Kúrdar segja Tyrki ráðast gegn óbreyttum borgurum Kjartan Kjartansson skrifar 9. október 2019 16:01 Reykur stígur upp eftir sprengikúlu tyrknesks stórskotaliðs nærri bænum Ras al-Ayn í norðaustur Sýrlandi í dag. AP/ANHA Loftárásir Tyrkja í norðanverðu Sýrlandi hafa meðal annars beinst að svæðum þar sem óbreyttir borgarar búa, að sögn Sýrlenska lýðræðishersins (SDF) sem hersveitir Kúrda leiða. Tyrkir hófu innrás sína í dag eftir að Bandaríkjastjórn sneri bakinu við bandamönnum sínum Kúrdum. Recep Erdogan, forseti Tyrklands, tilkynnti í dag að innrásin væri hafin. Tyrkir líta á hersveitir Kúrda sem anga af uppreisnarsamtökum Kúrda í Tyrklandi sem þeir og Bandaríkjastjórn telur hryðjuverkasamtök. Fjölmiðlar í Tyrklandi hafa haldið því fram að tyrknesk stórskotalið hafi skotið sprengikúlum á hersveitir Kúrda yfir landamærin inn í Sýrland.Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir SDF að sprengjur Tyrkja hafi lent á svæðum þar sem óbreyttir borgarar búa. Mustafa Bali, talsmaður SDF, segir að innrásin hafi valdið „mikilli skelfingu hjá fólki á svæðinu“. Herinn biður Bandaríkin og bandamenn þeirra í baráttunni gegn Ríki íslams um að koma á flugbanni til að koma í veg fyrir árásir á saklaust fólk.Að sögn Reuters-fréttastofunnar hafa þúsundir flúið frá bænum Ras al-Ayn í Hasaka-héraði sem SDF hefur haldið. SDF segir að tveir óbreyttir borgarar hafi fallið og tvær aðrir særst í loftárás Tyrkja þar. Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, fordæmdi innrás Tyrkja í dag og krafðist þess að stjórnvöld í Ankara létu af hernaðaraðgerðum sem gætu valdið frekari mannúðarhörmungum og fólksflótta í Sýrlandi. Hætta væri á að Tyrkir yllu enn frekari óstöðugleika í heimshlutanum og styrktu Ríki íslams. Í svipaðan streng tók Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), á blaðamannafundi í Róm. Tyrkland er hluti af NATO. Forðast yrði að auka á óstöðugleikann í heimshlutanum. Tyrkir yrðu að sýna stillingu og að aðgerðir þeirra yrðu að vera í hlutfalli við tilefnið. Áður hafði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hvatt Tyrki til að stöðva hernaðaraðgerðir sínar. Bresks og frönsk stjórnvöld ætla að óska eftir neyðarfundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að ræða ástandið.Trump sakaður um að yfirgefa bandamann á skammarlegan hátt Innrás Tyrkja kemur eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti skyndilega á mánudag að hann ætlaði að draga lið bandaríska hersins frá norðanverðu Sýrlandi fyrir yfirvofandi aðgerðir Tyrklands. Bandaríkjaher hefur unnið náið með Kúrdum í baráttunni gegn Ríki íslams. Þúsundir Kúrda hafa fallið í átökum við hryðjuverkasamtökin og þeir reka jafnvel fangelsi þar sem þúsundum vígamanna Ríki íslams er haldið. Vestræn yfirvöld óttast hvað verði um þá fanga nú þegar Kúrdar verjast innrás Tyrkja. Trump hefur sætt harðri gagnrýni heima fyrir, meðal annars úr eigin flokki, vegna ákvörðunarinnar um að leyfa Tyrkjum í reynd að ráðast á bandamenn Bandaríkjanna. Forsetinn hefur síðan hótað því að rústa efnahag Tyrklands gangi innrásin of langt að hans mati. Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður repúblikana og einn helsti málsvari Trump, tísti í dag um að Bandaríkjaþing léti Erdogan finna til tevatnsins vegna innrásarinnar. „Biðjið fyrir kúrdískum bandamönnum okkar sem voru yfirgefnir á skammarlegan hátt af Trump-stjórninni. Þessi ákvörðun tryggir að Ríki íslams nái vopnum sínum aftur,“ tísti Graham.Pray for our Kurdish allies who have been shamelessly abandoned by the Trump Administration. This move ensures the reemergence of ISIS.— Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) October 9, 2019 Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir reiðubúnir að halda inn í Sýrland „innan skamms“ Bandaríkjaher hefur kallað hersveitir sínar til baka frá norðurhluta Sýrlands. Talsmenn Kúrda hafa hótað "allsherjarstríði“ gangi áætlun Tyrklandshers eftir. 9. október 2019 11:03 Erdogan staðfestir að innrásin sé hafin Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur staðfest að innrás tyrkneska hersins í Sýrland sé hafin. 9. október 2019 13:25 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira
