Fleinn í holdi Ólafur Ísleifsson skrifar 21. ágúst 2019 10:30 Björn Bjarnason segir á síðu sinni bjorn.is Miðflokkinn hafa misst haldreipi vegna bréfs Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst landsréttarlögmanns og Stefáns Más Stefánssonar, fyrrv. prófessors við lagadeild Háskóla Íslands sem þeir rituðu eftir fund utanríkismálanefndar Alþingis. Ég get fullvissað Björn Bjarnason um að bréf þeirra veldur mér ekki minnstu vonbrigðum. Kjarninn í bréfinu er að séu fyrirliggjandi skjöl lesin saman telji þeir „að fyrirvörunum sé þar réttilega haldið til haga“. Í niðurlagi bréfsíns segir: „Við göngum út frá því að fyrirvarar Íslands samkvæmt framansögðu séu skilmerkilega kynntir viðeigandi aðilum að EES-samningnum með formlegum hætti verði umrædd þingmál samþykkt á Alþingi“. Athygli vekur að þeir víkja ekki orði að þjóðréttarlegu gildi fyrirvaranna. Höfundur bókar um Evrópurétt, prófessor Davíð Þór Björgvinsson, sagði aðspurður á fundi utanríkismálanefndar 8. maí sl. að þjóðréttarlegt gildi þeirra væri ekkert, þeir væru bara til heimabrúks. Undir þetta álit, sem Davíð Þór ítrekaði á fundi utanríkismálanefndar í liðinni viku, hafa opinberlega tekið fimm hæstaréttarlögmenn og héraðsdómari. Telur Björn Bjarnason bréf þeirra Friðriks og Stefáns Más bæta einhverju við málið? Að fyrirvararnir séu nægilega kynntir? Snýst orkupakkinn um uppýsingamiðlun og almannatengsl? Sjá má af bréfi Friðriks og Stefáns til utanríkisráðherra 10. apríl sl. að þeir telja vafa leika á þjóðréttarlegu gildi lagalega fyrirvarans en Björn og Áslaug Arna hrósa sigri þegar Friðrik og Stefán Már segja þá skilmerkilega kynnta en minnast ekki orði á þjóðréttarlegt gildi þeirra. Litlu verður Vöggur feginn. Stefán Már og Friðrik Árni staðfestu á fundi utanríkismálanefndar að aðaltillaga þeirra í málinu er sú sem kemur fram í áliti þeirra að taka málið upp á vettvangi sameiginlegu EES-nefndarinnar. Þeir sögðu leið fyrirvaranna þá næst bestu. Ríkisstjórnin valdi samkvæmt þessu ekki besta kostinn að dómi þessara tveggja lögfræðilegu ráðunauta sinna. Óhögguð standa orð þeirra Friðriks og Stefáns í álitinu að erlend stofnun öðlist ákvörðunarvald sem tekur a.m.k. óbeint til skipulags, nýtingar og ráðstöfunar á mikilvægri orkuauðlind þjóðarinnar. Óhögguð standa orð þeirra að slíkt valdframsal getur ekki talist minni háttar í skilningi viðmiðana sem líta ber til við mat á stjórnskipulegu lögmæti valdframsals tíl alþjóðlegra stofnana á sviði EES-samningsins. Óhögguð standa orð þeirra að þessu megi, með einhverri einföldun, líkja við að ESA væri falið vald til að ákveða leyfilegan hámarksafla ríkja á sviði sjávarútvegs. Já, það er ekki erfitt að skilja hvers vegna lögfræðileg álitsgerð Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst og Stefáns Más Stefánssonar er eins og fleinn í holdi Björns Bjarnasonar og annarra stuðningsmanna þriðja orkupakkans.Höfundur er þingmaður Miðflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Þriðji orkupakkinn Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Björn Bjarnason segir á síðu sinni bjorn.is Miðflokkinn hafa misst haldreipi vegna bréfs Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst landsréttarlögmanns og Stefáns Más Stefánssonar, fyrrv. prófessors við lagadeild Háskóla Íslands sem þeir rituðu eftir fund utanríkismálanefndar Alþingis. Ég get fullvissað Björn Bjarnason um að bréf þeirra veldur mér ekki minnstu vonbrigðum. Kjarninn í bréfinu er að séu fyrirliggjandi skjöl lesin saman telji þeir „að fyrirvörunum sé þar réttilega haldið til haga“. Í niðurlagi bréfsíns segir: „Við göngum út frá því að fyrirvarar Íslands samkvæmt framansögðu séu skilmerkilega kynntir viðeigandi aðilum að EES-samningnum með formlegum hætti verði umrædd þingmál samþykkt á Alþingi“. Athygli vekur að þeir víkja ekki orði að þjóðréttarlegu gildi fyrirvaranna. Höfundur bókar um Evrópurétt, prófessor Davíð Þór Björgvinsson, sagði aðspurður á fundi utanríkismálanefndar 8. maí sl. að þjóðréttarlegt gildi þeirra væri ekkert, þeir væru bara til heimabrúks. Undir þetta álit, sem Davíð Þór ítrekaði á fundi utanríkismálanefndar í liðinni viku, hafa opinberlega tekið fimm hæstaréttarlögmenn og héraðsdómari. Telur Björn Bjarnason bréf þeirra Friðriks og Stefáns Más bæta einhverju við málið? Að fyrirvararnir séu nægilega kynntir? Snýst orkupakkinn um uppýsingamiðlun og almannatengsl? Sjá má af bréfi Friðriks og Stefáns til utanríkisráðherra 10. apríl sl. að þeir telja vafa leika á þjóðréttarlegu gildi lagalega fyrirvarans en Björn og Áslaug Arna hrósa sigri þegar Friðrik og Stefán Már segja þá skilmerkilega kynnta en minnast ekki orði á þjóðréttarlegt gildi þeirra. Litlu verður Vöggur feginn. Stefán Már og Friðrik Árni staðfestu á fundi utanríkismálanefndar að aðaltillaga þeirra í málinu er sú sem kemur fram í áliti þeirra að taka málið upp á vettvangi sameiginlegu EES-nefndarinnar. Þeir sögðu leið fyrirvaranna þá næst bestu. Ríkisstjórnin valdi samkvæmt þessu ekki besta kostinn að dómi þessara tveggja lögfræðilegu ráðunauta sinna. Óhögguð standa orð þeirra Friðriks og Stefáns í álitinu að erlend stofnun öðlist ákvörðunarvald sem tekur a.m.k. óbeint til skipulags, nýtingar og ráðstöfunar á mikilvægri orkuauðlind þjóðarinnar. Óhögguð standa orð þeirra að slíkt valdframsal getur ekki talist minni háttar í skilningi viðmiðana sem líta ber til við mat á stjórnskipulegu lögmæti valdframsals tíl alþjóðlegra stofnana á sviði EES-samningsins. Óhögguð standa orð þeirra að þessu megi, með einhverri einföldun, líkja við að ESA væri falið vald til að ákveða leyfilegan hámarksafla ríkja á sviði sjávarútvegs. Já, það er ekki erfitt að skilja hvers vegna lögfræðileg álitsgerð Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst og Stefáns Más Stefánssonar er eins og fleinn í holdi Björns Bjarnasonar og annarra stuðningsmanna þriðja orkupakkans.Höfundur er þingmaður Miðflokksins
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun