Styrkja nemendur um milljónir með myntsölu Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 30. september 2019 07:00 Jennifer Grayburn stundaði nám í miðaldafræðum við Háskóla Íslands. Stofnun Leifs Eiríkssonar hefur veitt 420 milljónum íslenskra króna í námsstyrki á síðustu 18 árum. Stofnunin styrkir árlega um tíu nemendur til náms í Bandaríkjunum og á Íslandi og fær hver nemandi fyrir sig þrjár milljónir króna. „Sjóðurinn varð til árið 2001 af hugmynd Steingríms Hermannssonar, þáverandi seðlabankastjóra, og Robert Kellogg, prófessor við Virginíu-háskóla,“ segir Kristín Ingólfsdóttir, formaður stjórnar Stofnunar Leifs Eiríkssonar. „Hugmyndin var sú að efla samskipti íslenskra og bandarískra háskóla. Slegin var mynt, bæði silfurdollari og þúsund króna silfurmynt, þær voru svo seldar og ágóðinn er þessi öflugi námsmannasjóður,“ segir Kristín. Sjóðurinn hefur veitt 3,1 milljón dollara, eða 420 milljónum íslenskra króna, í námsstyrki til íslenskra og bandarískra nemenda sem vilja fara í framhaldsnám.Kristín Ingólfsdóttir, formaður stjórnar Stofnunar Leifs Eiríkssonar.„Fjöldi íslenskra nemenda hefur farið í nám í Bandaríkjunum og svo hafa Bandaríkjamenn komið hingað í nám. Hægt er að sækja um styrk til að fara í hvaða nám sem er í öllum skólum hérlendis og í Bandaríkjunum,“ segir Kristín. Jennifer Grayburn er ein þeirra sem hlaut styrk frá stofnuninni og segir hún að tækifærið hafi breytt náms- og starfsferli sínum. Hún var við nám í Viginíu-háskóla sem er samstarfsaðili sjóðsins. „Það var mikilvægur þáttur í mínu námi að læra forníslensku og það er ekki hlaupið að því að læra hana í Bandaríkjunum,“ segir Jennifer. Hún stundaði nám á meistarastigi í miðaldafræðum við Háskóla Íslands árið 2013–2014. „Ég hefði aldrei getað gert allt sem ég er búin að gera á mínum ferli ef ég hefði ekki fengið styrkinn,“ segir Jennifer. „Ég held að með því að hafa komið hingað og fengið að læra miðaldafræði og forníslensku, hafi ferill minn tekið allt aðra stefnu en hann hefði annars gert,“ bætir hún við. Jennifer naut dvalarinnar á Íslandi og gæti vel hugsað sér að dvelja hér meira. „Ég kynntist hérna fullt af fólki, meðal annars Jennýju Kristjánsdóttur, og við höfum unnið mikið saman síðan,“ segir hún. „Mér líkaði land og þjóð svo vel að ég meira að segja giftist manninum mínum hérna árið 2015, við giftum okkur á Búðum,“ segir Jennifer, sem er stödd hér á landi ásamt stjórn sjóðsins og var á siglingu um Breiðafjörð þegar blaðamaður ræddi við hana. „Núna er ég svo heppin að fá að taka þátt í því að velja úr umsóknum þeirra sem sækja um styrkinn. Þetta er eitt það mest gefandi sem ég hef gert á mínum ferli, að fá að taka þátt í að veita einhverjum tækifærið sem ég fékk,“ segir hún. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira
Stofnun Leifs Eiríkssonar hefur veitt 420 milljónum íslenskra króna í námsstyrki á síðustu 18 árum. Stofnunin styrkir árlega um tíu nemendur til náms í Bandaríkjunum og á Íslandi og fær hver nemandi fyrir sig þrjár milljónir króna. „Sjóðurinn varð til árið 2001 af hugmynd Steingríms Hermannssonar, þáverandi seðlabankastjóra, og Robert Kellogg, prófessor við Virginíu-háskóla,“ segir Kristín Ingólfsdóttir, formaður stjórnar Stofnunar Leifs Eiríkssonar. „Hugmyndin var sú að efla samskipti íslenskra og bandarískra háskóla. Slegin var mynt, bæði silfurdollari og þúsund króna silfurmynt, þær voru svo seldar og ágóðinn er þessi öflugi námsmannasjóður,“ segir Kristín. Sjóðurinn hefur veitt 3,1 milljón dollara, eða 420 milljónum íslenskra króna, í námsstyrki til íslenskra og bandarískra nemenda sem vilja fara í framhaldsnám.Kristín Ingólfsdóttir, formaður stjórnar Stofnunar Leifs Eiríkssonar.„Fjöldi íslenskra nemenda hefur farið í nám í Bandaríkjunum og svo hafa Bandaríkjamenn komið hingað í nám. Hægt er að sækja um styrk til að fara í hvaða nám sem er í öllum skólum hérlendis og í Bandaríkjunum,“ segir Kristín. Jennifer Grayburn er ein þeirra sem hlaut styrk frá stofnuninni og segir hún að tækifærið hafi breytt náms- og starfsferli sínum. Hún var við nám í Viginíu-háskóla sem er samstarfsaðili sjóðsins. „Það var mikilvægur þáttur í mínu námi að læra forníslensku og það er ekki hlaupið að því að læra hana í Bandaríkjunum,“ segir Jennifer. Hún stundaði nám á meistarastigi í miðaldafræðum við Háskóla Íslands árið 2013–2014. „Ég hefði aldrei getað gert allt sem ég er búin að gera á mínum ferli ef ég hefði ekki fengið styrkinn,“ segir Jennifer. „Ég held að með því að hafa komið hingað og fengið að læra miðaldafræði og forníslensku, hafi ferill minn tekið allt aðra stefnu en hann hefði annars gert,“ bætir hún við. Jennifer naut dvalarinnar á Íslandi og gæti vel hugsað sér að dvelja hér meira. „Ég kynntist hérna fullt af fólki, meðal annars Jennýju Kristjánsdóttur, og við höfum unnið mikið saman síðan,“ segir hún. „Mér líkaði land og þjóð svo vel að ég meira að segja giftist manninum mínum hérna árið 2015, við giftum okkur á Búðum,“ segir Jennifer, sem er stödd hér á landi ásamt stjórn sjóðsins og var á siglingu um Breiðafjörð þegar blaðamaður ræddi við hana. „Núna er ég svo heppin að fá að taka þátt í því að velja úr umsóknum þeirra sem sækja um styrkinn. Þetta er eitt það mest gefandi sem ég hef gert á mínum ferli, að fá að taka þátt í að veita einhverjum tækifærið sem ég fékk,“ segir hún.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira