Corbyn sagði Ratcliffe umhverfissóða í ræðu sem hrellt hefur breska auðkýfinga Kristín Ólafsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 3. nóvember 2019 23:00 Jeremy Corbyn og James Ratcliffe. Mynd/Samsett Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, beindi spjótum sínum að auðkýfingum í fyrstu ræðu sinni í kosningabaráttunni sem nú stendur yfir í Bretlandi. Corbyn minntist sérstaklega á Jim Ratcliffe, ríkasta mann Bretlands og umsvifamikinn landeiganda á Norðausturlandi, í ræðu sinni, sem toppar bresks viðskiptalífs virðast uggandi yfir.Stundin fjallaði um ræðu Corbyn, og hluta hennar sem fjallaði um Ratcliffe, þegar hún var flutt síðastliðinn fimmtudag. Í ræðunni sagðist Corbyn ætla að berjast gegn þeim ofurríku, mönnunum sem stinga undan skatti í „spilltu kerfi“. Þannig myndi hann takast á við þá með nýjum sköttum, mögulegum fjármagnshöftum og skurki í einkaskólakerfinu, sem ali á mismunun.Sjá einnig: Tilgangur Jim Ratcliffe sagður bara einn Corbyn nefndi sérstaklega fimm af ríkustu mönnum Bretlands í ræðu sinni og sagði að ríkisstjórn Verkamannaflokksins myndi herja á þá. Þeir eru Mike Ashley, eigandi íþróttavörurisans Sports Direct og knattspyrnufélagsins Newcastle United, bankamaðurinn Crispin Odey, fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch, Hugh Grosvenor, hertoginn af Westminster og áðurnefndur Ratcliffe. Þá varpaði Corbyn fram „aðalspurningu komandi kosninga“, sem boðað hefur verið til 12. desember næstkomandi: „Með hverjum heldurðu?“ spurði Corbyn. „Umsvifamiklu umhverfissóðunum á borð við Jim Ratcliffe, ríkasta mann Bretlands, sem þénar peninga sína með því að menga umhverfið? Eða börnunum sem vaxa úr grasi í borgunum okkar með lungnateppu vegna mengunar?“Ræðu Corbyns má horfa á í heild í spilaranum hér að neðan.Eins og áður hefur komið fram er Ratcliffe Íslendingum aðallega kunnur vegna jarðakaupa á Norðausturlandi síðustu ár, í Þistilfirði og Vopnafirði. Þannig er talið að Ratcliffe ásamt viðskiptafélögum sínum eigi rúmt eitt prósent af Íslandi en hann festi nú síðast kaup á jörðinni Brúarlandi 2 í Þistilfirði í sumar í gegnum fjárfestingafélagið Sólarsali hf. Ratcliffe er þó aðallega þekktur utan landssteinanna fyrir að vera stofnandi og forstjóri efnarisans Ineos, sem er umsvifamesta efnafyrirtæki heims ef litið er til heildartekna. Tekjur félagsins námu á síðasta ári 60 milljörðum Bandaríkjadollara, eða tæplega 7400 milljörðum íslenskra króna.Harðlega gagnrýndur fyrir sýn á umhverfismál Corbyn er langt frá því að vera sá eini sem eitthvað hefur við stöðu Ratcliffe í umhverfismálum að athuga. Ratcliffe hefur verið harðlega gagnrýndur í gegnum tíðina fyrir afstöðu sína gagnvart vökvabroti (e. fracking), en það er afar umdeild vinnsla á jarðgasi. Við vökvabrot eru boraðar djúpar holur í jarðlögin, sem ganga síðan langt lárétt eftir að ákveðnu dýpi sem hefur verið náð. Vatni er þá dælt ofan í holurnar til þess að sprengja upp berg og losa um gasbirgðir sem leynast neðanjarðar. Umhverfisverndarsinnar eru margir hverjir harðlega andsnúnir vökvabroti þar sem þeir telja að vatnsból sem hafa að geyma drykkjarvatn geti mengast og orðið ónothæf. Sagði bresk stjórnvöld „aumkunarverð“ Ratcliffe og Ineos höfðu stórar hugmyndir um vökvabrot í Bretlandi fyrir nokkrum misserum en löggjöf Bretlands í þeim efnum hefur reynst Ratcliffe þyrnir í augum. Samkvæmt núverandi reglum þarf að láta af vökvabroti í hvert skipti sem jarðskjálfti af stærðinni 0,5 eða meira á sér stað. Þetta veldur því í raun að lítið sem ekkert vökvabrot getur átt sér stað, þar sem litlir jarðskjálftar fylgja gasvinnslunni. Breska ríkisútvarpið fjallaði um málið í maí á þessu ári. Þar er meðal annars haft eftir Ratcliffe að honum þætti ekki mikið til afstöðu ríkisstjórnarinnar koma. „Mér finnst stjórnvöld hafa verið aumkunarverð þegar kemur að þessu máli. Í alvöru, mér finnst það,“ sagði Ratcliffe meðal annars. Hann