Átökin í norðurhluta Sýrlands að flækjast Kristinn Haukur Guðnason skrifar 15. október 2019 06:45 Liðsmenn Frelsum Sýrland, sem njóta stuðnings Tyrkja, stefna á borgina Tal Abyad í gær. Nordicphotos/Getty Hersveitir Sýrlands halda nú norður á bóginn að landamærunum til þess að stöðva framgang Tyrkja og sýrlenskra málaliða. Á sunnudag höfðu Rússar milligöngu um samning á milli Kúrda í Rojava og Bashar al-Assad Sýrlandsforseta um aðstoð í borgunum Manbij og Kobani, í vesturhluta Rojava. Racip Erdogan Tyrklandsforseti sagði að það gæti komið til átaka við Sýrlandsher ef hann reyndi að koma í veg fyrir innrásina og að málaliðarnir væru þegar byrjaðir að undirbúa að ná Manbij á sitt vald. Samkomulag Kúrda og al-Assad nær aðeins til vesturhluta landamæranna og sambandið er mjög stirt. Óstaðfestar fregnir herma að Sýrlandsher og Kúrdum hafi lent saman nálægt Qamishli, í austurhlutanum. Væri því sú skrýtna staða komin upp að Sýrlendingar og Kúrdar berðust saman í vestrinu en hverjir gegn öðrum í austrinu. Aðeins 300 kílómetrar skilja þessi átakasvæði að. Mannfall í stríðinu hefur vaxið dag frá degi og hafa nú nokkur hundruð farist, að mestu leyti Kúrdar. Tugir Sýrlendinga hafa fallið en aðeins örfáir Tyrkir. Þá eykst flóttamannastraumurinn hratt og samkvæmt Sameinuðu þjóðunum hafa 130 þúsund manns flúið heimili sín. Í upphafi innrásarinnar var meginþunginn á borgirnar Ras al-Ain og Tal Abyad á miðjum landamærunum. Erdogan tilkynnti á sunnudag að Tyrklandsher hefði náð þeirri fyrrnefndu á sitt vald og að sýrlenskir málaliðar hefðu tekið þá síðarnefndu. Kúrdar eru þegar byrjaðir að sleppa fólki lausu úr ISIS-fangabúðum eins og þeir hafa hótað og Vesturlönd hafa óttast. Í Ain Issa hefur um þúsund fjölskyldumeðlimum ISIS-liða verið sleppt úr haldi og búist er við að fleirum verði sleppt á næstunni. „Hverjum er ekki sama um að vakta fanga? Aðrir mega koma og finna lausn á þessu,“ sagði Redur Xelil, hjá SDF, landstjórn Kúrda í Rojava. Ítrekaði hann að Kúrdar hefðu varað við því að þetta gæti gerst ef Bandaríkjamenn yfirgæfu svæðið. ISIS hafa þegar lýst yfir ábyrgð á bílasprengjum á svæðinu og segja nýja uppreisn samtakanna hafna. Um helgina samþykkti Salman, konungur Sádi-Arabíu, að auka við bandarískt herlið í landinu um 3.000 manns en ástæða þess eru árásir frá Jemen á Saudi Aramco olíuvinnslustöðvarnar. Þetta vekur athygli þar sem Donald Trump hefur heitið því að fækka bandarískum hermönnum í Miðausturlöndum og brotthvarfið frá Rojava var liður í því. Átök Kúrda og Tyrkja Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Ákvörðun Bandaríkjamanna misráðin að mati utanríkisráðherra Formaður Samfylkingarinnar vill að íslensk stjórnvöld gagnrýni Bandaríkin með afdráttarlausum hætti fyrir þátt þeirra í því að Tyrkir réðust inn í Norður-Sýrland. 14. október 2019 12:17 Telur ekki tilefni til að endurskoða aðild að NATO Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segist ekki telja tilefni til að endurskoða aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu í kjölfar innrásar Tyrkja á héruð Kúrda í norðurhluta Sýrlands. 14. október 2019 15:37 Trump boðar viðskiptaþvinganir gegn Tyrkjum Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla að beita viðskiptaþvingunum gegn Tyrkjum vegna hernaðaraðgerða þeirra í sýrlenskum landamæraborgum. 14. október 2019 20:05 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sjá meira
