Írska baktryggingin ófrávíkjanleg krafa ESB Andri Eysteinsson skrifar 22. ágúst 2019 15:18 Það fór vel á milli Macron og Johnson í París í dag. Getty/Chesnos Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, fundaði í dag með forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson í París. Macron og Johnson ræddust saman í frönsku forsetahöllinni, Élysée-höll, og snerust umræðurnar að mestu um Brexitsamninginn en fyrirhuguð er útganga Breta úr Evrópusambandinu 31. október næstkomandi. BBC greinir frá. Að loknum fundi leiðtoganna ræddu þeir efni fundarins við blaðamenn fyrir utan Élysée-höll. Franski forsetinn sagðist hafa mikla trú á því að Bretland og Evrópusambandið nái samkomulagi innan þrjátíu daga. Þó yrði ekki hægt að semja um glænýtt samkomulag en vel væri hægt að eiga við samningsdrögin sem liggja fyrir en breska þingið hefur endurtekið hafnað.Merkel og Johnson á fundi sínum í vikunni.Getty/Omer MessingerEinn helsti ásteytingarsteinninn í samningaviðræðum ESB og Bretlands hafa verið málefni Írlands og Norður Írlands, baktryggingin svokallaða. Baktryggingunni er ætlað að koma í veg fyrir að setja þurfi upp hefðbundið landamæra- og tollaeftirlit á mörkum Írlands og Norður-Írlands við útgöngu Bretlands úr ESB. Boris Johnson og fleiri íhaldsmenn eru andsnúnir baktryggingunni og hefur Boris til að mynda sagt hana ólýðræðislega, með henni haldi ESB Bretum enn í heljargreipum þrátt fyrir vilja bresku þjóðarinnar um að yfirgefa sambandið fyrir fullt og allt.Á ábyrgð Breta að leggja fram lausnir Evrópusambandið er hins vegar ekki jafnhrifið af því að fella baktrygginguna úr útgöngusamningnum eins og Boris og félagar. Emmanuel Macron sagði á blaðamannafundi hans og Johnson í dag að baktryggingin væri ófrávíkjanleg krafa Evrópusambandsins og væri eina leiðin til þess að tryggja stöðugleika á Írlandi. Angela Merkel hefur þá sagt að það væri á ábyrgð Breta að leggja fram tillögur að lausnum. Boris hefur undanfarna daga fundað með Evrópusambandsleiðtogum, þar á meðal Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Hann hefur lýst þeirri skoðun sinni að Bretar verði að yfirgefa ESB 31. október næstkomandi, sama hvort samningar hafi náðst eður ei. Hann sagðist vera bjartsýnn eftir fundi sína með Merkel og Macron og að Bretar myndu aldrei setja á harða landamæragæslu á landamærum Norður-Írlands og Írlands. Boris Johnson mun nú halda til Biarritz í Frakklandi þar sem að fundur G7 ríkjanna fer fram, þar mun hann hitta fyrir ýmsa þjóðhöfðingja og gefst því væntanlega vettvangur til umræðna um Brexit og fleiri málefni Bretlands. Bretland Brexit Evrópusambandið Frakkland Írland Norður-Írland Tengdar fréttir Johnson fundar með leiðtogum Evrópu vegna baktryggingarinnar Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, heldur áfram ferð sinni um Evrópu þar sem hann reynir að sannfæra helstu leiðtoga álfunnar um að fjarlæga írsku baktrygginguna svokölluðu úr Brexit-samningnum. 22. ágúst 2019 07:53 Telur ólíklegt að Boris Johnson fái Merkel til að skipta um skoðun Boris Johnson hefur heitið því að reyna að endursemja við ESB en einnig gefið út að Bretland muni yfirgefa Evrópusambandið þann 31. október næstkomandi, þó það þýði að Bretar fari út án samnings. 21. ágúst 2019 11:00 Sérstakt áhyggjuefni hversu fáir Íslendingar hafa sótt um "Settled Status“ Sendiherra Íslands í London, Stefán Haukur Jóhannesson, segir það sérstakt áhyggjuefni hversu fáir íslenskir ríkisborgarar, sem búsettir eru í Bretlandi, hafi sótt um svokallaðan Settled Status í landinu í aðdraganda Brexit. 21. ágúst 2019 11:32 Boris segir írsku baktrygginguna vera ólýðræðislega Boris Johnson forsætisráðherra Breta segir í bréfi til Evrópusambandsins að írska baktryggingin, einn helsti ásteitingarsteinninn í útgöngusamningum Breta og ESB vegna Brexit, sé andlýðræðisleg og alls ófær. Því verði Evrópusambandið að falla frá þeirri kröfu. 