sagði reglurnar til komnar vegna þess að ríkisstjórnin hefði hlustað á „afar háværan, en agnarsmáan, minnihluta fólks“ og taldi afstöðu ríkisstjórnarinnar helgast af vanþekkingu. Undirbúa flutninga í unnvörpumBreska dagblaðið Guardian greindi í gær frá því að ofurríkir Bretar búi sig nú undir það að flýja Bretland tafarlaust, verði Corbyn forsætisráðherra. Þannig óttist auðkýfingarnir að þeir tapi milljörðum punda í aðgerðum sem leiðtogi Verkamannaflokksins boðar gegn þeim. Símalínur lögfræðinga áðurnefndra auðkýfinga eru sagðar hafa verið rauðglóandi eftir ræðu Corbyns í liðinni viku. Þeir leiti logandi ljósi að aðstoð við að flytja til „milljarðamæringavænni landa“, færa auð sinn í skattaskjól og greiða börnum sínum út fyrirframgreiddan arf, í ljósi áætlana Corbyns um hækkun erfðafjárskatts. „Frá sjónarhorni þeirra ofurríku er ríkisstjórn Corbyns mun alvarlegri ógn við þau og fyrirtæki þeirra en Brexit,“ segir Dominic Samuelson, framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Campden Wealth í samtali við Guardian. Bretland Jarðakaup útlendinga Umhverfismál Tengdar fréttir Leggja línurnar fyrir kosningabaráttuna Breskir stjórnmálamenn leggja nú línurnar fyrir kosningar. Hagfræðingur hjá fréttaveitunni Bloomberg segist búast við því að Íhaldsflokkurinn sigri og sigli útgöngunni úr Evrópusambandinu í höfn. 30. október 2019 18:45 Tilgangur Jim Ratcliffe sagður bara einn Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe vinnur nú að uppbyggingu lax og lífríkis í ám á Norðausturlandi. Talsmaður hans segir Íslendinga ekki þurfa að hafa neinar áhyggjur af fyrirætlunum hans því verkefnið sé bara eitt. Að bjarga laxastofninum á svæðinu. 23. september 2019 22:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Sjá meira
Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, beindi spjótum sínum að auðkýfingum í fyrstu ræðu sinni í kosningabaráttunni sem nú stendur yfir í Bretlandi. Corbyn minntist sérstaklega á Jim Ratcliffe, ríkasta mann Bretlands og umsvifamikinn landeiganda á Norðausturlandi, í ræðu sinni, sem toppar bresks viðskiptalífs virðast uggandi yfir.Stundin fjallaði um ræðu Corbyn, og hluta hennar sem fjallaði um Ratcliffe, þegar hún var flutt síðastliðinn fimmtudag. Í ræðunni sagðist Corbyn ætla að berjast gegn þeim ofurríku, mönnunum sem stinga undan skatti í „spilltu kerfi“. Þannig myndi hann takast á við þá með nýjum sköttum, mögulegum fjármagnshöftum og skurki í einkaskólakerfinu, sem ali á mismunun.Sjá einnig: Tilgangur Jim Ratcliffe sagður bara einn Corbyn nefndi sérstaklega fimm af ríkustu mönnum Bretlands í ræðu sinni og sagði að ríkisstjórn Verkamannaflokksins myndi herja á þá. Þeir eru Mike Ashley, eigandi íþróttavörurisans Sports Direct og knattspyrnufélagsins Newcastle United, bankamaðurinn Crispin Odey, fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch, Hugh Grosvenor, hertoginn af Westminster og áðurnefndur Ratcliffe. Þá varpaði Corbyn fram „aðalspurningu komandi kosninga“, sem boðað hefur verið til 12. desember næstkomandi: „Með hverjum heldurðu?“ spurði Corbyn. „Umsvifamiklu umhverfissóðunum á borð við Jim Ratcliffe, ríkasta mann Bretlands, sem þénar peninga sína með því að menga umhverfið? Eða börnunum sem vaxa úr grasi í borgunum okkar með lungnateppu vegna mengunar?“Ræðu Corbyns má horfa á í heild í spilaranum hér að neðan.Eins og áður hefur komið fram er Ratcliffe Íslendingum aðallega kunnur vegna jarðakaupa á Norðausturlandi síðustu ár, í Þistilfirði og Vopnafirði. Þannig er talið að Ratcliffe ásamt viðskiptafélögum sínum eigi rúmt eitt prósent af Íslandi en hann festi nú síðast kaup á jörðinni Brúarlandi 2 í Þistilfirði í sumar í gegnum fjárfestingafélagið Sólarsali hf. Ratcliffe er þó aðallega þekktur utan landssteinanna fyrir að vera stofnandi og forstjóri efnarisans Ineos, sem er umsvifamesta efnafyrirtæki heims ef litið er til heildartekna. Tekjur félagsins námu á síðasta ári 60 milljörðum Bandaríkjadollara, eða tæplega 7400 milljörðum íslenskra króna.Harðlega gagnrýndur fyrir sýn á umhverfismál Corbyn er langt frá því að vera sá eini sem eitthvað hefur við stöðu Ratcliffe í umhverfismálum að athuga. Ratcliffe hefur verið harðlega gagnrýndur í gegnum tíðina fyrir afstöðu sína gagnvart vökvabroti (e. fracking), en það er afar umdeild vinnsla á jarðgasi. Við vökvabrot eru boraðar djúpar holur í jarðlögin, sem ganga síðan langt lárétt eftir að ákveðnu dýpi sem hefur verið náð. Vatni er þá dælt ofan í holurnar til þess að sprengja upp berg og losa um gasbirgðir sem leynast neðanjarðar. Umhverfisverndarsinnar eru margir hverjir harðlega andsnúnir vökvabroti þar sem þeir telja að vatnsból sem hafa að geyma drykkjarvatn geti mengast og orðið ónothæf. Sagði bresk stjórnvöld „aumkunarverð“ Ratcliffe og Ineos höfðu stórar hugmyndir um vökvabrot í Bretlandi fyrir nokkrum misserum en löggjöf Bretlands í þeim efnum hefur reynst Ratcliffe þyrnir í augum. Samkvæmt núverandi reglum þarf að láta af vökvabroti í hvert skipti sem jarðskjálfti af stærðinni 0,5 eða meira á sér stað. Þetta veldur því í raun að lítið sem ekkert vökvabrot getur átt sér stað, þar sem litlir jarðskjálftar fylgja gasvinnslunni. Breska ríkisútvarpið fjallaði um málið í maí á þessu ári. Þar er meðal annars haft eftir Ratcliffe að honum þætti ekki mikið til afstöðu ríkisstjórnarinnar koma. „Mér finnst stjórnvöld hafa verið aumkunarverð þegar kemur að þessu máli. Í alvöru, mér finnst það,“ sagði Ratcliffe meðal annars. Hann sagði reglurnar til komnar vegna þess að ríkisstjórnin hefði hlustað á „afar háværan, en agnarsmáan, minnihluta fólks“ og taldi afstöðu ríkisstjórnarinnar helgast af vanþekkingu. Undirbúa flutninga í unnvörpumBreska dagblaðið Guardian greindi í gær frá því að ofurríkir Bretar búi sig nú undir það að flýja Bretland tafarlaust, verði Corbyn forsætisráðherra. Þannig óttist auðkýfingarnir að þeir tapi milljörðum punda í aðgerðum sem leiðtogi Verkamannaflokksins boðar gegn þeim. Símalínur lögfræðinga áðurnefndra auðkýfinga eru sagðar hafa verið rauðglóandi eftir ræðu Corbyns í liðinni viku. Þeir leiti logandi ljósi að aðstoð við að flytja til „milljarðamæringavænni landa“, færa auð sinn í skattaskjól og greiða börnum sínum út fyrirframgreiddan arf, í ljósi áætlana Corbyns um hækkun erfðafjárskatts. „Frá sjónarhorni þeirra ofurríku er ríkisstjórn Corbyns mun alvarlegri ógn við þau og fyrirtæki þeirra en Brexit,“ segir Dominic Samuelson, framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Campden Wealth í samtali við Guardian.
Bretland Jarðakaup útlendinga Umhverfismál Tengdar fréttir Leggja línurnar fyrir kosningabaráttuna Breskir stjórnmálamenn leggja nú línurnar fyrir kosningar. Hagfræðingur hjá fréttaveitunni Bloomberg segist búast við því að Íhaldsflokkurinn sigri og sigli útgöngunni úr Evrópusambandinu í höfn. 30. október 2019 18:45 Tilgangur Jim Ratcliffe sagður bara einn Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe vinnur nú að uppbyggingu lax og lífríkis í ám á Norðausturlandi. Talsmaður hans segir Íslendinga ekki þurfa að hafa neinar áhyggjur af fyrirætlunum hans því verkefnið sé bara eitt. Að bjarga laxastofninum á svæðinu. 23. september 2019 22:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Sjá meira
Leggja línurnar fyrir kosningabaráttuna Breskir stjórnmálamenn leggja nú línurnar fyrir kosningar. Hagfræðingur hjá fréttaveitunni Bloomberg segist búast við því að Íhaldsflokkurinn sigri og sigli útgöngunni úr Evrópusambandinu í höfn. 30. október 2019 18:45
Tilgangur Jim Ratcliffe sagður bara einn Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe vinnur nú að uppbyggingu lax og lífríkis í ám á Norðausturlandi. Talsmaður hans segir Íslendinga ekki þurfa að hafa neinar áhyggjur af fyrirætlunum hans því verkefnið sé bara eitt. Að bjarga laxastofninum á svæðinu. 23. september 2019 22:30