Kúrdar snúa sér til Assads og Erdogan ósáttur við Evrópuríki Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. október 2019 18:45 Stjórnarhermenn í bænum Til Temir í dag. AP/Baderkhan Ahmad Aðildarríki Evrópusambandsins samþykktu í dag að takmarka útflutning á vopnum til Tyrklands vegna innrásarinnar í Sýrland. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, brást við á blaðamannafundi og sagði að andstaða við innrásina byggðist á misskilningi. Fundir með leiðtogum Breta og Þjóðverja hafi sýnt að lítill skilningur væri á málstað Tyrkja, en Tyrkir álíta hersveitir Kúrda hryðjuverkasamtök. „Við erum Atlantshafsbandalagsríki. Vinsamlegast hafið í huga að þessi ríki eru það líka. Ég vek athygli á fimmtu grein NATO-samningsins [um að árás á eitt bandalagsríki jafngildi árás á þau öll. Nú stöndum við frammi fyrir þrýstingi og árásum hryðjuverkasamtaka. Með hverjum ættu þessi ríki að standa ef við tökum tillit til fimmtu greinarinnar? Þau ættu að standa með okkur,“ sagði Erdogan.Stjórnarherinn mættur Bærinn Til Temir er á yfirráðasvæði Kúrda í norðausturhluta Sýrlands, stutt frá landamærunum að Tyrklandi. Tugir hafa verið fluttir á sjúkrahús í bænum eftir árásir tyrkneska hesrins undanfarna daga. Í dag sýndu sýrlenskir ríkisfjölmiðlar frá því að nú væri stjórnarherinn kominn á vettvang í Til Temir. Þetta er í fyrsta skipti frá árinu 2012 sem stjórnarherinn lætur sjá sig á þessum stað. Á þeim tíma ákvað Bashar al-Assad forseti að leyfa Kúrdum að halda svæðinu og var herinn sendur að berjast við uppreisnarmenn á öðrum svæðum. Kúrdar og Assad-stjórnin komust að samkomulagi í gærkvöldi. Bandalagið markar ákveðin kaflaskil fyrir hersveitir Kúrda, sem börðust áður með Bandaríkjunum gegn Íslamska ríkinu. Eftir að Bandaríkin hörfuðu frá Sýrlandi, rýmdu þannig fyrir innrás Tyrkja, hafa Kúrdar nú snúið sér til Assads, sem hefur svo sjálfur notið stuðnings Rússa. Átök Kúrda og Tyrkja Sýrland Tyrkland Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Aðildarríki Evrópusambandsins samþykktu í dag að takmarka útflutning á vopnum til Tyrklands vegna innrásarinnar í Sýrland. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, brást við á blaðamannafundi og sagði að andstaða við innrásina byggðist á misskilningi. Fundir með leiðtogum Breta og Þjóðverja hafi sýnt að lítill skilningur væri á málstað Tyrkja, en Tyrkir álíta hersveitir Kúrda hryðjuverkasamtök. „Við erum Atlantshafsbandalagsríki. Vinsamlegast hafið í huga að þessi ríki eru það líka. Ég vek athygli á fimmtu grein NATO-samningsins [um að árás á eitt bandalagsríki jafngildi árás á þau öll. Nú stöndum við frammi fyrir þrýstingi og árásum hryðjuverkasamtaka. Með hverjum ættu þessi ríki að standa ef við tökum tillit til fimmtu greinarinnar? Þau ættu að standa með okkur,“ sagði Erdogan.Stjórnarherinn mættur Bærinn Til Temir er á yfirráðasvæði Kúrda í norðausturhluta Sýrlands, stutt frá landamærunum að Tyrklandi. Tugir hafa verið fluttir á sjúkrahús í bænum eftir árásir tyrkneska hesrins undanfarna daga. Í dag sýndu sýrlenskir ríkisfjölmiðlar frá því að nú væri stjórnarherinn kominn á vettvang í Til Temir. Þetta er í fyrsta skipti frá árinu 2012 sem stjórnarherinn lætur sjá sig á þessum stað. Á þeim tíma ákvað Bashar al-Assad forseti að leyfa Kúrdum að halda svæðinu og var herinn sendur að berjast við uppreisnarmenn á öðrum svæðum. Kúrdar og Assad-stjórnin komust að samkomulagi í gærkvöldi. Bandalagið markar ákveðin kaflaskil fyrir hersveitir Kúrda, sem börðust áður með Bandaríkjunum gegn Íslamska ríkinu. Eftir að Bandaríkin hörfuðu frá Sýrlandi, rýmdu þannig fyrir innrás Tyrkja, hafa Kúrdar nú snúið sér til Assads, sem hefur svo sjálfur notið stuðnings Rússa.
Átök Kúrda og Tyrkja Sýrland Tyrkland Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira