Starfslok Finns og Guðmundar kosta Haga vel yfir 300 milljónir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. maí 2020 08:59 Finnur Árnason og Guðmundur Marteinsson munu láta af störfum hjá Högum á næstunni. Starfslok þeirra Finns Árnasonar, forstjóra Haga, og Guðmundar Marteinsson, framkvæmdastjóra Bónus, munu kosta Haga vel yfir 300 milljónir króna. Tilkynnt var um það í liðinni viku að þeir hefðu óskað eftir því að láta af störfum hjá fyrirtækinu en þeir munu starfa hjá Högum þar til ráðið hefur verið í störf þeirra. Guðmundur hefur starfað hjá Bónus í tæp þrjátíu ár og er með þriggja ára uppsagnarfrest samkvæmt starfssamningi. Finnur, sem hefur verið forstjóri Haga í fimmtán ár, er með árs uppsagnarfrest. Þetta kemur fram í Markaðnum í dag en þar segir að Finnur hafi síðustu ár verið einn launahæsti forstjórinn í Kauphöllinni. Laun hans og hlunnindi á síðasta rekstrarári, sem lauk í febrúar 2019, voru alls 72,2 milljónir króna eða rúmar sex milljónir á mánuði. Þá var Guðmundur með um fimm milljónir í laun á mánuði á árinu 2018 samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar. Að því er segir í Markaðnum eru ákvæði í starfssamningum Finns og Guðmundar þar sem kemur fram að ekki skipti máli varðandi uppsagnarfrest hvort þeir hafi sjálfir látið af störfum eða verið sagt upp. Hagar munu því þurfa að gjaldfæra hjá sér talsverðan kostnað vegna starfsloka þessara tveggja stjórnenda. Þannig megi varlega áætla að starfslok Guðmundar kosti Haga um 250 milljónir vegna launa, lífeyrisgreiðslna og annarra launatengdra gjalda en starfslok Finns um 100 milljónir króna að því er fram kemur í Markaðnum. Vísir hafði samband við Ernu Gísladóttur, stjórnarformann Haga, fyrr í vikunni og falaðist eftir upplýsingum um kostnað fyrirtækisins vegna starfsloka þeirra Guðmundar og Finns. Hún kvaðst ekki geta veitt slíkar upplýsingar þar sem Hagar væru félag á markaði. Þessar upplýsingar yrðu veittar á hluthafafundi. Í skriflegu svari Haga við fyrirspurn Markaðarins um kostnaðinn segir að verði þær tölur á einhverjum tímapunkti birtar opinberlega, verði það samhliða birtingu reikningsskila félagsins. Verslun Markaðir Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Starfslok þeirra Finns Árnasonar, forstjóra Haga, og Guðmundar Marteinsson, framkvæmdastjóra Bónus, munu kosta Haga vel yfir 300 milljónir króna. Tilkynnt var um það í liðinni viku að þeir hefðu óskað eftir því að láta af störfum hjá fyrirtækinu en þeir munu starfa hjá Högum þar til ráðið hefur verið í störf þeirra. Guðmundur hefur starfað hjá Bónus í tæp þrjátíu ár og er með þriggja ára uppsagnarfrest samkvæmt starfssamningi. Finnur, sem hefur verið forstjóri Haga í fimmtán ár, er með árs uppsagnarfrest. Þetta kemur fram í Markaðnum í dag en þar segir að Finnur hafi síðustu ár verið einn launahæsti forstjórinn í Kauphöllinni. Laun hans og hlunnindi á síðasta rekstrarári, sem lauk í febrúar 2019, voru alls 72,2 milljónir króna eða rúmar sex milljónir á mánuði. Þá var Guðmundur með um fimm milljónir í laun á mánuði á árinu 2018 samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar. Að því er segir í Markaðnum eru ákvæði í starfssamningum Finns og Guðmundar þar sem kemur fram að ekki skipti máli varðandi uppsagnarfrest hvort þeir hafi sjálfir látið af störfum eða verið sagt upp. Hagar munu því þurfa að gjaldfæra hjá sér talsverðan kostnað vegna starfsloka þessara tveggja stjórnenda. Þannig megi varlega áætla að starfslok Guðmundar kosti Haga um 250 milljónir vegna launa, lífeyrisgreiðslna og annarra launatengdra gjalda en starfslok Finns um 100 milljónir króna að því er fram kemur í Markaðnum. Vísir hafði samband við Ernu Gísladóttur, stjórnarformann Haga, fyrr í vikunni og falaðist eftir upplýsingum um kostnað fyrirtækisins vegna starfsloka þeirra Guðmundar og Finns. Hún kvaðst ekki geta veitt slíkar upplýsingar þar sem Hagar væru félag á markaði. Þessar upplýsingar yrðu veittar á hluthafafundi. Í skriflegu svari Haga við fyrirspurn Markaðarins um kostnaðinn segir að verði þær tölur á einhverjum tímapunkti birtar opinberlega, verði það samhliða birtingu reikningsskila félagsins.
Verslun Markaðir Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira