Tafir á hreinsunarstarfinu í Fukushima Samúel Karl Ólason skrifar 27. desember 2019 10:37 Uppsöfnun geislavirks úrgangs er mikið vandamál í Fukushima. AP/Pablo M. Diez Yfirvöld Japan hafa endurskoðað áætlun varðandi hreinsun á svæðinu við kjarnorkuverið í Fukushima. Tafir hafa orðið á fjarlægingu þúsunda eldsneytisstanga sem eru í kælilaugum í kjarnorkuverinu. Um lykilskref í hreinsun svæðisins er að ræða. Kjarnaofnar orkuversins bræddu úr sér eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna miklu árið 2011. Yfirvöld landsins og forsvarsmenn fyrirtækisins Tokyo Electric Power Co. hafa sammælst um 30 til 40 ára áætlun um hreinsun svæðisins. Blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa tíundað helstu vandamálin í þessu áratugalanga ferli.Eitt af stærstu vandamálunum snýr að rúmlega 4.700 eldsneytisstöngum sem eru enn í fimm kjarnaofnum í orkuverinu og þar af þremur sem bræddu úr sér. Stangirnar liggja í kælilaugum en ef vatnið læki frá þeim, fyrir einhverjar sakir, myndu stangirnar bráðna og gefa frá sér umfangsmikla geislun.Fjarlægingu þeirra hefur nú verið frestað í allt að tíu ár þar sem þörf er á miklum undirbúningi áður en hægt er að fjarlægja þær. Miðað við núverandi áætlanir eiga allar stangirnar að hafa verið fjarlægðar fyrir árið 2031. Reiknað er með því að rúmlega tíu þúsund starfsmenn þurfi til verksins á ári hverju og stendur til að ráða einhverja þeirra að utan. Óttast er að öldrun Japana muni setja strik í reikning með árunum.Sjá einnig: Yfirmenn Fukushima-kjarnorkuversins sýknaðirTEPCO geymir um 1,2 milljónir tonna af geislavirku vatni í tönkum á svæðinu og er ekki hægt að losa það út í náttúruna. Um 170 tonn bætast í tankana á degi hverjum en vatnið er notað til að kæla eldsneytisstangirnar. Forsvarsmenn fyrirtækisins segjast geta geymt 1,37 milljónir tonna og til ársins 2022. Áætlað er að finna leiðir til að losa vatnið aftur út í náttúruna með eins litlum áhrifum á umhverfið og mögulegt er. Annars geti mögulega komið upp mikið vandamál seinna meir, verði annar jarðskjálfti eða annars konar hamfarir. Þrátt fyrir að búið sé að hreinsa vatnið verulega og til standi að hreinsa það betur, verður tritíum enn í því en sérfræðingar segja það ekki skaðsamt mönnum, í smáum skömmtum. Fjarlæging um 880 tonna af eldsneytisstöngum sem bráðnuðu þykir erfiðasta verkefnið sem aðilar sem að hreinsuninni koma standa frammi fyrir. Sú hreinsun er byrjuð en gengur verulega hægt vegna gífurlegrar geislunar frá efninu. Áætlað er að árið 2030 geti geislavirkur úrgangur frá kjarnorkuverinu verið um 770 þúsund tonn. Ekki er búið að gera áætlun um hvernig hægt er að ganga frá öllum þeim úrgangi og mun nýrra tækna vera þörf. Þar að auki á eftir að finna stað til að geyma úrganginn og fá samþykki almennings. Japan Jarðskjálfti í Japan Tengdar fréttir Byrjað að fjarlægja eldsneytisstengur úr Fukushima-kjarnorkuverinu Hreinsunarstarfið á eftir að taka nokkur ár til viðbótar. 15. apríl 2019 09:01 Japanir opna aftur bæinn Naraha Allir íbúar voru fluttir á brott árið 2011, vegna leka frá Fukushima kjarnorkuverinu. 5. september 2015 13:46 Japanir fá bætur vegna geislamengunar í Fukushima Japönsk yfirvöld hafa samþykkt að greiða öllum þeim sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna kjarnorkuversins í Fukushsima, skaðabætur. 15. apríl 2011 09:46 Kallaði svæðið í kringum Fukushima-verið „bæ dauðans“ Efnahags- og viðskiptaráðherra Japans, Yoshio Hachiro, sagði af sér í dag, aðeins tveimur vikum eftir að hann var skipaður ráðherra. Ástæðan er sú að hann kallaði svæðið í kringum Fukushima kjarnorkuverið „bæ dauðans". 10. september 2011 15:52 Fjögur ár frá flóðbylgjunni – Myndbönd Minningarathafnir voru víða um Japan, en alls létust 15.891 og 2.584 er saknað. 11. mars 2015 14:01 Munu þurfa að losa geislavirkt vatn frá Fukushima út í Kyrrahafið Yoshiaki Harada, umhverfisráðherra Japans, segir að umsjónaraðili kjarnorkuversins í Fukushima, sem eyðilagðist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011, muni innan þriggja ára þurfa að losa geislavirkt vatn út í Kyrrahafið. 10. september 2019 11:49 Vill að Japanir hætti nýtingu kjarnorku Nýr umhverfisráðherra Japans vill að kjarnaofnum landsins verði lokað til að koma megi í veg fyrir að stórslys á borð við það sem varð í Fukushima árið 2011 endurtaki sig. 12. september 2019 08:15 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Yfirvöld Japan hafa endurskoðað áætlun varðandi hreinsun á svæðinu við kjarnorkuverið í Fukushima. Tafir hafa orðið á fjarlægingu þúsunda eldsneytisstanga sem eru í kælilaugum í kjarnorkuverinu. Um lykilskref í hreinsun svæðisins er að ræða. Kjarnaofnar orkuversins bræddu úr sér eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna miklu árið 2011. Yfirvöld landsins og forsvarsmenn fyrirtækisins Tokyo Electric Power Co. hafa sammælst um 30 til 40 ára áætlun um hreinsun svæðisins. Blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa tíundað helstu vandamálin í þessu áratugalanga ferli.Eitt af stærstu vandamálunum snýr að rúmlega 4.700 eldsneytisstöngum sem eru enn í fimm kjarnaofnum í orkuverinu og þar af þremur sem bræddu úr sér. Stangirnar liggja í kælilaugum en ef vatnið læki frá þeim, fyrir einhverjar sakir, myndu stangirnar bráðna og gefa frá sér umfangsmikla geislun.Fjarlægingu þeirra hefur nú verið frestað í allt að tíu ár þar sem þörf er á miklum undirbúningi áður en hægt er að fjarlægja þær. Miðað við núverandi áætlanir eiga allar stangirnar að hafa verið fjarlægðar fyrir árið 2031. Reiknað er með því að rúmlega tíu þúsund starfsmenn þurfi til verksins á ári hverju og stendur til að ráða einhverja þeirra að utan. Óttast er að öldrun Japana muni setja strik í reikning með árunum.Sjá einnig: Yfirmenn Fukushima-kjarnorkuversins sýknaðirTEPCO geymir um 1,2 milljónir tonna af geislavirku vatni í tönkum á svæðinu og er ekki hægt að losa það út í náttúruna. Um 170 tonn bætast í tankana á degi hverjum en vatnið er notað til að kæla eldsneytisstangirnar. Forsvarsmenn fyrirtækisins segjast geta geymt 1,37 milljónir tonna og til ársins 2022. Áætlað er að finna leiðir til að losa vatnið aftur út í náttúruna með eins litlum áhrifum á umhverfið og mögulegt er. Annars geti mögulega komið upp mikið vandamál seinna meir, verði annar jarðskjálfti eða annars konar hamfarir. Þrátt fyrir að búið sé að hreinsa vatnið verulega og til standi að hreinsa það betur, verður tritíum enn í því en sérfræðingar segja það ekki skaðsamt mönnum, í smáum skömmtum. Fjarlæging um 880 tonna af eldsneytisstöngum sem bráðnuðu þykir erfiðasta verkefnið sem aðilar sem að hreinsuninni koma standa frammi fyrir. Sú hreinsun er byrjuð en gengur verulega hægt vegna gífurlegrar geislunar frá efninu. Áætlað er að árið 2030 geti geislavirkur úrgangur frá kjarnorkuverinu verið um 770 þúsund tonn. Ekki er búið að gera áætlun um hvernig hægt er að ganga frá öllum þeim úrgangi og mun nýrra tækna vera þörf. Þar að auki á eftir að finna stað til að geyma úrganginn og fá samþykki almennings.