Hersveitir Sýrlands halda nú norður á bóginn að landamærunum til þess að stöðva framgang Tyrkja og sýrlenskra málaliða. Á sunnudag höfðu Rússar milligöngu um samning á milli Kúrda í Rojava og Bashar al-Assad Sýrlandsforseta um aðstoð í borgunum Manbij og Kobani, í vesturhluta Rojava. Racip Erdogan Tyrklandsforseti sagði að það gæti komið til átaka við Sýrlandsher ef hann reyndi að koma í veg fyrir innrásina og að málaliðarnir væru þegar byrjaðir að undirbúa að ná Manbij á sitt vald. Samkomulag Kúrda og al-Assad nær aðeins til vesturhluta landamæranna og sambandið er mjög stirt. Óstaðfestar fregnir herma að Sýrlandsher og Kúrdum hafi lent saman nálægt Qamishli, í austurhlutanum. Væri því sú skrýtna staða komin upp að Sýrlendingar og Kúrdar berðust saman í vestrinu en hverjir gegn öðrum í austrinu. Aðeins 300 kílómetrar skilja þessi átakasvæði að. Mannfall í stríðinu hefur vaxið dag frá degi og hafa nú nokkur hundruð farist, að mestu leyti Kúrdar. Tugir Sýrlendinga hafa fallið en aðeins örfáir Tyrkir. Þá eykst flóttamannastraumurinn hratt og samkvæmt Sameinuðu þjóðunum hafa 130 þúsund manns flúið heimili sín. Í upphafi innrásarinnar var meginþunginn á borgirnar Ras al-Ain og Tal Abyad á miðjum landamærunum. Erdogan tilkynnti á sunnudag að Tyrklandsher hefði náð þeirri fyrrnefndu á sitt vald og að sýrlenskir málaliðar hefðu tekið þá síðarnefndu. Kúrdar eru þegar byrjaðir að sleppa fólki lausu úr ISIS-fangabúðum eins og þeir hafa hótað og Vesturlönd hafa óttast. Í Ain Issa hefur um þúsund fjölskyldumeðlimum ISIS-liða verið sleppt úr haldi og búist er við að fleirum verði sleppt á næstunni. „Hverjum er ekki sama um að vakta fanga? Aðrir mega koma og finna lausn á þessu,“ sagði Redur Xelil, hjá SDF, landstjórn Kúrda í Rojava. Ítrekaði hann að Kúrdar hefðu varað við því að þetta gæti gerst ef Bandaríkjamenn yfirgæfu svæðið. ISIS hafa þegar lýst yfir ábyrgð á bílasprengjum á svæðinu og segja nýja uppreisn samtakanna hafna. Um helgina samþykkti Salman, konungur Sádi-Arabíu, að auka við bandarískt herlið í landinu um 3.000 manns en ástæða þess eru árásir frá Jemen á Saudi Aramco olíuvinnslustöðvarnar. Þetta vekur athygli þar sem Donald Trump hefur heitið því að fækka bandarískum hermönnum í Miðausturlöndum og brotthvarfið frá Rojava var liður í því.
Átök Kúrda og Tyrkja Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Ákvörðun Bandaríkjamanna misráðin að mati utanríkisráðherra Formaður Samfylkingarinnar vill að íslensk stjórnvöld gagnrýni Bandaríkin með afdráttarlausum hætti fyrir þátt þeirra í því að Tyrkir réðust inn í Norður-Sýrland. 14. október 2019 12:17 Telur ekki tilefni til að endurskoða aðild að NATO Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segist ekki telja tilefni til að endurskoða aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu í kjölfar innrásar Tyrkja á héruð Kúrda í norðurhluta Sýrlands. 14. október 2019 15:37 Trump boðar viðskiptaþvinganir gegn Tyrkjum Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla að beita viðskiptaþvingunum gegn Tyrkjum vegna hernaðaraðgerða þeirra í sýrlenskum landamæraborgum. 14. október 2019 20:05 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sjá meira
Ákvörðun Bandaríkjamanna misráðin að mati utanríkisráðherra Formaður Samfylkingarinnar vill að íslensk stjórnvöld gagnrýni Bandaríkin með afdráttarlausum hætti fyrir þátt þeirra í því að Tyrkir réðust inn í Norður-Sýrland. 14. október 2019 12:17
Telur ekki tilefni til að endurskoða aðild að NATO Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segist ekki telja tilefni til að endurskoða aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu í kjölfar innrásar Tyrkja á héruð Kúrda í norðurhluta Sýrlands. 14. október 2019 15:37
Trump boðar viðskiptaþvinganir gegn Tyrkjum Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla að beita viðskiptaþvingunum gegn Tyrkjum vegna hernaðaraðgerða þeirra í sýrlenskum landamæraborgum. 14. október 2019 20:05