Til reiðu búinn í París og London Björn Teitsson skrifar 14. september 2019 10:00 Játning: þessi grein fjallar ekki um ævintýri ungs manns í eldhúsum Parísar. Hún fjallar ekki heldur um sambærileg ævintýri í algeru reiðuleysi í Lundúnum. Sá texti hefur þegar verið skrifaður. Þessi grein fjallar um eitthvað miklu leiðinlegra. Hún fjallar um umferðar-og umhverfismál.Í reiðuleysi… Bregðum okkur til síðustu aldamóta. Það vill svo til, að í upphafi 21. aldar, höfðu bæði París og Lundúnir á glænýjum borgarstjóra á að skipa. Í París var Bertrand Delanoë kosinn borgarstjóri árið 2001. Ári fyrr hafði Ken Livingstone verið kosinn í Lundúnum (reyndar fyrstur allra í það embætti en það er önnur saga). Báðir þessir menn glímdu við mikil umferðarvandamál þegar þeir tóku við embætti. Einnig vandamál sem mátti rekja til slæmra loftgæða og hávaðamengunar. Í stuttu máli var vandamálið mjög einfalt, beggja vegna Ermarsundsins. Það voru of margir bílar. Borgarstjórarnir tveir gerðu sitt besta til að taka á þessu vandamáli. Þeir notuðu hins vegar til þess mismunandi leiðir. Skoðum málið.Í París Rétt er að taka fram í byrjun, að París er gönguborg. Í París labbar fólk. Týnist viljandi í þröngum götum í Mýrinni. Stoppar og fær sér kaffi. Allar steríótýpur um Beaudelaire eða önnur skáld sem tileinkuðu sér lífsstíl flanara á19. öld eru dagsannar. Sé þannig miðað við hlutfallslega skiptingu milli ferðamáta (modal share), var ekkert það mikið af bílum í París. Ekki á okkar mælikvarða. Þegar Delanoëtók við embætti voru um 20% ferða farnar á einkabíl. Um 45% fóru labbandi. Til samanburðar hafa tölur frá höfuðborgarsvæðinu sýnt að um 75% nota einkabíl. Gott og vel. Til einföldunar: Delanoë tæklaði vandamálið með alvöru „aðför“. Göngugötum var fjölgað til muna, hluti árbakka Signu var gerður að baðströnd á sumrin, 600 kílómetrar af hjólastígum voru lagðir, frægasta deilihjólakerfi Evrópu, Vélib’, var kynnt til sögunnar, götur voru endurhannaðar með forgangsreinum fyrir almenningssamgöngur og bílastæðagjöld voru hækkuð umtalsvert. Arftaki Delanoëíembætti, og fyrrum aðstoðarkona, Anne Hidalgo, hefur síðan haldið áfram þessari vegferð og gert enn stærri svæði bíllaus, Parísarbúum og gestum borgarinnar til ómældrar ánægju. Loftgæði eru mun betri, hávaðamengun er minni og færra fólk notar bíl. Áðurnefnd hlutfallsleg skipting var, árið 2010 orðin eftirfarandi: bílaferðir: 12%, gangandi ferðir 53%. Í stuttu máli: þessar aðgerðir virkuðu.Og London Aðstæður voru, og eru, talsvert öðruvísi í Lundúnum. Þar voru miklu fleiri bílar en í París. Árið 1998 voru 48% allra ferða innan borgarinnar farnar á einkabíl. Um 24% fóru gangandi og 26% notuðu almenningssamgöngur (aðeins 2% fóru hjólandi í Lundúnum enda aðstæður þar hræðilegar fyrir hjólafólk í upphafi 21. aldar). Livingstone fór allt aðra leið en Delanoë. Hann lagði á tafargjöld/veggjöld (congestion charge). Gjaldið var innheimt af ökumönnum sem áttu leið í miðborg Lundúna og átti að þjóna þeim tilgangi að fækka bílum, minnka mengun og um leið fjármagna innviðauppbyggingu grænna ferðamáta. Endurbæta átti strætókerfið, endurheimta almenningssvæði og fjármagna innviðauppbyggingu hjólastíga, þar sem þörf var á grettistaki. Niðurstöðurnar voru nokkuð afgerandi. Árið 2011 hafði bílferðum fækkað verulega, voru komnar niður í 39% allra ferða. Notendum almenningssamgangna hafði fjölgað, þá orðnar 35% allra ferða. Síðan þá er reyndar gleðiefni að segja frá því að æ fleiri Lundúnabúar kjósa nú að hjóla eftir áralanga innviðauppbyggingu. En að kjarna málsins. Í stuttu máli: þessar aðgerðir virkuðu.Höfundur er meistaranemi í borgarfræðum við Bauhaus-háskólann í Weimar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Teitsson Samgöngur Mest lesið Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Játning: þessi grein fjallar ekki um ævintýri ungs manns í eldhúsum Parísar. Hún fjallar ekki heldur um sambærileg ævintýri í algeru reiðuleysi í Lundúnum. Sá texti hefur þegar verið skrifaður. Þessi grein fjallar um eitthvað miklu leiðinlegra. Hún fjallar um umferðar-og umhverfismál.Í reiðuleysi… Bregðum okkur til síðustu aldamóta. Það vill svo til, að í upphafi 21. aldar, höfðu bæði París og Lundúnir á glænýjum borgarstjóra á að skipa. Í París var Bertrand Delanoë kosinn borgarstjóri árið 2001. Ári fyrr hafði Ken Livingstone verið kosinn í Lundúnum (reyndar fyrstur allra í það embætti en það er önnur saga). Báðir þessir menn glímdu við mikil umferðarvandamál þegar þeir tóku við embætti. Einnig vandamál sem mátti rekja til slæmra loftgæða og hávaðamengunar. Í stuttu máli var vandamálið mjög einfalt, beggja vegna Ermarsundsins. Það voru of margir bílar. Borgarstjórarnir tveir gerðu sitt besta til að taka á þessu vandamáli. Þeir notuðu hins vegar til þess mismunandi leiðir. Skoðum málið.Í París Rétt er að taka fram í byrjun, að París er gönguborg. Í París labbar fólk. Týnist viljandi í þröngum götum í Mýrinni. Stoppar og fær sér kaffi. Allar steríótýpur um Beaudelaire eða önnur skáld sem tileinkuðu sér lífsstíl flanara á19. öld eru dagsannar. Sé þannig miðað við hlutfallslega skiptingu milli ferðamáta (modal share), var ekkert það mikið af bílum í París. Ekki á okkar mælikvarða. Þegar Delanoëtók við embætti voru um 20% ferða farnar á einkabíl. Um 45% fóru labbandi. Til samanburðar hafa tölur frá höfuðborgarsvæðinu sýnt að um 75% nota einkabíl. Gott og vel. Til einföldunar: Delanoë tæklaði vandamálið með alvöru „aðför“. Göngugötum var fjölgað til muna, hluti árbakka Signu var gerður að baðströnd á sumrin, 600 kílómetrar af hjólastígum voru lagðir, frægasta deilihjólakerfi Evrópu, Vélib’, var kynnt til sögunnar, götur voru endurhannaðar með forgangsreinum fyrir almenningssamgöngur og bílastæðagjöld voru hækkuð umtalsvert. Arftaki Delanoëíembætti, og fyrrum aðstoðarkona, Anne Hidalgo, hefur síðan haldið áfram þessari vegferð og gert enn stærri svæði bíllaus, Parísarbúum og gestum borgarinnar til ómældrar ánægju. Loftgæði eru mun betri, hávaðamengun er minni og færra fólk notar bíl. Áðurnefnd hlutfallsleg skipting var, árið 2010 orðin eftirfarandi: bílaferðir: 12%, gangandi ferðir 53%. Í stuttu máli: þessar aðgerðir virkuðu.Og London Aðstæður voru, og eru, talsvert öðruvísi í Lundúnum. Þar voru miklu fleiri bílar en í París. Árið 1998 voru 48% allra ferða innan borgarinnar farnar á einkabíl. Um 24% fóru gangandi og 26% notuðu almenningssamgöngur (aðeins 2% fóru hjólandi í Lundúnum enda aðstæður þar hræðilegar fyrir hjólafólk í upphafi 21. aldar). Livingstone fór allt aðra leið en Delanoë. Hann lagði á tafargjöld/veggjöld (congestion charge). Gjaldið var innheimt af ökumönnum sem áttu leið í miðborg Lundúna og átti að þjóna þeim tilgangi að fækka bílum, minnka mengun og um leið fjármagna innviðauppbyggingu grænna ferðamáta. Endurbæta átti strætókerfið, endurheimta almenningssvæði og fjármagna innviðauppbyggingu hjólastíga, þar sem þörf var á grettistaki. Niðurstöðurnar voru nokkuð afgerandi. Árið 2011 hafði bílferðum fækkað verulega, voru komnar niður í 39% allra ferða. Notendum almenningssamgangna hafði fjölgað, þá orðnar 35% allra ferða. Síðan þá er reyndar gleðiefni að segja frá því að æ fleiri Lundúnabúar kjósa nú að hjóla eftir áralanga innviðauppbyggingu. En að kjarna málsins. Í stuttu máli: þessar aðgerðir virkuðu.Höfundur er meistaranemi í borgarfræðum við Bauhaus-háskólann í Weimar.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun