Yfirmenn Fukushima-kjarnorkuversins sýknaðir Kjartan Kjartansson skrifar 19. september 2019 10:16 Stuðningsmenn íbúanna í Fukushima mótmæla dómnum í Tókýó í dag. AP/Satoru Yonemaru Dómstóll í Japan sýknaði þrjá fyrrverandi yfirmenn orkufyrirtækisins sem rekur Fukushima-kjarnorkuverið af ákæru um vanrækslu þegar kjarnaofnar bræddu úr sér eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna miklu árið 2011. Búist er við því að stefnendurnir áfrýja dómnum. Tsunehisa Katsumata, fyrrverandi stjórnarformaður TEPCO, og tveir aðrir yfirmenn fyrirtækisins voru ákærðir fyrir að hafa ekki séð fyrir flóðbylgjuna sem myndaðist eftir jarðskjálftann og hafa ekki gripið til aðgerða sem hefðu getað varið kjarnorkuverið fyrir henni. Saksóknarar höfðu krafist fimm ára fangelsisvistar yfir þeim. Þetta er eina sakamálið sem hefur verið höfðað vegna Fukushima-kjarnorkuslyssins. Fram kom hjá saksóknurunum að yfirmennirnir hefðu haft aðgang að gögnum og rannsóknum sem gerðu ráð fyrir að flóðbylgja sem næði tíu metrum gæti leitt til þess að rafmagni slægi út með hættu á alvarlegum slysum. Þá lögðu saksóknararnir fram tölvupóst á milli öryggisfulltrúa fyrirtækisins og yfirmanna um að þörf væri á frekari flóðbylgjuvörnum. Yfirmennirnir fullyrtu fyrir dómi að ómögulegt hefði verið að sjá flóðbylgjuna fyrir, að því er AP-fréttastofan greinir frá. Þremenningarnir voru jafnframt sýknaðir af því að hafa valdið dauða 44 eldri borgara eftir að flytja þurfti þá í skyndi frá sjúkrahúsi í grennd við Fukushima Dai-ichi-kjarnorkuverið. Dómstóllinn taldi að þrátt fyrir að yfirmönnunum hefði verið kunnugt um að bæta þyrfti varnir gegn flóðbylgju hafi gjörðir þeirra verið í samræmi við öryggisviðmið stjórnvalda á þeim tíma sem hörmungarnar dundu yfir. Óvíst væri hvort þeir hefðu getað brugðist við áður en flóðbylgjan skall á.Yfirmennirnir þrír, frá vinstri: Tsunehisa Katsumata, stjórnarformaður, Sakae Muto og Ichiro Takekuro, varaforsetar TEPCO.AP/Satoru YonemaruGæti velkst um fyrir dómstólum í áratug Stuðningsmenn 5.700 íbúa Fukushima sem kærðu yfirmennina mótmæltu dómnum fyrir utan dómshúsið í Tókýó og sögðu hann óréttlátann. Lögmaður íbúanna segist búast við því að málið eigi eftir að veltast um fyrir dómstólum í allt að áratug. „Þetta er aðeins upphafið á mikilli orrustu,“ sagði Hiroyuki Kawai, lögmaðurinn. Þrír kjarnaofnar bræddu úr vegna skemmda sem urðu af völdum jarðskjálftans og flóðbylgjunnar 11. mars árið 2011. Geislavirkt efni dreifðist yfir svæðið í kring og út í hafið. Tugir þúsunda manna sem bjuggu í grennd við kjarnorkuverið hafa enn ekki fengið að snúa til síns heima. Niðurstaða rannsókn japönsku ríkisstjórnarinnar og þingsins var sú að skortu á öryggismenningu og léleg áhættustýring hafi leitt til hörmunganna í Fukushima. Þannig hafi yfirmenn versins vanmetið hættuna af flóðbylgjum. Þeir hafi ásamt eftirlitsstofnunum hunsað þá hættu. Japan Jarðskjálfti í Japan Tengdar fréttir Byrjað að fjarlægja eldsneytisstengur úr Fukushima-kjarnorkuverinu Hreinsunarstarfið á eftir að taka nokkur ár til viðbótar. 15. apríl 2019 09:01 Munu þurfa að losa geislavirkt vatn frá Fukushima út í Kyrrahafið Yoshiaki Harada, umhverfisráðherra Japans, segir að umsjónaraðili kjarnorkuversins í Fukushima, sem eyðilagðist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011, muni innan þriggja ára þurfa að losa geislavirkt vatn út í Kyrrahafið. 10. september 2019 11:49 Vill að Japanir hætti nýtingu kjarnorku Nýr umhverfisráðherra Japans vill að kjarnaofnum landsins verði lokað til að koma megi í veg fyrir að stórslys á borð við það sem varð í Fukushima árið 2011 endurtaki sig. 12. september 2019 08:15 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Dómstóll í Japan sýknaði þrjá fyrrverandi yfirmenn orkufyrirtækisins sem rekur Fukushima-kjarnorkuverið af ákæru um vanrækslu þegar kjarnaofnar bræddu úr sér eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna miklu árið 2011. Búist er við því að stefnendurnir áfrýja dómnum. Tsunehisa Katsumata, fyrrverandi stjórnarformaður TEPCO, og tveir aðrir yfirmenn fyrirtækisins voru ákærðir fyrir að hafa ekki séð fyrir flóðbylgjuna sem myndaðist eftir jarðskjálftann og hafa ekki gripið til aðgerða sem hefðu getað varið kjarnorkuverið fyrir henni. Saksóknarar höfðu krafist fimm ára fangelsisvistar yfir þeim. Þetta er eina sakamálið sem hefur verið höfðað vegna Fukushima-kjarnorkuslyssins. Fram kom hjá saksóknurunum að yfirmennirnir hefðu haft aðgang að gögnum og rannsóknum sem gerðu ráð fyrir að flóðbylgja sem næði tíu metrum gæti leitt til þess að rafmagni slægi út með hættu á alvarlegum slysum. Þá lögðu saksóknararnir fram tölvupóst á milli öryggisfulltrúa fyrirtækisins og yfirmanna um að þörf væri á frekari flóðbylgjuvörnum. Yfirmennirnir fullyrtu fyrir dómi að ómögulegt hefði verið að sjá flóðbylgjuna fyrir, að því er AP-fréttastofan greinir frá. Þremenningarnir voru jafnframt sýknaðir af því að hafa valdið dauða 44 eldri borgara eftir að flytja þurfti þá í skyndi frá sjúkrahúsi í grennd við Fukushima Dai-ichi-kjarnorkuverið. Dómstóllinn taldi að þrátt fyrir að yfirmönnunum hefði verið kunnugt um að bæta þyrfti varnir gegn flóðbylgju hafi gjörðir þeirra verið í samræmi við öryggisviðmið stjórnvalda á þeim tíma sem hörmungarnar dundu yfir. Óvíst væri hvort þeir hefðu getað brugðist við áður en flóðbylgjan skall á.Yfirmennirnir þrír, frá vinstri: Tsunehisa Katsumata, stjórnarformaður, Sakae Muto og Ichiro Takekuro, varaforsetar TEPCO.AP/Satoru YonemaruGæti velkst um fyrir dómstólum í áratug Stuðningsmenn 5.700 íbúa Fukushima sem kærðu yfirmennina mótmæltu dómnum fyrir utan dómshúsið í Tókýó og sögðu hann óréttlátann. Lögmaður íbúanna segist búast við því að málið eigi eftir að veltast um fyrir dómstólum í allt að áratug. „Þetta er aðeins upphafið á mikilli orrustu,“ sagði Hiroyuki Kawai, lögmaðurinn. Þrír kjarnaofnar bræddu úr vegna skemmda sem urðu af völdum jarðskjálftans og flóðbylgjunnar 11. mars árið 2011. Geislavirkt efni dreifðist yfir svæðið í kring og út í hafið. Tugir þúsunda manna sem bjuggu í grennd við kjarnorkuverið hafa enn ekki fengið að snúa til síns heima. Niðurstaða rannsókn japönsku ríkisstjórnarinnar og þingsins var sú að skortu á öryggismenningu og léleg áhættustýring hafi leitt til hörmunganna í Fukushima. Þannig hafi yfirmenn versins vanmetið hættuna af flóðbylgjum. Þeir hafi ásamt eftirlitsstofnunum hunsað þá hættu.
Japan Jarðskjálfti í Japan Tengdar fréttir Byrjað að fjarlægja eldsneytisstengur úr Fukushima-kjarnorkuverinu Hreinsunarstarfið á eftir að taka nokkur ár til viðbótar. 15. apríl 2019 09:01 Munu þurfa að losa geislavirkt vatn frá Fukushima út í Kyrrahafið Yoshiaki Harada, umhverfisráðherra Japans, segir að umsjónaraðili kjarnorkuversins í Fukushima, sem eyðilagðist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011, muni innan þriggja ára þurfa að losa geislavirkt vatn út í Kyrrahafið. 10. september 2019 11:49 Vill að Japanir hætti nýtingu kjarnorku Nýr umhverfisráðherra Japans vill að kjarnaofnum landsins verði lokað til að koma megi í veg fyrir að stórslys á borð við það sem varð í Fukushima árið 2011 endurtaki sig. 12. september 2019 08:15 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Byrjað að fjarlægja eldsneytisstengur úr Fukushima-kjarnorkuverinu Hreinsunarstarfið á eftir að taka nokkur ár til viðbótar. 15. apríl 2019 09:01
Munu þurfa að losa geislavirkt vatn frá Fukushima út í Kyrrahafið Yoshiaki Harada, umhverfisráðherra Japans, segir að umsjónaraðili kjarnorkuversins í Fukushima, sem eyðilagðist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011, muni innan þriggja ára þurfa að losa geislavirkt vatn út í Kyrrahafið. 10. september 2019 11:49
Vill að Japanir hætti nýtingu kjarnorku Nýr umhverfisráðherra Japans vill að kjarnaofnum landsins verði lokað til að koma megi í veg fyrir að stórslys á borð við það sem varð í Fukushima árið 2011 endurtaki sig. 12. september 2019 08:15