20. ágúst 2019 07:41 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, fundaði í dag með forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson í París. Macron og Johnson ræddust saman í frönsku forsetahöllinni, Élysée-höll, og snerust umræðurnar að mestu um Brexitsamninginn en fyrirhuguð er útganga Breta úr Evrópusambandinu 31. október næstkomandi. BBC greinir frá. Að loknum fundi leiðtoganna ræddu þeir efni fundarins við blaðamenn fyrir utan Élysée-höll. Franski forsetinn sagðist hafa mikla trú á því að Bretland og Evrópusambandið nái samkomulagi innan þrjátíu daga. Þó yrði ekki hægt að semja um glænýtt samkomulag en vel væri hægt að eiga við samningsdrögin sem liggja fyrir en breska þingið hefur endurtekið hafnað.Merkel og Johnson á fundi sínum í vikunni.Getty/Omer MessingerEinn helsti ásteytingarsteinninn í samningaviðræðum ESB og Bretlands hafa verið málefni Írlands og Norður Írlands, baktryggingin svokallaða. Baktryggingunni er ætlað að koma í veg fyrir að setja þurfi upp hefðbundið landamæra- og tollaeftirlit á mörkum Írlands og Norður-Írlands við útgöngu Bretlands úr ESB. Boris Johnson og fleiri íhaldsmenn eru andsnúnir baktryggingunni og hefur Boris til að mynda sagt hana ólýðræðislega, með henni haldi ESB Bretum enn í heljargreipum þrátt fyrir vilja bresku þjóðarinnar um að yfirgefa sambandið fyrir fullt og allt.Á ábyrgð Breta að leggja fram lausnir Evrópusambandið er hins vegar ekki jafnhrifið af því að fella baktrygginguna úr útgöngusamningnum eins og Boris og félagar. Emmanuel Macron sagði á blaðamannafundi hans og Johnson í dag að baktryggingin væri ófrávíkjanleg krafa Evrópusambandsins og væri eina leiðin til þess að tryggja stöðugleika á Írlandi. Angela Merkel hefur þá sagt að það væri á ábyrgð Breta að leggja fram tillögur að lausnum. Boris hefur undanfarna daga fundað með Evrópusambandsleiðtogum, þar á meðal Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Hann hefur lýst þeirri skoðun sinni að Bretar verði að yfirgefa ESB 31. október næstkomandi, sama hvort samningar hafi náðst eður ei. Hann sagðist vera bjartsýnn eftir fundi sína með Merkel og Macron og að Bretar myndu aldrei setja á harða landamæragæslu á landamærum Norður-Írlands og Írlands. Boris Johnson mun nú halda til Biarritz í Frakklandi þar sem að fundur G7 ríkjanna fer fram, þar mun hann hitta fyrir ýmsa þjóðhöfðingja og gefst því væntanlega vettvangur til umræðna um Brexit og fleiri málefni Bretlands.
Bretland Brexit Evrópusambandið Frakkland Írland Norður-Írland Tengdar fréttir Johnson fundar með leiðtogum Evrópu vegna baktryggingarinnar Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, heldur áfram ferð sinni um Evrópu þar sem hann reynir að sannfæra helstu leiðtoga álfunnar um að fjarlæga írsku baktrygginguna svokölluðu úr Brexit-samningnum. 22. ágúst 2019 07:53 Telur ólíklegt að Boris Johnson fái Merkel til að skipta um skoðun Boris Johnson hefur heitið því að reyna að endursemja við ESB en einnig gefið út að Bretland muni yfirgefa Evrópusambandið þann 31. október næstkomandi, þó það þýði að Bretar fari út án samnings. 21. ágúst 2019 11:00 Sérstakt áhyggjuefni hversu fáir Íslendingar hafa sótt um "Settled Status“ Sendiherra Íslands í London, Stefán Haukur Jóhannesson, segir það sérstakt áhyggjuefni hversu fáir íslenskir ríkisborgarar, sem búsettir eru í Bretlandi, hafi sótt um svokallaðan Settled Status í landinu í aðdraganda Brexit. 21. ágúst 2019 11:32 Boris segir írsku baktrygginguna vera ólýðræðislega Boris Johnson forsætisráðherra Breta segir í bréfi til Evrópusambandsins að írska baktryggingin, einn helsti ásteitingarsteinninn í útgöngusamningum Breta og ESB vegna Brexit, sé andlýðræðisleg og alls ófær. Því verði Evrópusambandið að falla frá þeirri kröfu. 20. ágúst 2019 07:41 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Johnson fundar með leiðtogum Evrópu vegna baktryggingarinnar Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, heldur áfram ferð sinni um Evrópu þar sem hann reynir að sannfæra helstu leiðtoga álfunnar um að fjarlæga írsku baktrygginguna svokölluðu úr Brexit-samningnum. 22. ágúst 2019 07:53
Telur ólíklegt að Boris Johnson fái Merkel til að skipta um skoðun Boris Johnson hefur heitið því að reyna að endursemja við ESB en einnig gefið út að Bretland muni yfirgefa Evrópusambandið þann 31. október næstkomandi, þó það þýði að Bretar fari út án samnings. 21. ágúst 2019 11:00
Sérstakt áhyggjuefni hversu fáir Íslendingar hafa sótt um "Settled Status“ Sendiherra Íslands í London, Stefán Haukur Jóhannesson, segir það sérstakt áhyggjuefni hversu fáir íslenskir ríkisborgarar, sem búsettir eru í Bretlandi, hafi sótt um svokallaðan Settled Status í landinu í aðdraganda Brexit. 21. ágúst 2019 11:32
Boris segir írsku baktrygginguna vera ólýðræðislega Boris Johnson forsætisráðherra Breta segir í bréfi til Evrópusambandsins að írska baktryggingin, einn helsti ásteitingarsteinninn í útgöngusamningum Breta og ESB vegna Brexit, sé andlýðræðisleg og alls ófær. Því verði Evrópusambandið að falla frá þeirri kröfu. 20. ágúst 2019 07:41