Veröld sem (vonandi) verður Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 28. ágúst 2019 08:00 Hver hefði trúað fyrir nokkrum árum að stærstu efnisveitur heimsins myndu ekki búa til neitt efni sjálfar? Eða að eitt stærsta gistifyrirtæki í heimi ætti ekki eitt einasta herbergi og eitt stærsta leigubílafyrirtæki heims myndi ekki eiga einn einasta leigubíl? Og hver hefði trúað því að sumir stærstu fjárfestingarsjóðir heimsins ættu ekki krónu sjálfir? En þetta á allt við í tilviki Facebook, Snapchat, Instagram, YouTube, Airbnb, Uber og Kickstarter. Þessi dæmi sýna vel hversu hratt hlutirnir geta breyst og hvað framtíðin er óútreiknanleg. Þessu til viðbótar. Hver hefði trúað fyrir nokkrum misserum að Trump yrði forseti Bandaríkjanna og Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands? Það er virkilega auðvelt að fara aftur á bak í stað þess að fara áfram veginn. Holl lesning þessa dagana er bók Stefan Zweig, Veröld sem var. Sérstaklega á tímum Trumps, Borisar og Pútíns ásamt þeim Bolsonaro í Brasilíu, Erdogan í Tyrklandi, Orban í Ungverjalandi, Conte og Salvini á Ítalíu og Duterte á Filippseyjum. Á þessum tímum þarf Ísland að standa vörð um umburðarlyndi og frjálslyndi. Hvort tveggja er frelsi til athafna en einnig frelsi frá fátækt og fáfræði. Ef Íslendingar eru þekktir úti í hinum stóra heimi þá er það fyrir einstaka náttúrufegurð og menningarafrek. Menningarafrekin voru fyrst á sviði bókmennta, fyrir um þúsund árum, en núna eru þau helst á sviði tónlistar og sjónvarpsefnis (reyndar þarf hið opinbera að styrkja menninguna mun betur, til dæmis með margföldun sjónvarpssjóðs og tónlistarsjóðs). En fyrir utan öfluga menningu getur Ísland líka orðið boðberi frjálslyndis og umburðarlyndis úti í heimi. Hins vegar geta slík gildi brostið og æ fleiri ríkisstjórnir eru farnar að ala á ótta, þjóðrembu og þrengja að réttindum fólks. Það er nefnilega hægt að fara í hina áttina, í átt til nýsköpunar, fjölmenningar og umburðarlyndis sem eru lykilorð í veröld sem verður, vonandi. Það er sú framtíð sem við eigum að skapa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Hver hefði trúað fyrir nokkrum árum að stærstu efnisveitur heimsins myndu ekki búa til neitt efni sjálfar? Eða að eitt stærsta gistifyrirtæki í heimi ætti ekki eitt einasta herbergi og eitt stærsta leigubílafyrirtæki heims myndi ekki eiga einn einasta leigubíl? Og hver hefði trúað því að sumir stærstu fjárfestingarsjóðir heimsins ættu ekki krónu sjálfir? En þetta á allt við í tilviki Facebook, Snapchat, Instagram, YouTube, Airbnb, Uber og Kickstarter. Þessi dæmi sýna vel hversu hratt hlutirnir geta breyst og hvað framtíðin er óútreiknanleg. Þessu til viðbótar. Hver hefði trúað fyrir nokkrum misserum að Trump yrði forseti Bandaríkjanna og Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands? Það er virkilega auðvelt að fara aftur á bak í stað þess að fara áfram veginn. Holl lesning þessa dagana er bók Stefan Zweig, Veröld sem var. Sérstaklega á tímum Trumps, Borisar og Pútíns ásamt þeim Bolsonaro í Brasilíu, Erdogan í Tyrklandi, Orban í Ungverjalandi, Conte og Salvini á Ítalíu og Duterte á Filippseyjum. Á þessum tímum þarf Ísland að standa vörð um umburðarlyndi og frjálslyndi. Hvort tveggja er frelsi til athafna en einnig frelsi frá fátækt og fáfræði. Ef Íslendingar eru þekktir úti í hinum stóra heimi þá er það fyrir einstaka náttúrufegurð og menningarafrek. Menningarafrekin voru fyrst á sviði bókmennta, fyrir um þúsund árum, en núna eru þau helst á sviði tónlistar og sjónvarpsefnis (reyndar þarf hið opinbera að styrkja menninguna mun betur, til dæmis með margföldun sjónvarpssjóðs og tónlistarsjóðs). En fyrir utan öfluga menningu getur Ísland líka orðið boðberi frjálslyndis og umburðarlyndis úti í heimi. Hins vegar geta slík gildi brostið og æ fleiri ríkisstjórnir eru farnar að ala á ótta, þjóðrembu og þrengja að réttindum fólks. Það er nefnilega hægt að fara í hina áttina, í átt til nýsköpunar, fjölmenningar og umburðarlyndis sem eru lykilorð í veröld sem verður, vonandi. Það er sú framtíð sem við eigum að skapa.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun