Frakkar kalla eftir fundi bandalagsins gegn ISIS Samúel Karl Ólason skrifar 10. október 2019 19:08 Tveir Tyrkjar horfa yfir landamærin til Sýrlands. AP/Emrah Gurel Yfirvöld Frakklands vilja að haldinn verði fundur meðal þeirra rúmlega 30 ríkja sem mynduðu bandalag gegn Íslamska ríkinu. Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands, segir mikilvægt að tryggja að vígamenn ISIS nýti sér ekki innrás Tyrkja á yfirráðasvæði sýrlenskra Kúrda til að ná fótfestu í héraðinu á nýjan leik. Þar að auki þurfi að tryggja að ISIS-liðar í haldi Kúrda sleppi ekki. Le Drian segir nauðsynlegt að halda fundinn sem fyrst. „Bandalagið þarf strax að lýsa því yfir hvað við ætlum að gera. Hvernig viljum við að Tyrkir gangi fram og hvernig tryggjum við öryggi þeirra staða þar sem vígamenn eru í haldi? Allt þarf að liggja fyrir og vera á hreinu,“ sagði ráðherrann í dag samkvæmt frétt Reuters.Tugir þúsunda hafa flúið undan innrás Tyrkja í norðurhluta Sýrlands og hjálparsamtök vara við því að nærri því hálf milljón manna sé í hættu. Tyrkir hafa gert umfangsmiklar loft- og stórskotaliðsárásir á stöður Kúrda nærri landamærabænum Tel Abyad. Auk þess bæjar snýr sókn Tyrkja aðallega að bænum Ras al-Ayn.Samkvæmt AP fréttaveitunni segja Kúrdar og eftirlitsaðilar að sókn Tyrkja hafi ekki náð langt en það hefur ekki verið staðfest. Almennir borgarar eru sagðir hafa fallið sitt hvoru megin við landamærin. Innrás Tyrkja í Sýrland hófst í gær eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti féllst á að draga bandarískt herlið sem hefur starfað náið með Kúrdum í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams í norðanverðu Sýrlandi á sunnudag. Tyrkir létu sprengikúlum rigna yfir skotmörk í Sýrlandi í gær og hermenn eru nú sagðir sækja lengra inn í landið. Íbúar, sem áður þurftu að flýja Ríki íslams, neyddust aftur til að forða sér fótgangandi, á bílum og bifhjólum með dýnur og örfáar eigur sínar Átök Kúrda og Tyrkja Frakkland Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Kúrdar segja Tyrki ráðast gegn óbreyttum borgurum Evrópskir leiðtogar fordæma innrásina og hvetja Tyrki til stillingar. 9. október 2019 16:01 Segir Bandaríkjastjórn ekki hafa verið samþykka innrásinni Mike Pompeo reynir nú að verja þá ákvörðun Donald Trump forseta um að kalla bandaríska hermenn frá svæðinu. 10. október 2019 08:27 Hefur litlar áhyggjur af flótta ISIS-liða til Evrópu Hersveitir Tyrkja hafa gert innrás í norðausturhluta Sýrlands eftir loftárásir og stórskotaliðsárásir í dag. Nú í kvöld voru hermenn og sveitir hliðhollar Tyrkjum sendar yfir landamærin. 9. október 2019 21:45 Tyrkir sækja dýpra inn í Sýrland Ólíkum sögum fer af árangri hersveita Tyrkja í árás þeirra á Kúrda. 10. október 2019 10:38 Íslensk stjórnvöld sett sig í samband við þau tyrknesku Utanríkisráðuneytið segist hafa komið óánægju sinni með hernaðaraðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum í Sýrlandi á framfæri við tyrknesk yfirvöld með formlegum hætti. 10. október 2019 11:43 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Yfirvöld Frakklands vilja að haldinn verði fundur meðal þeirra rúmlega 30 ríkja sem mynduðu bandalag gegn Íslamska ríkinu. Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands, segir mikilvægt að tryggja að vígamenn ISIS nýti sér ekki innrás Tyrkja á yfirráðasvæði sýrlenskra Kúrda til að ná fótfestu í héraðinu á nýjan leik. Þar að auki þurfi að tryggja að ISIS-liðar í haldi Kúrda sleppi ekki. Le Drian segir nauðsynlegt að halda fundinn sem fyrst. „Bandalagið þarf strax að lýsa því yfir hvað við ætlum að gera. Hvernig viljum við að Tyrkir gangi fram og hvernig tryggjum við öryggi þeirra staða þar sem vígamenn eru í haldi? Allt þarf að liggja fyrir og vera á hreinu,“ sagði ráðherrann í dag samkvæmt frétt Reuters.Tugir þúsunda hafa flúið undan innrás Tyrkja í norðurhluta Sýrlands og hjálparsamtök vara við því að nærri því hálf milljón manna sé í hættu. Tyrkir hafa gert umfangsmiklar loft- og stórskotaliðsárásir á stöður Kúrda nærri landamærabænum Tel Abyad. Auk þess bæjar snýr sókn Tyrkja aðallega að bænum Ras al-Ayn.Samkvæmt AP fréttaveitunni segja Kúrdar og eftirlitsaðilar að sókn Tyrkja hafi ekki náð langt en það hefur ekki verið staðfest. Almennir borgarar eru sagðir hafa fallið sitt hvoru megin við landamærin. Innrás Tyrkja í Sýrland hófst í gær eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti féllst á að draga bandarískt herlið sem hefur starfað náið með Kúrdum í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams í norðanverðu Sýrlandi á sunnudag. Tyrkir létu sprengikúlum rigna yfir skotmörk í Sýrlandi í gær og hermenn eru nú sagðir sækja lengra inn í landið. Íbúar, sem áður þurftu að flýja Ríki íslams, neyddust aftur til að forða sér fótgangandi, á bílum og bifhjólum með dýnur og örfáar eigur sínar
Átök Kúrda og Tyrkja Frakkland Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Kúrdar segja Tyrki ráðast gegn óbreyttum borgurum Evrópskir leiðtogar fordæma innrásina og hvetja Tyrki til stillingar. 9. október 2019 16:01 Segir Bandaríkjastjórn ekki hafa verið samþykka innrásinni Mike Pompeo reynir nú að verja þá ákvörðun Donald Trump forseta um að kalla bandaríska hermenn frá svæðinu. 10. október 2019 08:27 Hefur litlar áhyggjur af flótta ISIS-liða til Evrópu Hersveitir Tyrkja hafa gert innrás í norðausturhluta Sýrlands eftir loftárásir og stórskotaliðsárásir í dag. Nú í kvöld voru hermenn og sveitir hliðhollar Tyrkjum sendar yfir landamærin. 9. október 2019 21:45 Tyrkir sækja dýpra inn í Sýrland Ólíkum sögum fer af árangri hersveita Tyrkja í árás þeirra á Kúrda. 10. október 2019 10:38 Íslensk stjórnvöld sett sig í samband við þau tyrknesku Utanríkisráðuneytið segist hafa komið óánægju sinni með hernaðaraðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum í Sýrlandi á framfæri við tyrknesk yfirvöld með formlegum hætti. 10. október 2019 11:43 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Kúrdar segja Tyrki ráðast gegn óbreyttum borgurum Evrópskir leiðtogar fordæma innrásina og hvetja Tyrki til stillingar. 9. október 2019 16:01
Segir Bandaríkjastjórn ekki hafa verið samþykka innrásinni Mike Pompeo reynir nú að verja þá ákvörðun Donald Trump forseta um að kalla bandaríska hermenn frá svæðinu. 10. október 2019 08:27
Hefur litlar áhyggjur af flótta ISIS-liða til Evrópu Hersveitir Tyrkja hafa gert innrás í norðausturhluta Sýrlands eftir loftárásir og stórskotaliðsárásir í dag. Nú í kvöld voru hermenn og sveitir hliðhollar Tyrkjum sendar yfir landamærin. 9. október 2019 21:45
Tyrkir sækja dýpra inn í Sýrland Ólíkum sögum fer af árangri hersveita Tyrkja í árás þeirra á Kúrda. 10. október 2019 10:38
Íslensk stjórnvöld sett sig í samband við þau tyrknesku Utanríkisráðuneytið segist hafa komið óánægju sinni með hernaðaraðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum í Sýrlandi á framfæri við tyrknesk yfirvöld með formlegum hætti. 10. október 2019 11:43
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“