Loftárásir Tyrkja í norðanverðu Sýrlandi hafa meðal annars beinst að svæðum þar sem óbreyttir borgarar búa, að sögn Sýrlenska lýðræðishersins (SDF) sem hersveitir Kúrda leiða. Tyrkir hófu innrás sína í dag eftir að Bandaríkjastjórn sneri bakinu við bandamönnum sínum Kúrdum. Recep Erdogan, forseti Tyrklands, tilkynnti í dag að innrásin væri hafin. Tyrkir líta á hersveitir Kúrda sem anga af uppreisnarsamtökum Kúrda í Tyrklandi sem þeir og Bandaríkjastjórn telur hryðjuverkasamtök. Fjölmiðlar í Tyrklandi hafa haldið því fram að tyrknesk stórskotalið hafi skotið sprengikúlum á hersveitir Kúrda yfir landamærin inn í Sýrland.Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir SDF að sprengjur Tyrkja hafi lent á svæðum þar sem óbreyttir borgarar búa. Mustafa Bali, talsmaður SDF, segir að innrásin hafi valdið „mikilli skelfingu hjá fólki á svæðinu“. Herinn biður Bandaríkin og bandamenn þeirra í baráttunni gegn Ríki íslams um að koma á flugbanni til að koma í veg fyrir árásir á saklaust fólk.Að sögn Reuters-fréttastofunnar hafa þúsundir flúið frá bænum Ras al-Ayn í Hasaka-héraði sem SDF hefur haldið. SDF segir að tveir óbreyttir borgarar hafi fallið og tvær aðrir særst í loftárás Tyrkja þar. Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, fordæmdi innrás Tyrkja í dag og krafðist þess að stjórnvöld í Ankara létu af hernaðaraðgerðum sem gætu valdið frekari mannúðarhörmungum og fólksflótta í Sýrlandi. Hætta væri á að Tyrkir yllu enn frekari óstöðugleika í heimshlutanum og styrktu Ríki íslams. Í svipaðan streng tók Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), á blaðamannafundi í Róm. Tyrkland er hluti af NATO. Forðast yrði að auka á óstöðugleikann í heimshlutanum. Tyrkir yrðu að sýna stillingu og að aðgerðir þeirra yrðu að vera í hlutfalli við tilefnið. Áður hafði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hvatt Tyrki til að stöðva hernaðaraðgerðir sínar. Bresks og frönsk stjórnvöld ætla að óska eftir neyðarfundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að ræða ástandið.Trump sakaður um að yfirgefa bandamann á skammarlegan hátt Innrás Tyrkja kemur eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti skyndilega á mánudag að hann ætlaði að draga lið bandaríska hersins frá norðanverðu Sýrlandi fyrir yfirvofandi aðgerðir Tyrklands. Bandaríkjaher hefur unnið náið með Kúrdum í baráttunni gegn Ríki íslams. Þúsundir Kúrda hafa fallið í átökum við hryðjuverkasamtökin og þeir reka jafnvel fangelsi þar sem þúsundum vígamanna Ríki íslams er haldið. Vestræn yfirvöld óttast hvað verði um þá fanga nú þegar Kúrdar verjast innrás Tyrkja. Trump hefur sætt harðri gagnrýni heima fyrir, meðal annars úr eigin flokki, vegna ákvörðunarinnar um að leyfa Tyrkjum í reynd að ráðast á bandamenn Bandaríkjanna. Forsetinn hefur síðan hótað því að rústa efnahag Tyrklands gangi innrásin of langt að hans mati. Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður repúblikana og einn helsti málsvari Trump, tísti í dag um að Bandaríkjaþing léti Erdogan finna til tevatnsins vegna innrásarinnar. „Biðjið fyrir kúrdískum bandamönnum okkar sem voru yfirgefnir á skammarlegan hátt af Trump-stjórninni. Þessi ákvörðun tryggir að Ríki íslams nái vopnum sínum aftur,“ tísti Graham.Pray for our Kurdish allies who have been shamelessly abandoned by the Trump Administration. This move ensures the reemergence of ISIS.— Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) October 9, 2019
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir reiðubúnir að halda inn í Sýrland „innan skamms“ Bandaríkjaher hefur kallað hersveitir sínar til baka frá norðurhluta Sýrlands. Talsmenn Kúrda hafa hótað "allsherjarstríði“ gangi áætlun Tyrklandshers eftir. 9. október 2019 11:03 Erdogan staðfestir að innrásin sé hafin Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur staðfest að innrás tyrkneska hersins í Sýrland sé hafin. 9. október 2019 13:25 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira
Tyrkir reiðubúnir að halda inn í Sýrland „innan skamms“ Bandaríkjaher hefur kallað hersveitir sínar til baka frá norðurhluta Sýrlands. Talsmenn Kúrda hafa hótað "allsherjarstríði“ gangi áætlun Tyrklandshers eftir. 9. október 2019 11:03
Erdogan staðfestir að innrásin sé hafin Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur staðfest að innrás tyrkneska hersins í Sýrland sé hafin. 9. október 2019 13:25