Rannsóknir séu sem flestum aðgengilegar Sighvatur Arnmundsson skrifar 15. nóvember 2019 06:00 Háskólar og bókasöfn greiða um 200 milljónir króna á ári í áskriftir að vísindaritum. fbl/anton brink „Við erum svolítið á eftir þegar kemur að opnum aðgangi. Á hinum Norðurlöndunum hefur verið mörkuð stefna um hvernig eigi að ná fram markmiðum um opinn aðgang. Íslensk stjórnvöld eru ekki með neina stefnu en vinna er þó í gangi,“ segir Sigurgeir Finnsson, verkefnastjóri hjá Landsbókasafni. Sigurgeir, sem einnig er ritstjóri vefsins openaccess.is, sem fjallar um opinn aðgang, verður meðal frummælenda á málþingi Vísindafélags Íslendinga um opinn aðgang að rannsóknarniðurstöðum. Málþingið verður haldið í Þjóðminjasafninu í dag klukkan 12 til 14. Hugtakið opinn aðgangur snýst um þá kröfu að almenningur, nemendur og vísindafólk um allan heim hafi óheftan aðgang að niðurstöðum rannsókna sem unnar hafa verið fyrir almannafé. Sigurgeir bendir á að samkvæmt lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir skuli niðurstöður rannsókna sem styrktar eru úr rannsóknarsjóði eða innviðasjóði birtar í opnum aðgangi nema um annað sé samið. „Það eru nokkrir háskólar hér sem hafa markað sér stefnu um opinn aðgang, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík og Bifröst, en þar er líka gefið færi á undanþágum,“ segir Sigurgeir. Undanþágur séu veittar vegna þess að flestir vilji birta rannsóknir sínar í virtustu og áhrifamestu ritunum sem oft þurfi að kaupa áskrift að. „Við hérna á Landsbókasafni sjáum um landsaðgang sem er samlag íslenskra háskóla og rannsóknarstofnana um kaup á þessum áskriftum. Það er verið að borga um 200 milljónir árlega fyrir það.“ Sigurgeir segir að á heimsvísu sé um gríðarlegar fjárhæðir að ræða en háskólar og bókasöfn séu á ársgrundvelli að borga á bilinu 7 til 8 milljarða evra fyrir þessar áskriftir. „Það sem þessi hreyfing um opinn aðgang gengur út á er að breyta þessu módeli. Fá fólk frekar til að birta í tímaritum í opnum aðgangi.“ Í landsaðganginum séu ekki allar vísindagreinar aðgengilegar og þótt hægt sé að nálgast mikið efni í gegnum íslenskar IP-tölur sé ekki um opinn aðgang að ræða þar sem búið sé að borga fyrir aðganginn. Einn stærsti útgefandi vísindarita er Elsevier en hagnaður fyrirtækisins á síðasta ári nam um 1,2 milljörðum dollara eða sem nemur um 150 milljörðum króna. „Það sem er að gerast úti í heimi er að margir aðilar eru hættir að kaupa þessar áskriftir að Elsevier. UCLA-háskóli ákvað til dæmis að hætta þessum áskriftum en vísindamenn við skólann koma að um tíu prósentum allra vísindagreina sem eru birtar í Bandaríkjunum.“ Þar að auki hafi hópur opinberra evrópskra rannsóknarsjóða sett fram markmið um að árið 2021 verði allar niðurstöður rannsókna sem fengið hafi opinbera styrki birtar í opnum aðgangi. „Við erum að eyða gríðarlegum fjárhæðum í að kaupa aðgang að rannsóknarniðurstöðum og vísindamenn eru að reyna að leysa alls kyns vandamál. Þá viltu komast í nýjustu rannsóknir eins fljótt og auðið er.“ Birtist í Fréttablaðinu Vísindi Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira
„Við erum svolítið á eftir þegar kemur að opnum aðgangi. Á hinum Norðurlöndunum hefur verið mörkuð stefna um hvernig eigi að ná fram markmiðum um opinn aðgang. Íslensk stjórnvöld eru ekki með neina stefnu en vinna er þó í gangi,“ segir Sigurgeir Finnsson, verkefnastjóri hjá Landsbókasafni. Sigurgeir, sem einnig er ritstjóri vefsins openaccess.is, sem fjallar um opinn aðgang, verður meðal frummælenda á málþingi Vísindafélags Íslendinga um opinn aðgang að rannsóknarniðurstöðum. Málþingið verður haldið í Þjóðminjasafninu í dag klukkan 12 til 14. Hugtakið opinn aðgangur snýst um þá kröfu að almenningur, nemendur og vísindafólk um allan heim hafi óheftan aðgang að niðurstöðum rannsókna sem unnar hafa verið fyrir almannafé. Sigurgeir bendir á að samkvæmt lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir skuli niðurstöður rannsókna sem styrktar eru úr rannsóknarsjóði eða innviðasjóði birtar í opnum aðgangi nema um annað sé samið. „Það eru nokkrir háskólar hér sem hafa markað sér stefnu um opinn aðgang, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík og Bifröst, en þar er líka gefið færi á undanþágum,“ segir Sigurgeir. Undanþágur séu veittar vegna þess að flestir vilji birta rannsóknir sínar í virtustu og áhrifamestu ritunum sem oft þurfi að kaupa áskrift að. „Við hérna á Landsbókasafni sjáum um landsaðgang sem er samlag íslenskra háskóla og rannsóknarstofnana um kaup á þessum áskriftum. Það er verið að borga um 200 milljónir árlega fyrir það.“ Sigurgeir segir að á heimsvísu sé um gríðarlegar fjárhæðir að ræða en háskólar og bókasöfn séu á ársgrundvelli að borga á bilinu 7 til 8 milljarða evra fyrir þessar áskriftir. „Það sem þessi hreyfing um opinn aðgang gengur út á er að breyta þessu módeli. Fá fólk frekar til að birta í tímaritum í opnum aðgangi.“ Í landsaðganginum séu ekki allar vísindagreinar aðgengilegar og þótt hægt sé að nálgast mikið efni í gegnum íslenskar IP-tölur sé ekki um opinn aðgang að ræða þar sem búið sé að borga fyrir aðganginn. Einn stærsti útgefandi vísindarita er Elsevier en hagnaður fyrirtækisins á síðasta ári nam um 1,2 milljörðum dollara eða sem nemur um 150 milljörðum króna. „Það sem er að gerast úti í heimi er að margir aðilar eru hættir að kaupa þessar áskriftir að Elsevier. UCLA-háskóli ákvað til dæmis að hætta þessum áskriftum en vísindamenn við skólann koma að um tíu prósentum allra vísindagreina sem eru birtar í Bandaríkjunum.“ Þar að auki hafi hópur opinberra evrópskra rannsóknarsjóða sett fram markmið um að árið 2021 verði allar niðurstöður rannsókna sem fengið hafi opinbera styrki birtar í opnum aðgangi. „Við erum að eyða gríðarlegum fjárhæðum í að kaupa aðgang að rannsóknarniðurstöðum og vísindamenn eru að reyna að leysa alls kyns vandamál. Þá viltu komast í nýjustu rannsóknir eins fljótt og auðið er.“
Birtist í Fréttablaðinu Vísindi Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira