Íbúar Okinawa segja líka „þetta reddast“ Ari Brynjólfsson skrifar 30. október 2019 07:00 Hiroumi Keimatsu, forstjóri Ruyukyu, segir awamori hafa fengið góðar viðtökur hér og hugar nú að öðrum Evrópulöndum. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Fjöldi og samsetning ferðamanna, menningin og fjöldi góðra veitingastaða gerir það að verkum að Ísland er fullkominn staður til að prófa vöru sem hefur aldrei komið fyrir augu Vesturlandabúa,“ segir Hiroumi Keimatsu, forstjóri Ruyukyu 1429. Undanfarið hefur hann, með hjálp Einars Arnar Sigurdórssonar hjá nýsköpunarfyrirtækinu Quiver, unnið að því að koma awamori á markað í Evrópu, og var fyrsta skrefið að flytja það inn til Íslands. Um er að ræða hrísgrjónabrennivín frá japönsku eldfjallaeyjunni Okinawa. Er það nú selt á nokkrum veitingastöðum í Reykjavík og hafa barþjónar verið fengnir til að útbúa kokteila úr þessu framandi hráefni. „Það sem gerir þetta spennandi er að þetta er ekki nýr vodki eða nýtt gin, þetta er glænýtt hráefni,“ segir Einar Örn. Það má segja að awamori sé eins og eimað sake. Það er erfitt að útskýra bragðið, það er sætt, með dálitlum keim af sveppum og hnetum. „Þetta er elsti eimaði drykkur í Japan, með 600 ára sögu,“ segir Hiroumi. Þess má geta að á öldum áður var það hlutverk karate-meistara að gæta framleiðslunnar. Awamori hefur aldrei áður verið markaðssett utan Asíu. Það þurfti því að byrja á ákveðnum byrjunarreit. „Það þarf að hanna sérstaka flösku, eitthvað einkennandi. Svo að finna nafn sem Vesturlandabúar skilja og einhvers konar markaðssetningu til að fá fólk til að smakka,“ segir Hiroumi. Hefur Einar Örn stýrt þeirri vinnu. Nafnið vísar til konungdæmisins á Okinawa þegar awamori var fyrst eimað og ártalið til sameiningar eyjunnar. Einar Örn er einnig að vinna að fleiri verkefnum tengdum Okinawa. Það er ekki á hverjum degi sem Íslendingur er fenginn í slík verkefni. „Það var í raun bara tengslanetið sem skilaði mér þangað. Nú er ég að vinna með ferðamálaráði eyjunnar að markaðssetningu,“ segir Einar Örn. Okinawa er rúmlega einn þriðji af stærð Íslands með um tvær milljónir íbúa. „Það er mjög gefandi að vinna með Japönum. Þeir vanda sig mjög vel og hugsa hlutina langt inn í framtíðina, þetta er allt önnur hugsun en á Íslandi og í Bandaríkjunum.“ Einar Örn segir þá eiga þó sameiginleg einkenni með öðrum eyjarskeggjum. „Íbúar Okinawa eiga sérstakt orðatiltæki sem er ekki hægt að þýða öðruvísi en „þetta reddast“.“ Birtist í Fréttablaðinu Nýsköpun Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Fjöldi og samsetning ferðamanna, menningin og fjöldi góðra veitingastaða gerir það að verkum að Ísland er fullkominn staður til að prófa vöru sem hefur aldrei komið fyrir augu Vesturlandabúa,“ segir Hiroumi Keimatsu, forstjóri Ruyukyu 1429. Undanfarið hefur hann, með hjálp Einars Arnar Sigurdórssonar hjá nýsköpunarfyrirtækinu Quiver, unnið að því að koma awamori á markað í Evrópu, og var fyrsta skrefið að flytja það inn til Íslands. Um er að ræða hrísgrjónabrennivín frá japönsku eldfjallaeyjunni Okinawa. Er það nú selt á nokkrum veitingastöðum í Reykjavík og hafa barþjónar verið fengnir til að útbúa kokteila úr þessu framandi hráefni. „Það sem gerir þetta spennandi er að þetta er ekki nýr vodki eða nýtt gin, þetta er glænýtt hráefni,“ segir Einar Örn. Það má segja að awamori sé eins og eimað sake. Það er erfitt að útskýra bragðið, það er sætt, með dálitlum keim af sveppum og hnetum. „Þetta er elsti eimaði drykkur í Japan, með 600 ára sögu,“ segir Hiroumi. Þess má geta að á öldum áður var það hlutverk karate-meistara að gæta framleiðslunnar. Awamori hefur aldrei áður verið markaðssett utan Asíu. Það þurfti því að byrja á ákveðnum byrjunarreit. „Það þarf að hanna sérstaka flösku, eitthvað einkennandi. Svo að finna nafn sem Vesturlandabúar skilja og einhvers konar markaðssetningu til að fá fólk til að smakka,“ segir Hiroumi. Hefur Einar Örn stýrt þeirri vinnu. Nafnið vísar til konungdæmisins á Okinawa þegar awamori var fyrst eimað og ártalið til sameiningar eyjunnar. Einar Örn er einnig að vinna að fleiri verkefnum tengdum Okinawa. Það er ekki á hverjum degi sem Íslendingur er fenginn í slík verkefni. „Það var í raun bara tengslanetið sem skilaði mér þangað. Nú er ég að vinna með ferðamálaráði eyjunnar að markaðssetningu,“ segir Einar Örn. Okinawa er rúmlega einn þriðji af stærð Íslands með um tvær milljónir íbúa. „Það er mjög gefandi að vinna með Japönum. Þeir vanda sig mjög vel og hugsa hlutina langt inn í framtíðina, þetta er allt önnur hugsun en á Íslandi og í Bandaríkjunum.“ Einar Örn segir þá eiga þó sameiginleg einkenni með öðrum eyjarskeggjum. „Íbúar Okinawa eiga sérstakt orðatiltæki sem er ekki hægt að þýða öðruvísi en „þetta reddast“.“
Birtist í Fréttablaðinu Nýsköpun Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira