hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín eftir að fellibylurinn Lekima náði til meginlands Kína. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Auk þess er sextán manns saknað eftir að aurskriða féll vegna stormsins, samkvæmt ríkisfréttamiðli Kína. Lekima náði landi snemma á laugardagsmorgun í Wenling, sem liggur á milli Taívan og Shanghai borgar. Stormurinn var til að byrja með skilgreindur sem ofur-fellibylur en varð kraftminni áður en hann náði landi en þá náðu vindarnir samt allt að 52 m/s. Aurskriðan féll þegar virkjun brotnaði í Wenzhou en stormurinn náði landi þar rétt hjá. Lekima færist hægt norður til Zhejiang héraðsins og er gert ráð fyrir að stormurinn nái til Shanghai, þar sem meira en 20 milljón manns búa. Viðbragðsaðilar hafa unnið hörðum höndum að því að bjarga strönduðum ökumönnum frá flóðunum en mikið er um að tré hafi fallið og rafmagnslínur hafi slitnað, sem gerir þeim erfitt fyrir. Yfirvöld hafa lagt niður meira en þúsund flugferðir og hafa lestarsamgöngur einnig verið lagðar niður í borginni, sem nú býr sig undir storminn. Búist er við því að dragi úr krafti stormsins enn frekar áður en hann nær til Shanghai, en enn er búist við að hann beri með sér mikil og hættuleg flóð. 250 þúsund manns hafa yfirgefið Shanghai borg og meira en 800 þúsund íbúar Zheijang héraðs hafa fært sig um set. Talið er að 2,7 milljón heimili á svæðinu séu rafmagnslaus vegna þess að rafmagnslínur hafa fallið vegna vindanna, segir kínverska ríkisútvarpið. Þetta er níundi fellibylurinn sem ríður yfir Kína á árinu en sá allra versti í áraraðir. Þegar fyrst var varað við þessum stormi var hann settur í hæsta viðvörunarstig en hefur síðan verið færður niður í „appelsínugula“ viðvörun. Kínverskir veðurfræðingar segja storminn færast um 15 km/klst. í norðurátt. Stormurinn reið yfir norðurhluta Taívan áður en hann náði til meginlands Kína, þar sem fjöldi fólks slasaðist og urðu einhverjar eignaskemmdir. Aðeins er sólarhringur síðan jarðskjálfti af stærð sex reið yfir svæðið og vara sérfræðingar við því að sambland jarðhræringa og mikilla rigninga auki líkurnar á aurskriðum. Lekima er einn tveggja fellibylja sem nú ríða yfir vesturhluta Kyrrahafsins. Fellibylurinn Krosa ríður nú yfir eyjurnar Guam og norðurhluta Mariana og fylgja honum miklar rigningar. Krosa er að færast í norðvestur og líkur eru á að hann nái til Japan í vikunni. Kína Taívan Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Átján eru látnir og meira en milljón hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín eftir að fellibylurinn Lekima náði til meginlands Kína. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Auk þess er sextán manns saknað eftir að aurskriða féll vegna stormsins, samkvæmt ríkisfréttamiðli Kína. Lekima náði landi snemma á laugardagsmorgun í Wenling, sem liggur á milli Taívan og Shanghai borgar. Stormurinn var til að byrja með skilgreindur sem ofur-fellibylur en varð kraftminni áður en hann náði landi en þá náðu vindarnir samt allt að 52 m/s. Aurskriðan féll þegar virkjun brotnaði í Wenzhou en stormurinn náði landi þar rétt hjá. Lekima færist hægt norður til Zhejiang héraðsins og er gert ráð fyrir að stormurinn nái til Shanghai, þar sem meira en 20 milljón manns búa. Viðbragðsaðilar hafa unnið hörðum höndum að því að bjarga strönduðum ökumönnum frá flóðunum en mikið er um að tré hafi fallið og rafmagnslínur hafi slitnað, sem gerir þeim erfitt fyrir. Yfirvöld hafa lagt niður meira en þúsund flugferðir og hafa lestarsamgöngur einnig verið lagðar niður í borginni, sem nú býr sig undir storminn. Búist er við því að dragi úr krafti stormsins enn frekar áður en hann nær til Shanghai, en enn er búist við að hann beri með sér mikil og hættuleg flóð. 250 þúsund manns hafa yfirgefið Shanghai borg og meira en 800 þúsund íbúar Zheijang héraðs hafa fært sig um set. Talið er að 2,7 milljón heimili á svæðinu séu rafmagnslaus vegna þess að rafmagnslínur hafa fallið vegna vindanna, segir kínverska ríkisútvarpið. Þetta er níundi fellibylurinn sem ríður yfir Kína á árinu en sá allra versti í áraraðir. Þegar fyrst var varað við þessum stormi var hann settur í hæsta viðvörunarstig en hefur síðan verið færður niður í „appelsínugula“ viðvörun. Kínverskir veðurfræðingar segja storminn færast um 15 km/klst. í norðurátt. Stormurinn reið yfir norðurhluta Taívan áður en hann náði til meginlands Kína, þar sem fjöldi fólks slasaðist og urðu einhverjar eignaskemmdir. Aðeins er sólarhringur síðan jarðskjálfti af stærð sex reið yfir svæðið og vara sérfræðingar við því að sambland jarðhræringa og mikilla rigninga auki líkurnar á aurskriðum. Lekima er einn tveggja fellibylja sem nú ríða yfir vesturhluta Kyrrahafsins. Fellibylurinn Krosa ríður nú yfir eyjurnar Guam og norðurhluta Mariana og fylgja honum miklar rigningar. Krosa er að færast í norðvestur og líkur eru á að hann nái til Japan í vikunni.
Kína Taívan Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira