Óplægður akur í fjármögnun fyrirtækja Kári Finnsson skrifar 25. september 2019 07:00 Hröð tækniþróun síðustu ára hefur gert öflun og umsýslu gagna sjálfvirka vegna lántöku einstaklinga. Á stuttum tíma hafa einstaklingar öðlast aukna möguleika þar sem lánsfjármagn er aðgengilegt á skömmum tíma, sem dæmi í gegnum farsíma. En hvað er því til fyrirstöðu að fyrirtæki geti fengið jafn skjótan aðgang að lánsfjármagni og einstaklingar? Af hverju eru ekki jafn mörg fjártæknifyrirtæki að þjónusta fyrirtæki eins og einstaklinga?Takmörkuð ábyrgð Lánveitingar til fyrirtækja eru alla jafna áhættumeiri en lánveitingar til einstaklinga. Fyrirtæki starfa flest undir takmarkaðri ábyrgð, það þýðir að eigendur eru ekki persónulega ábyrgir fyrir skuldum fyrirtækisins. Einstaklingar eru persónulega ábyrgir fyrir skuldum sínum og hafa því meiri hvata til að greiða þær upp. Takmörkuð ábyrgð hvetur til þess að einstaklingar geti tekið áhættu í stofnun fyrirtækja án þess að þeir leggi lífsviðurværi sitt undir. Þetta fyrirkomulag ýtir undir að einstaklingar sjái sér hag í að stofna til fyrirtækjareksturs en það eykur áhættuna fyrir lánveitendur. Flókinn rekstur Annað atriði sem greinir lánveitingu til fyrirtækja frá lánveitingu til einstaklinga er að fyrirtækjarekstur er yfirleitt flóknari en rekstur heimilis. Það eru fleiri þættir sem ráða úrslitum þegar kemur að farsælum rekstri fyrirtækja og því gera lánveitendur kröfur um ítarleg gögn um rekstur fyrirtækis áður en þeir heimila lánveitingu. Dæmi um slík gögn er viðskiptaáætlun, ársreikningar, ítarupplýsingar um þær vörur eða þjónustu sem fyrirtækið selur auk upplýsinga um eigendur og stjórnendur. Einnig eru lánveitingar til fyrirtækja hærri og krefjast ítarlegri yfirferðar en einstaklingslán. Það útskýrir að einhverju leyti af hverju fleiri fjártæknifyrirtæki hafa sprottið upp á sviði lánveitinga til einstaklinga heldur en til fyrirtækja. Í dag eru það helst hefðbundnar bankastofnanir sem veita fyrirtækjum lánsfjármagn. Ákvarðanir um slíkar lánveitingar eru teknar út frá löngu og traustu viðskiptasambandi, yfirleitt með veði í kröfum eða eignum. Þetta fyrirkomulag er enn mjög mannaflsfrekt og krefst ítarlegrar gagnasöfnunar. Tækifæri Ýmis tækifæri eru til staðar til að auðvelda lánveitingu til fyrirtækja. Á sama tíma og fyrirtæki eru flóknari í rekstri þá eru til meiri gögn um þau en einstaklinga. Þar að auki hefur tækniþróun síðustu tveggja áratuga leitt til þess að flest þessara gagna eru aðgengileg með sjálfvirkum hætti, oftar en ekki í gegnum vefþjónustur (API). Vefþjónustur auðvelda gagnaflutninga á milli ólíkra kerfa og gera forriturum kleift að safna saman miklum upplýsingum á örskömmum tíma. Nú þegar er hægt að safna saman upplýsingum úr ársreikningum fyrirtækja, lánshæfi þeirra og greiðsluhegðun til að styðja við ákvörðun um lánveitingu. En einnig er hægt að nýta önnur gögn við slíka ákvarðanatöku. Fjölbreyttar gagnalindir Dæmi eru um að erlend fyrirtæki hafa nýtt fjölbreyttar gagnalindir til að styðja við lánveitingu til fyrirtækja. Fyrirtæki hafa opnað fyrir aðgang að bókhaldskerfum sínum til að sýna útistandandi kröfur og aðgang þeirra að viðskiptakerfum eins og Amazon og Ebay til að sýna rauntímaupplýsingar um viðskipti. Önnur fyrirtæki hafa opnað á viðskiptamannakerfi sín (CRM) og enn önnur á upplýsingar úr Google Analytics til að gefa mynd af heimsóknum viðskiptavina á vefsvæði fyrirtækja. Svo gæti einnig orðið að fyrirtæki opni í auknum mæli á lánveitingar sem viðbótarþjónustu við núverandi starfsemi. Dæmi um slíkt er nýlegt útspil greiðslumiðlunarfyrirtækisins Stripe. Þeir bjóða viðskiptavinum sínum upp á lán þar sem kjörin markast af sölu þeirra eins og hún endurspeglast í kerfum Stripe. Þannig nýtir Stripe eigin gagnalindir til að liðka fyrir fjármögnun sinna viðskiptavina. Erfitt er að segja til um hvort þessum nýju aðilum takist að takmarka áhættuna nægilega sem felst í lánveitingu til fyrirtækja en það verður spennandi að fylgjast með hvernig þetta svið mun þróast eftir því sem að tækninni fleygir fram.Höfundur er viðskiptastjóri hjá Creditinfo Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kári Finnsson Tækni Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Hröð tækniþróun síðustu ára hefur gert öflun og umsýslu gagna sjálfvirka vegna lántöku einstaklinga. Á stuttum tíma hafa einstaklingar öðlast aukna möguleika þar sem lánsfjármagn er aðgengilegt á skömmum tíma, sem dæmi í gegnum farsíma. En hvað er því til fyrirstöðu að fyrirtæki geti fengið jafn skjótan aðgang að lánsfjármagni og einstaklingar? Af hverju eru ekki jafn mörg fjártæknifyrirtæki að þjónusta fyrirtæki eins og einstaklinga?Takmörkuð ábyrgð Lánveitingar til fyrirtækja eru alla jafna áhættumeiri en lánveitingar til einstaklinga. Fyrirtæki starfa flest undir takmarkaðri ábyrgð, það þýðir að eigendur eru ekki persónulega ábyrgir fyrir skuldum fyrirtækisins. Einstaklingar eru persónulega ábyrgir fyrir skuldum sínum og hafa því meiri hvata til að greiða þær upp. Takmörkuð ábyrgð hvetur til þess að einstaklingar geti tekið áhættu í stofnun fyrirtækja án þess að þeir leggi lífsviðurværi sitt undir. Þetta fyrirkomulag ýtir undir að einstaklingar sjái sér hag í að stofna til fyrirtækjareksturs en það eykur áhættuna fyrir lánveitendur. Flókinn rekstur Annað atriði sem greinir lánveitingu til fyrirtækja frá lánveitingu til einstaklinga er að fyrirtækjarekstur er yfirleitt flóknari en rekstur heimilis. Það eru fleiri þættir sem ráða úrslitum þegar kemur að farsælum rekstri fyrirtækja og því gera lánveitendur kröfur um ítarleg gögn um rekstur fyrirtækis áður en þeir heimila lánveitingu. Dæmi um slík gögn er viðskiptaáætlun, ársreikningar, ítarupplýsingar um þær vörur eða þjónustu sem fyrirtækið selur auk upplýsinga um eigendur og stjórnendur. Einnig eru lánveitingar til fyrirtækja hærri og krefjast ítarlegri yfirferðar en einstaklingslán. Það útskýrir að einhverju leyti af hverju fleiri fjártæknifyrirtæki hafa sprottið upp á sviði lánveitinga til einstaklinga heldur en til fyrirtækja. Í dag eru það helst hefðbundnar bankastofnanir sem veita fyrirtækjum lánsfjármagn. Ákvarðanir um slíkar lánveitingar eru teknar út frá löngu og traustu viðskiptasambandi, yfirleitt með veði í kröfum eða eignum. Þetta fyrirkomulag er enn mjög mannaflsfrekt og krefst ítarlegrar gagnasöfnunar. Tækifæri Ýmis tækifæri eru til staðar til að auðvelda lánveitingu til fyrirtækja. Á sama tíma og fyrirtæki eru flóknari í rekstri þá eru til meiri gögn um þau en einstaklinga. Þar að auki hefur tækniþróun síðustu tveggja áratuga leitt til þess að flest þessara gagna eru aðgengileg með sjálfvirkum hætti, oftar en ekki í gegnum vefþjónustur (API). Vefþjónustur auðvelda gagnaflutninga á milli ólíkra kerfa og gera forriturum kleift að safna saman miklum upplýsingum á örskömmum tíma. Nú þegar er hægt að safna saman upplýsingum úr ársreikningum fyrirtækja, lánshæfi þeirra og greiðsluhegðun til að styðja við ákvörðun um lánveitingu. En einnig er hægt að nýta önnur gögn við slíka ákvarðanatöku. Fjölbreyttar gagnalindir Dæmi eru um að erlend fyrirtæki hafa nýtt fjölbreyttar gagnalindir til að styðja við lánveitingu til fyrirtækja. Fyrirtæki hafa opnað fyrir aðgang að bókhaldskerfum sínum til að sýna útistandandi kröfur og aðgang þeirra að viðskiptakerfum eins og Amazon og Ebay til að sýna rauntímaupplýsingar um viðskipti. Önnur fyrirtæki hafa opnað á viðskiptamannakerfi sín (CRM) og enn önnur á upplýsingar úr Google Analytics til að gefa mynd af heimsóknum viðskiptavina á vefsvæði fyrirtækja. Svo gæti einnig orðið að fyrirtæki opni í auknum mæli á lánveitingar sem viðbótarþjónustu við núverandi starfsemi. Dæmi um slíkt er nýlegt útspil greiðslumiðlunarfyrirtækisins Stripe. Þeir bjóða viðskiptavinum sínum upp á lán þar sem kjörin markast af sölu þeirra eins og hún endurspeglast í kerfum Stripe. Þannig nýtir Stripe eigin gagnalindir til að liðka fyrir fjármögnun sinna viðskiptavina. Erfitt er að segja til um hvort þessum nýju aðilum takist að takmarka áhættuna nægilega sem felst í lánveitingu til fyrirtækja en það verður spennandi að fylgjast með hvernig þetta svið mun þróast eftir því sem að tækninni fleygir fram.Höfundur er viðskiptastjóri hjá Creditinfo
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar