Heilbrigðismálin í fyrirrúmi og fast skotið á Biden Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. september 2019 20:00 Joe Biden, fyrrverandi varaforseti og sigurstranglegasti frambjóðandinn í prófkjöri Demókrata, þykir hafa staðið sig nokkuð vel í kappræðunum í nótt þrátt fyrir ítrekuð skot andstæðinga á hann. Heilbrigðismálin voru í fyrirrúmi í kappræðunum. Miðjumenn flokksins tókust á við þá sem lengst eru til vinstri um hvort skera ætti algjörlega á aðkomu einkarekinna fyrirtækja að heilbrigðistryggingum eða að auka einfaldlega aðkomu ríkisins. Biden gagnrýndi til að mynda þá stefnu Bernie Sanders, öldungadeildarþingmanns, að ríkið skyldi eitt standa að heilbrigðistryggingum. Spurði hvort Sanders tryði því virkilega að atvinnurekendur myndu hækka laun þeirra sem fá tryggingu nú í gegnum vinnustaðinn. „Já, það munu þeir gera,“ sagði Sanders. „Leyfið mér að segja að það er merkilegt að sósíalisti eins og þú hefur meiri trú á bandarískum einkafyrirtækjum en ég,“ svaraði Biden þá. Amy Klobuchar, öldungadeildarþingmaður, tók einnig til máls og gagnrýndi frumvarp Sanders um málið. „Á meðan Bernie skrifaði frumvarpið las ég frumvarpið. 149 milljónir Bandaríkjamanna myndu tapa núverandi tryggingu. Við erum að tala um að það gerist á fjórum árum. Það finnst mér ekki djörf hugmynd. Það finnst mér slæm hugmynd.“ Og frambjóðendur kepptust margir hverjir við að stilla sér upp við hlið Baracks Obama. Þeim Julian Castro, fyrrverandi húsnæðismálaráðherra, og Biden lenti saman þegar Castro sagði varaforsetann fyrrverandi reyna að eigna sér heiðurinn af verkum forsetans án þess að svara nokkrum spurningum um það sem miður fór. „Ég stóð með Barack Obama. Öll átta árin. Í gegnum súrt og sætt,“ sagði Biden. Erfitt er að segja til um hvort nokkur frambjóðandi hafi staðið uppi sem skýr sigurvegari í nótt. Þótt fast hafi verið skotið á Biden á köflum náði hann að standa skotin af sér og er ólíklegt að kappræðurnar verði til þess að hann missi það stóra forskot sem hann mælist með í kosningum. Könnun HarrisX, sú síðasta sem gerð var fyrir kappræður, sýndi Biden með stórt forskot á þau Elizabeth Warren og Bernie Sanders. Þau voru svo aftur með myndarlegt forskot á hina sjö frambjóðendurna á sviðinu. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Frambjóðendur Demókrata tókust á um heilbrigðismálin Þeir tíu frambjóðendur bandarískra Demókrata sem sækjast eftir útnefningu flokksins til forsetaframboðs og eru taldir eiga mesta möguleika á sigri tókust á í sjónvarpskappræðum í Houston í nótt. 13. september 2019 07:21 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti og sigurstranglegasti frambjóðandinn í prófkjöri Demókrata, þykir hafa staðið sig nokkuð vel í kappræðunum í nótt þrátt fyrir ítrekuð skot andstæðinga á hann. Heilbrigðismálin voru í fyrirrúmi í kappræðunum. Miðjumenn flokksins tókust á við þá sem lengst eru til vinstri um hvort skera ætti algjörlega á aðkomu einkarekinna fyrirtækja að heilbrigðistryggingum eða að auka einfaldlega aðkomu ríkisins. Biden gagnrýndi til að mynda þá stefnu Bernie Sanders, öldungadeildarþingmanns, að ríkið skyldi eitt standa að heilbrigðistryggingum. Spurði hvort Sanders tryði því virkilega að atvinnurekendur myndu hækka laun þeirra sem fá tryggingu nú í gegnum vinnustaðinn. „Já, það munu þeir gera,“ sagði Sanders. „Leyfið mér að segja að það er merkilegt að sósíalisti eins og þú hefur meiri trú á bandarískum einkafyrirtækjum en ég,“ svaraði Biden þá. Amy Klobuchar, öldungadeildarþingmaður, tók einnig til máls og gagnrýndi frumvarp Sanders um málið. „Á meðan Bernie skrifaði frumvarpið las ég frumvarpið. 149 milljónir Bandaríkjamanna myndu tapa núverandi tryggingu. Við erum að tala um að það gerist á fjórum árum. Það finnst mér ekki djörf hugmynd. Það finnst mér slæm hugmynd.“ Og frambjóðendur kepptust margir hverjir við að stilla sér upp við hlið Baracks Obama. Þeim Julian Castro, fyrrverandi húsnæðismálaráðherra, og Biden lenti saman þegar Castro sagði varaforsetann fyrrverandi reyna að eigna sér heiðurinn af verkum forsetans án þess að svara nokkrum spurningum um það sem miður fór. „Ég stóð með Barack Obama. Öll átta árin. Í gegnum súrt og sætt,“ sagði Biden. Erfitt er að segja til um hvort nokkur frambjóðandi hafi staðið uppi sem skýr sigurvegari í nótt. Þótt fast hafi verið skotið á Biden á köflum náði hann að standa skotin af sér og er ólíklegt að kappræðurnar verði til þess að hann missi það stóra forskot sem hann mælist með í kosningum. Könnun HarrisX, sú síðasta sem gerð var fyrir kappræður, sýndi Biden með stórt forskot á þau Elizabeth Warren og Bernie Sanders. Þau voru svo aftur með myndarlegt forskot á hina sjö frambjóðendurna á sviðinu.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Frambjóðendur Demókrata tókust á um heilbrigðismálin Þeir tíu frambjóðendur bandarískra Demókrata sem sækjast eftir útnefningu flokksins til forsetaframboðs og eru taldir eiga mesta möguleika á sigri tókust á í sjónvarpskappræðum í Houston í nótt. 13. september 2019 07:21 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira
Frambjóðendur Demókrata tókust á um heilbrigðismálin Þeir tíu frambjóðendur bandarískra Demókrata sem sækjast eftir útnefningu flokksins til forsetaframboðs og eru taldir eiga mesta möguleika á sigri tókust á í sjónvarpskappræðum í Houston í nótt. 13. september 2019 07:21