Japan Jarðskjálfti í Japan Tengdar fréttir Byrjað að fjarlægja eldsneytisstengur úr Fukushima-kjarnorkuverinu Hreinsunarstarfið á eftir að taka nokkur ár til viðbótar. 15. apríl 2019 09:01 Japanir opna aftur bæinn Naraha Allir íbúar voru fluttir á brott árið 2011, vegna leka frá Fukushima kjarnorkuverinu. 5. september 2015 13:46 Japanir fá bætur vegna geislamengunar í Fukushima Japönsk yfirvöld hafa samþykkt að greiða öllum þeim sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna kjarnorkuversins í Fukushsima, skaðabætur. 15. apríl 2011 09:46 Kallaði svæðið í kringum Fukushima-verið „bæ dauðans“ Efnahags- og viðskiptaráðherra Japans, Yoshio Hachiro, sagði af sér í dag, aðeins tveimur vikum eftir að hann var skipaður ráðherra. Ástæðan er sú að hann kallaði svæðið í kringum Fukushima kjarnorkuverið „bæ dauðans". 10. september 2011 15:52 Fjögur ár frá flóðbylgjunni – Myndbönd Minningarathafnir voru víða um Japan, en alls létust 15.891 og 2.584 er saknað. 11. mars 2015 14:01 Munu þurfa að losa geislavirkt vatn frá Fukushima út í Kyrrahafið Yoshiaki Harada, umhverfisráðherra Japans, segir að umsjónaraðili kjarnorkuversins í Fukushima, sem eyðilagðist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011, muni innan þriggja ára þurfa að losa geislavirkt vatn út í Kyrrahafið. 10. september 2019 11:49 Vill að Japanir hætti nýtingu kjarnorku Nýr umhverfisráðherra Japans vill að kjarnaofnum landsins verði lokað til að koma megi í veg fyrir að stórslys á borð við það sem varð í Fukushima árið 2011 endurtaki sig. 12. september 2019 08:15 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Byrjað að fjarlægja eldsneytisstengur úr Fukushima-kjarnorkuverinu Hreinsunarstarfið á eftir að taka nokkur ár til viðbótar. 15. apríl 2019 09:01
Japanir opna aftur bæinn Naraha Allir íbúar voru fluttir á brott árið 2011, vegna leka frá Fukushima kjarnorkuverinu. 5. september 2015 13:46
Japanir fá bætur vegna geislamengunar í Fukushima Japönsk yfirvöld hafa samþykkt að greiða öllum þeim sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna kjarnorkuversins í Fukushsima, skaðabætur. 15. apríl 2011 09:46
Kallaði svæðið í kringum Fukushima-verið „bæ dauðans“ Efnahags- og viðskiptaráðherra Japans, Yoshio Hachiro, sagði af sér í dag, aðeins tveimur vikum eftir að hann var skipaður ráðherra. Ástæðan er sú að hann kallaði svæðið í kringum Fukushima kjarnorkuverið „bæ dauðans". 10. september 2011 15:52
Fjögur ár frá flóðbylgjunni – Myndbönd Minningarathafnir voru víða um Japan, en alls létust 15.891 og 2.584 er saknað. 11. mars 2015 14:01
Munu þurfa að losa geislavirkt vatn frá Fukushima út í Kyrrahafið Yoshiaki Harada, umhverfisráðherra Japans, segir að umsjónaraðili kjarnorkuversins í Fukushima, sem eyðilagðist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011, muni innan þriggja ára þurfa að losa geislavirkt vatn út í Kyrrahafið. 10. september 2019 11:49
Vill að Japanir hætti nýtingu kjarnorku Nýr umhverfisráðherra Japans vill að kjarnaofnum landsins verði lokað til að koma megi í veg fyrir að stórslys á borð við það sem varð í Fukushima árið 2011 endurtaki sig. 12. september 2019 08:15