„Skotland getur ekki verið fangelsað af Bretlandi“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. desember 2019 11:24 Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands. GETTY/JEFF J MITCHELL Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, sagði að Skotland geti ekki verið fangelsað í Bretlandi gegn vilja þess af bresku ríkisstjórninni í samtali við fréttamenn breska ríkisútvarpsins. Þá sagði hún að stórsigur skoska þjóðarflokksins í þingkosningunum sem haldnar voru í vikunni gefi henni umboð til að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands. Breskir ráðherrar telja hins vegar að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla sé ekki uppi á borðinu og að virða eigi þjóðaratkvæðagreiðsluna sem haldin var um málið árið 2014. Michael Gove, þingmaður Íhadlsflokksins í Skotlandi og Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.getty/Stefan Rousseau Sturgeon sagði að ef Bretland ætti að haldast í núverandi mynd þyrfti það að vera með samþykki allra sem í Bretlandi eru. Hún sagði einnig að það væri misskilningur hjá bresku ríkisstjórninni ef hún héldi að málinu væri lokið ef engin þjóðaratkvæðagreiðsla yrði haldin. „Þetta er ein af grunnstoðum lýðræðis, þið getið ekki haldið Skotlandi í sambandinu gegn vilja þess,“ bætti hún við.Sjá einnig: Boris Johnson andvígur þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota Michael Gove, þingmaður Íhaldsflokksins í Skotlandi, sagði í samtali við fréttastofu Sky að „okkur var sagt árið 2014 að sú kosning yrði val þessarar kynslóðar – við munum ekki halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði í Skotlandi.“ Boris Johnson sagði í samtali við Nicola Sturgeon að hann væri andvígur þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota á föstudag.GETTY/CARL COURT Skoski þjóðarflokkurinn vann stórsigur í þingkosningunum í vikunni og hrifsaði meðal annars sæti frá Verkamannaflokknum og Íhaldsflokknum í Skotlandi. Íhaldsflokkurinn vann hins vegar stórsigur á landsvísu og má gera ráð fyrir að mikil átök verði á milli skosku heimastjórnarinnar og bresku ríkisstjórnarinnar vegna kröfu Skota um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu. Skoska heimastjórnin vill gera samning við bresku ríkisstjórnina sem svipar til samningsins sem gerður var árið 2014, til að tryggja að útkoma þjóðaratkvæðagreiðsluna verði lögleg og lögmæt en breska ríkisstjórnin er andvíg því. Sturgeon hefur sagt að það sé ólýðræðislegt ef Johnson tekur þjóðaratkvæðagreiðslu ekki til greina þegar flokkur hans var sigraður í kosningunni í Skotlandi en flokkurinn missti sjö af þrettán sætum. Flokkurinn hefur lýst því yfir að hann sé andvígur sjálfstæði Skota. Útkoma kosninganna í Skotlandi. Skoski þjóðarflokkurinn fékk 48 af 59 þingsætum í Skotlandi.vísir Sturgeon sagði í samtali við BBC að hún hafi sagt Johnson í símtali á föstudag að ef hann teldi að málinu væri lokið ef hann segði nei þá hefði hann rangt fyrir sér. „Þetta er ein af grunnstoðum lýðræðis, þið getið ekki haldið Skotlandi í sambandinu gegn vilja þess. Þið getið ekki læst okkur inni í skáp og vonað að vandamálin hverfi.“ „Ef Bretland á að haldast í sömu mynd verður það að vera með samþykki allra. Ef Boris Johnson trúir nógu mikið á sambandið ætti hann að trúa því að það sé nóg og leyfa þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði Sturgeon. „Skotland getur ekki verið haldið fangið af Bretlandi gegn vilja þess. Það gefur augaleið ef við eigum að kallast lýðræði.“ Bretland Kosningar í Bretlandi Skotland Tengdar fréttir Sterk staða Johnsons eftir kosningarnar Boris Johnson verður áfram forsætisráðherra Bretlands eftir sigur Íhaldsflokksins í þingkosningum gærdagsins. Hann lofaði því í dag að klára útgöngumálið og má því búast við því að Bretar gangi úr Evrópusambandinu í næsta mánuði. 13. desember 2019 18:45 Kallar eftir sjálfsskoðun Verkamannaflokksins Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, segist axla ábyrgð á afhroði flokksins í þingkosningum vikunnar í Bretlandi. 15. desember 2019 07:24 Stefnir í stórsigur Íhaldsflokksins samkvæmt útgönguspá BBC Útgönguspá sem kynnt var nú klukkan 22 í breska ríkissjónvarpinu bendir til þess að Íhaldsflokkurinn hafi unnið hreinan meirihluta og stórsigur í bresku þingkosningum sem fram fóru í dag. 12. desember 2019 22:08 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, sagði að Skotland geti ekki verið fangelsað í Bretlandi gegn vilja þess af bresku ríkisstjórninni í samtali við fréttamenn breska ríkisútvarpsins. Þá sagði hún að stórsigur skoska þjóðarflokksins í þingkosningunum sem haldnar voru í vikunni gefi henni umboð til að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands. Breskir ráðherrar telja hins vegar að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla sé ekki uppi á borðinu og að virða eigi þjóðaratkvæðagreiðsluna sem haldin var um málið árið 2014. Michael Gove, þingmaður Íhadlsflokksins í Skotlandi og Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.getty/Stefan Rousseau Sturgeon sagði að ef Bretland ætti að haldast í núverandi mynd þyrfti það að vera með samþykki allra sem í Bretlandi eru. Hún sagði einnig að það væri misskilningur hjá bresku ríkisstjórninni ef hún héldi að málinu væri lokið ef engin þjóðaratkvæðagreiðsla yrði haldin. „Þetta er ein af grunnstoðum lýðræðis, þið getið ekki haldið Skotlandi í sambandinu gegn vilja þess,“ bætti hún við.Sjá einnig: Boris Johnson andvígur þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota Michael Gove, þingmaður Íhaldsflokksins í Skotlandi, sagði í samtali við fréttastofu Sky að „okkur var sagt árið 2014 að sú kosning yrði val þessarar kynslóðar – við munum ekki halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði í Skotlandi.“ Boris Johnson sagði í samtali við Nicola Sturgeon að hann væri andvígur þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota á föstudag.GETTY/CARL COURT Skoski þjóðarflokkurinn vann stórsigur í þingkosningunum í vikunni og hrifsaði meðal annars sæti frá Verkamannaflokknum og Íhaldsflokknum í Skotlandi. Íhaldsflokkurinn vann hins vegar stórsigur á landsvísu og má gera ráð fyrir að mikil átök verði á milli skosku heimastjórnarinnar og bresku ríkisstjórnarinnar vegna kröfu Skota um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu. Skoska heimastjórnin vill gera samning við bresku ríkisstjórnina sem svipar til samningsins sem gerður var árið 2014, til að tryggja að útkoma þjóðaratkvæðagreiðsluna verði lögleg og lögmæt en breska ríkisstjórnin er andvíg því. Sturgeon hefur sagt að það sé ólýðræðislegt ef Johnson tekur þjóðaratkvæðagreiðslu ekki til greina þegar flokkur hans var sigraður í kosningunni í Skotlandi en flokkurinn missti sjö af þrettán sætum. Flokkurinn hefur lýst því yfir að hann sé andvígur sjálfstæði Skota. Útkoma kosninganna í Skotlandi. Skoski þjóðarflokkurinn fékk 48 af 59 þingsætum í Skotlandi.vísir Sturgeon sagði í samtali við BBC að hún hafi sagt Johnson í símtali á föstudag að ef hann teldi að málinu væri lokið ef hann segði nei þá hefði hann rangt fyrir sér. „Þetta er ein af grunnstoðum lýðræðis, þið getið ekki haldið Skotlandi í sambandinu gegn vilja þess. Þið getið ekki læst okkur inni í skáp og vonað að vandamálin hverfi.“ „Ef Bretland á að haldast í sömu mynd verður það að vera með samþykki allra. Ef Boris Johnson trúir nógu mikið á sambandið ætti hann að trúa því að það sé nóg og leyfa þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði Sturgeon. „Skotland getur ekki verið haldið fangið af Bretlandi gegn vilja þess. Það gefur augaleið ef við eigum að kallast lýðræði.“
Bretland Kosningar í Bretlandi Skotland Tengdar fréttir Sterk staða Johnsons eftir kosningarnar Boris Johnson verður áfram forsætisráðherra Bretlands eftir sigur Íhaldsflokksins í þingkosningum gærdagsins. Hann lofaði því í dag að klára útgöngumálið og má því búast við því að Bretar gangi úr Evrópusambandinu í næsta mánuði. 13. desember 2019 18:45 Kallar eftir sjálfsskoðun Verkamannaflokksins Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, segist axla ábyrgð á afhroði flokksins í þingkosningum vikunnar í Bretlandi. 15. desember 2019 07:24 Stefnir í stórsigur Íhaldsflokksins samkvæmt útgönguspá BBC Útgönguspá sem kynnt var nú klukkan 22 í breska ríkissjónvarpinu bendir til þess að Íhaldsflokkurinn hafi unnið hreinan meirihluta og stórsigur í bresku þingkosningum sem fram fóru í dag. 12. desember 2019 22:08 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Sterk staða Johnsons eftir kosningarnar Boris Johnson verður áfram forsætisráðherra Bretlands eftir sigur Íhaldsflokksins í þingkosningum gærdagsins. Hann lofaði því í dag að klára útgöngumálið og má því búast við því að Bretar gangi úr Evrópusambandinu í næsta mánuði. 13. desember 2019 18:45
Kallar eftir sjálfsskoðun Verkamannaflokksins Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, segist axla ábyrgð á afhroði flokksins í þingkosningum vikunnar í Bretlandi. 15. desember 2019 07:24
Stefnir í stórsigur Íhaldsflokksins samkvæmt útgönguspá BBC Útgönguspá sem kynnt var nú klukkan 22 í breska ríkissjónvarpinu bendir til þess að Íhaldsflokkurinn hafi unnið hreinan meirihluta og stórsigur í bresku þingkosningum sem fram fóru í dag. 12. desember 2019 22:08